Innlent

Lektor: Markaðsmisnotkun á meðal alvarlegustu brota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason segir að það komi ekki á óvart að handtakan hafi verið á grundvelli markaðsmisnotkunar. Mynd/ GVA.
Vilhjálmur Bjarnason segir að það komi ekki á óvart að handtakan hafi verið á grundvelli markaðsmisnotkunar. Mynd/ GVA.

Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir að það komi ekki á óvart að Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hafi verið handteknir á grundvelli markaðsmisnotkunar.

Hann bendir á að staða bankanna fyrir bankahrun hafi verið metin út frá því að verð á hlutabréfum hafi ekkert lækkað. Mest öll viðskiptin hafi hins vegar farið fram fyrir milligöngu félaganna sjálfra og þeim klínt á félög sem hafi ekki haft neina greiðslugetu. „Þetta er kallað veikt eigið fé í skýrslunni en ég vil kalla þetta skapað eigið fé," segir Vilhjálmur. Hann segir að um hafi verið að ræða hrein og klár sýndarviðskipti. „Þannig að þetta kemur heim og saman við ýmislegt," segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segir að markaðsmisnotkun og innherjaviðskipti séu talin með alvarlegustu brotum á fjármálamarkaði. „Alvarleikinn felst meðal annars í því að brotaþolinn er sjaldnast þekktur vegna þess að brotið nær langt út fyrir þessa augljósu hagsmunaaðila," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að hagsmunaaðilar séu fyrirtækið og hluthafar en þetta hafi áhrif út fyrir allt samfélagið. „Síðan bætist það við að ef menn beita aðferðum markaðsmisnotkunar til að fénýta í eigin þágu að þá er þetta orðið ennþá alvarlega," segir Vilhjálmur.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×