Fleiri fréttir Engar breytingar gerðar á ráðherraliðinu á næstu vikum Engar breytingar verðar gerðar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á næstu vikum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann útilokar þó ekki að Ögmundur Jónasson setjist í ráðherrastól síðar á kjörtímabilinu. 12.3.2010 12:10 Varðskipið minna laskað en óttast var í fyrstu Talið er að nýja varðskipið Þór sé minna laskað en óttast var í fyrstu eftir flóðbylgjuna sem kom í kjölfar jarðskjálftanna í Chile nýverið. Það verður sjósett aftur á morgun og allsherjarúttekt verður gerð á því í næstu viku. 12.3.2010 12:09 Opnað fyrir vefframtöl einstaklinga Opnað hefur verið fyrir vefframtal á vef ríkisskattstjóra en lokaskil á framtali eru 26. mars næstkomandi. Veflyklar og skattframtöl á pappír berast í pósti á næstu dögum. Innistæður á bankabókum og skuldir hjá bönkum eru forskráðar í skattaframtalinu, sem auðvelda ætti vinnuna. 12.3.2010 11:51 Jóhanna kynnir frumvarp um bætur vegna illrar meðferðar á börnum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað til fundar með fréttamönnum eftir hádegi til að kynna frumvarp til laga sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum fyrir börn. 12.3.2010 11:18 Fjárdrátturinn í sendiráðinu í Vín enn til skoðunar Mál konu sem grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega 50 milljónir króna á meðan hún starfaði sem bókari í sendiráði Íslands í Vínarborg er enn til rannsóknar, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Hann segir að rannsóknin hafi gengið afar vel og að á næstunni verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 12.3.2010 11:10 Ákærðir fyrir að smygla fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að flytja rétt tæplega fjögur kíló af amfetamíni til Íslands frá Rotterdam í Hollandi. Efnin komu til landsins í janúar með flutningaskipinu Arnarfelli en annar mannanna, Jónþór Þórisson, sótti efnin um borð í skipið á Íslandi. Lögreglan fann þau svo skömmu síðar innanklæða á honum. 12.3.2010 11:06 Fyrsta hundasleðakeppnin haldin á morgun „Við höldum að þetta sé fyrsta mótið sem haldið hefur verið hér á Íslandi,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, einn af skipuleggjendum sleðahundakeppni sem verður haldin á morgun við Víti fyrir ofan Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. 12.3.2010 10:52 Styttri biðlistar Staða á biðlistum á sjúkrahúsum og læknastofum er almennt góð og biðtími stuttur eftir allflestum skurðaðgerðum. Fækkað hefur umtalsvert á biðlista eftir aðgerðum á augasteini en biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir á hné hefur lengst. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins sem hefur birt nýjar tölur um biðlista á sjúkrahúsum og læknastofum eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar 2010. 12.3.2010 09:46 Merkingar á nautahakki ófullnægjandi Í of mörgum tilvikum eru merkingar á umbúðum fyrir nautahakk ekki í samræmi við gildandi reglur. Þessu verða kjötiðnaðarstöðvar að kippa í liðinn tafarlaust. Þetta er meðal niðurstaðna í gæðakönnun sem Landssamband kúabænda og Neytendasamtökin ákváðu að gera í framhaldi af umræðum um gæði á nautahakki. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið styrkti verkefnið að hluta. Matís sá um framkvæmd könnunarinnar, sem náði til átta tegunda nautahakks, að fram kemur á vef Neytendasamtakanna. 12.3.2010 09:10 Lánþegar krefjast aðgerða Samtök lánþega krefjast nú þegar aðgerða stjórnvalda, til að vernda almenna borgara gagnvart skuldheimtumönnum fjármögnunarfyrirtækja, segir í yfirlýsingu samtakanna. 12.3.2010 08:38 Helgi leiðir framsóknarmenn í Árborg Framboðslisti Framsóknarfélags Árborgar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Helgi Sigurður Haraldsson, svæðisstjóri, leiðir listann. Bæjarfulltrúar flokksins sóttust ekki eftir endurkjöri og skipa heiðurssæti framboðslistans. 12.3.2010 08:30 Segja lög tímaskekkju og fagna frumvarpi Álfheiðar Stjórn Ungra Vinstri grænna fagnar frumvarpi Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, sem miðar að því að fella úr gildi lög frá 1938 sem heimila ófrjósemisaðgerðir á einstaklingum með þroskahömlun eða geðsjúkdóma. Það vekur furðu stjórnar UVG að lögin, sem eru tímaskekkja og brjóta á mannréttindum fólks, séu enn í gildi hér á landi, að fram kemur í ályktun félagsins. 12.3.2010 08:23 Össur vonar að nýjar viðræður hefjist eftir helgi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, vonast til þess að nýjar samningaviðræður við Hollendinga og Breta um Icesave málið hefjist eftir helgi. Hann segir ráðamenn í löndunum reiðbúna til að hefja viðræður. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær, að fram kemur á vef Reuters. 12.3.2010 08:11 Próflaus undir áhrifum fíkniefna Sautján ára piltur, sem ekki hefur tekið bílpróf, missti stjórn á bíl, sem hann hafði að láni á Eyrarbakka í gærkvöldi. Hann ók yfir háa gangstéttarbrún, í gegnum girðingu og hafnaði í húsagarði. 12.3.2010 07:41 Áfram fylgst með skjálftavirkni Skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli var heldur meiri í nótt en í fyrrinótt, en þó mun minni en um síðustu helgi. Engin snarpur skjálfti hefur orðið þar síðan skjálfti upp á rúmleg þrjá á Richter varð undir jöklinum síðdegis í gær. Almannavarnir fylgjast enn grannt með svæðinu. 12.3.2010 07:07 Kvartaði undan lélegum fíkniefnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt óvenjulega kvörtun vegna vörusvika, sem sá svikni leit mjög alvarlegum augum. Hann hafði keypt fíkniefni af óþekktum manni á öldurhúsi og drifið sig heim til að neyta þeirra, en þá hafi ekkert virkað. Þetta hafi greinilega verið svikin vara og hafi honum sárnað mjög. 12.3.2010 07:05 Flug með eðlilegum hætti Flug verður með eðlilegum hætti í dag, þar sem flugumferðarstjórar aflýstu verkfallsaðgerðum eftir að þeir fengu fyrirheit um það að samningamenn Flugstoða hefðu örugglega umboð til samningsgerðar. 12.3.2010 07:00 Brekkur og gengi heilla skíðamenn Hópur níutíu Færeyinga flaug í gær í beinu flugi frá heimalandinu til Akureyrar þar sem dvelja á fram á sunnudag við skíðaiðkun og aðra skemmtan. 12.3.2010 06:30 Stjórnarkjör verða marklaus Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að nýsett lagaákvæði um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga og einkahluta-félaga stríða gegn rétti minnihluta í hlutafélögum. Bent hafi verið á þá annmarka við meðferð Alþingis á frumvarpi um málið en litið hafi verið fram hjá sjónarmiðum samtakanna. 12.3.2010 06:00 Risaráðstefna 2013 Tvö þúsund manna ráðstefna tannréttingasérfræðinga verður í tónlistarhúsinu Hörpu á árinu 2013. Þetta kom fram á kynningarfundi aðstandenda Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Portusar, sem haldinn var í gær til að blása „til stórsóknar í þágu ráðstefnuhússins á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði“. 12.3.2010 06:00 Meta hvort útgerðin þoli fyrningu kvóta Sérfræðingar Háskólans á Akureyri vinna nú að úttekt á skuldastöðu útgerðarfyrirtækja og er ætlað að meta í framhaldinu hvort þau þola fyrningu aflaheimilda. Til grundvallar liggja hagtölur sjávarútvegsins og trúnaðarupplýsingar úr bönkum. 12.3.2010 06:00 Flestir vilja frekar innlent efni í sjónvarpi Tæp 43 prósent sækjast mun eða heldur meira eftir innlendu efni en erlendu í sjónvarpi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Íslands um menningarneyslu á Íslandi. 12.3.2010 06:00 Níu mánaða borgi sig inn á Latabæjarhátíð „Þetta er fáránlegt. Ég er ekkert smá reið,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir sem komst að því að hún þurfti að greiða fullt verð fyrir aðgöngumiða handa níu mánaða dóttur sinni á fyrirhugaða Latabæjarhátíð. 12.3.2010 03:30 Eldur í bifreið í Mosfellsdal Eldur kom upp í Skoda bifreið sem var á leið um Mosfellsdalinn um sjöleytið í kvöld. Að sögn slökkviliðsmanna var ekki um mikinn eld að ræða og tókst þeim sem ferðuðust í bílnum að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn. Slökkvilið sneri aftur til baka eftir að búið var að tryggja að eldurinn myndi ekki brjótast út að nýju. 11.3.2010 20:33 Fimm milljóna sjúkrahússreikningur gæti fallið á foreldra lítillar stúlku Fimm milljón króna reikningur Sjúktatrygginga Íslands er í vanskilum við Barnaspítalann í Boston, vegna langveikrar íslenskrar stúlku. Foreldrar hennar óttast að reikningurinn falli á sig. 11.3.2010 18:41 Samningaviðræður verði teknar upp þegar í stað Verkfalli flugumferðastjóra var frestað í ljósi fyrirheits ríkisstjórnarinnar um að viðræður um nýjan kjarasamning 11.3.2010 19:53 BSRB mótmælir öllum áformum um lagasetningu á verkföll Áður en tilkynnt var að flugumferðastjórar myndu aflýsa verkfalli sendi BSRB frá sér ályktun þar sem mótmælt er öllum áformum um að stjórnvöld grípi inn í vinnudeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Flugstoðir ohf og Keflavíkurflugvöll ohf með setningu bráðabirgðalaga á verkfallsaðgerðir. Segir BSRB að verkfallsréttur launafólks séu grundvallarréttindi og inngrip stjórnvalda með lagasetningu sé ólýðræðisleg valdbeiting. 11.3.2010 19:45 Ákveðið að setja lög á flugumferðarstjóra Lög verða sett á deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir til að koma í veg fyrir fjögurra stunda verkfallsaðgerðir þeirra í fyrramálið. Ríkisstjórnin kom saman á fundi klukkan sex til að ræða lögin. Alþingi verður kallað saman í kvöld þar sem lögin verða væntanlega lögð fyrir í kvöld með afbrigðum og samþykkt áður en verkfallið hefst. Verkfallið var áformað klukkan sjö í fyrramálið en upp úr fundi samninganefnda Félags flugumferðastjóra og SA slitnaði um fimmleytið í dag. 11.3.2010 18:26 Össur fundaði með utanríkisráðherra Danmerkur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurlandanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag. 11.3.2010 18:16 Ásta Ragnheiður óskar Litháum til hamingju Í dag eru 20 ár liðin síðan að litháíska þingið samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, er stödd í Litháen af þessu tilefni og var gert ráð fyrir að hún myndi færa litháísku þjóðinni heillaóskir Alþingis sem samþykktar voru með sérstakri þingsályktun á mánudaginn. Íslendingar voru fyrstir þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháen. 11.3.2010 18:03 Engar athugasemdir gerðar við notkun á greiðslukortum Deloitte endurskoðun gerir engar athugasemdir við notkun starfsmanna VR á greiðslukortum síðustu þrjú árin. Stjórn VR óskaði eftir því í byrjun febrúar að Deloitte skoðaði alla notkun á greiðslukortum félagsins þetta tímabil. 11.3.2010 17:48 Fær bætur greiddar eftir synjun um vist í Lögregluskólanum Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn sótti um að fá að þreyta inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins vorið 2005 en var hafnað þar sem hann fullnægði ekki almennu skilyrði um hámarksaldur. 11.3.2010 17:34 Lög hugsanlega sett á verkfall flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa setið á fundum með viðsemjendum síðan klukkan eitt í dag. Hlé var gert á fundinum um fjögur og funduðu þá aðilar hver í sínu horni. Verkfall flugumferðarstjóra skellur á klukkan sjö í fyrramálið að óbreyttu. 11.3.2010 16:52 Tveir skjálftar yfir þremur stigum undir Eyjafjallajökli Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli og í dag rétt fyrir klukkan fjögur riðu yfir tveir skjálftar sem mældust yfir 3 stig. Annar þeirra átti upptök sín á 1,1 kílómetra dýpi og hinn á 2,5 kílómetra dýpi. Þessir skjálftar eru nokkuð stærri en flestir sem riðið hafa yfir í skjálftahrinunni undanfarna daga. 11.3.2010 16:42 Þriggja mánaða skilorð fyrir að stela 15 tonnum af áburði Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir starfsmanni Fóðurblöndunnar sem var sakfelldur fyrir að hafa tekið 15 tonn af gölluðum áburði hjá fyrirtækinu og nýtt í eigin þágu án þess að greiða fyrir hann. 11.3.2010 16:34 Sýknudómi yfir blaðamönnum snúið í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands snéri sýknudómi meiðyrðamáls sem Rúnar Þór Róbertsson höfðaði á hendur Erlu Hlynsdóttur, blaðakonu DV og Sigurjóns M. Egilssonar, fyrrverandi ritstjóra sama blaðs. 11.3.2010 16:29 Iceland Express snýr á flugumferðarstjóra Vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra í fyrramálið, munu vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og London fara klukkan 06:15 í loftið í staðinn fyrir 07:00. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express kemur fram að allir farþegar hafi þegar verið látnir vita. 11.3.2010 16:01 Íslenskt þjófagengi handtekið á Laugaveginum Tvær stúlkur um tvítugt og talsvert eldri karlmaður voru handtekin á Laugaveginum á þriðja tímanum í dag grunuð um stórfelldan búðarþjófnað. 11.3.2010 15:32 Tanorexíufélagið: Brúnkufíkn ótrúlega víðtækt vandamál „Það hefur orðið algjör sprenging, sennilega um 400 prósent aukning í félagið,“ segir Ómar Raiss, formaður Tanorexíufélags Íslands, en fjöldi manns hafa sótt í félagasamtökin eftir að fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá víðtæku vandmáli brúnkufíkla og hætturnar sem steðja þeim. 11.3.2010 14:52 Notaði lögguna sem sýningardæmi - var svo ákærður fyrir ofbeldi Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður á ný fyrir brot gegn valdstjórninni en máli hans var vísað frá Héraðsdómi Austurlands haustið 2009 þar sem í ljós kom að lögreglan á Eskifirði reyndist óheimilt að rannsaka málið þar sem meint ofbeldið snéri að lögreglumanni embættisins. 11.3.2010 14:03 Íslendingar jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja Þrátt fyrir áföll í efnahagslífi landsins undanfarin misseri eru Íslendingar mjög jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja og traust þeirra til eigin vinnuveitanda skorar einna hæst í árlegum mælingum Capacent Gallup á trausti til stofnana og embætta. 11.3.2010 13:36 Klemmdi löppina undir vörulyftu Karl á þrítugsaldri slasaðist á fæti þegar verið var að ferma sendibifreið í austurborginni í gærmorgun. Á bílnum er vörulyfta og klemmdist fótur mannsins undir henni. Meiðsli mannsins voru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglu. 11.3.2010 12:38 Piltur reyndi að svíkja út tölvu Tæplega tvítugur piltur var handtekinn af lögreglunni í verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hafði hann reynt að svíkja út tölvu. 11.3.2010 12:25 Kannabisræktun stöðvuð á tveimur stöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í Reykjavík og Kópavogi í gær. Við húsleit í bílskúr í austurborginni í hádeginu var lagt hald á tæplega 100 kannabisplöntur, 30 grömm af marijúana og lítilræði af hassi. Á sama stað tók lögreglan í sína vörslu tölvu, flatskjá og skjávarpa en grunur leikur á að um þýfi sé að ræða. 11.3.2010 12:21 Eldsneytishækkun þrátt fyrir styrkari krónu og lækkanir á heimsmarkaði Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær, þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði. Bensínverðið hefur hækkað um níu krónur á fáum vikum, en skammt er frá því að verðið hækkaði um fimmkall. 11.3.2010 12:16 Sjá næstu 50 fréttir
Engar breytingar gerðar á ráðherraliðinu á næstu vikum Engar breytingar verðar gerðar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á næstu vikum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann útilokar þó ekki að Ögmundur Jónasson setjist í ráðherrastól síðar á kjörtímabilinu. 12.3.2010 12:10
Varðskipið minna laskað en óttast var í fyrstu Talið er að nýja varðskipið Þór sé minna laskað en óttast var í fyrstu eftir flóðbylgjuna sem kom í kjölfar jarðskjálftanna í Chile nýverið. Það verður sjósett aftur á morgun og allsherjarúttekt verður gerð á því í næstu viku. 12.3.2010 12:09
Opnað fyrir vefframtöl einstaklinga Opnað hefur verið fyrir vefframtal á vef ríkisskattstjóra en lokaskil á framtali eru 26. mars næstkomandi. Veflyklar og skattframtöl á pappír berast í pósti á næstu dögum. Innistæður á bankabókum og skuldir hjá bönkum eru forskráðar í skattaframtalinu, sem auðvelda ætti vinnuna. 12.3.2010 11:51
Jóhanna kynnir frumvarp um bætur vegna illrar meðferðar á börnum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað til fundar með fréttamönnum eftir hádegi til að kynna frumvarp til laga sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum fyrir börn. 12.3.2010 11:18
Fjárdrátturinn í sendiráðinu í Vín enn til skoðunar Mál konu sem grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega 50 milljónir króna á meðan hún starfaði sem bókari í sendiráði Íslands í Vínarborg er enn til rannsóknar, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Hann segir að rannsóknin hafi gengið afar vel og að á næstunni verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 12.3.2010 11:10
Ákærðir fyrir að smygla fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að flytja rétt tæplega fjögur kíló af amfetamíni til Íslands frá Rotterdam í Hollandi. Efnin komu til landsins í janúar með flutningaskipinu Arnarfelli en annar mannanna, Jónþór Þórisson, sótti efnin um borð í skipið á Íslandi. Lögreglan fann þau svo skömmu síðar innanklæða á honum. 12.3.2010 11:06
Fyrsta hundasleðakeppnin haldin á morgun „Við höldum að þetta sé fyrsta mótið sem haldið hefur verið hér á Íslandi,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, einn af skipuleggjendum sleðahundakeppni sem verður haldin á morgun við Víti fyrir ofan Kröfluvirkjun í Mývatnssveit. 12.3.2010 10:52
Styttri biðlistar Staða á biðlistum á sjúkrahúsum og læknastofum er almennt góð og biðtími stuttur eftir allflestum skurðaðgerðum. Fækkað hefur umtalsvert á biðlista eftir aðgerðum á augasteini en biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir á hné hefur lengst. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins sem hefur birt nýjar tölur um biðlista á sjúkrahúsum og læknastofum eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar 2010. 12.3.2010 09:46
Merkingar á nautahakki ófullnægjandi Í of mörgum tilvikum eru merkingar á umbúðum fyrir nautahakk ekki í samræmi við gildandi reglur. Þessu verða kjötiðnaðarstöðvar að kippa í liðinn tafarlaust. Þetta er meðal niðurstaðna í gæðakönnun sem Landssamband kúabænda og Neytendasamtökin ákváðu að gera í framhaldi af umræðum um gæði á nautahakki. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið styrkti verkefnið að hluta. Matís sá um framkvæmd könnunarinnar, sem náði til átta tegunda nautahakks, að fram kemur á vef Neytendasamtakanna. 12.3.2010 09:10
Lánþegar krefjast aðgerða Samtök lánþega krefjast nú þegar aðgerða stjórnvalda, til að vernda almenna borgara gagnvart skuldheimtumönnum fjármögnunarfyrirtækja, segir í yfirlýsingu samtakanna. 12.3.2010 08:38
Helgi leiðir framsóknarmenn í Árborg Framboðslisti Framsóknarfélags Árborgar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Helgi Sigurður Haraldsson, svæðisstjóri, leiðir listann. Bæjarfulltrúar flokksins sóttust ekki eftir endurkjöri og skipa heiðurssæti framboðslistans. 12.3.2010 08:30
Segja lög tímaskekkju og fagna frumvarpi Álfheiðar Stjórn Ungra Vinstri grænna fagnar frumvarpi Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, sem miðar að því að fella úr gildi lög frá 1938 sem heimila ófrjósemisaðgerðir á einstaklingum með þroskahömlun eða geðsjúkdóma. Það vekur furðu stjórnar UVG að lögin, sem eru tímaskekkja og brjóta á mannréttindum fólks, séu enn í gildi hér á landi, að fram kemur í ályktun félagsins. 12.3.2010 08:23
Össur vonar að nýjar viðræður hefjist eftir helgi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, vonast til þess að nýjar samningaviðræður við Hollendinga og Breta um Icesave málið hefjist eftir helgi. Hann segir ráðamenn í löndunum reiðbúna til að hefja viðræður. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær, að fram kemur á vef Reuters. 12.3.2010 08:11
Próflaus undir áhrifum fíkniefna Sautján ára piltur, sem ekki hefur tekið bílpróf, missti stjórn á bíl, sem hann hafði að láni á Eyrarbakka í gærkvöldi. Hann ók yfir háa gangstéttarbrún, í gegnum girðingu og hafnaði í húsagarði. 12.3.2010 07:41
Áfram fylgst með skjálftavirkni Skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli var heldur meiri í nótt en í fyrrinótt, en þó mun minni en um síðustu helgi. Engin snarpur skjálfti hefur orðið þar síðan skjálfti upp á rúmleg þrjá á Richter varð undir jöklinum síðdegis í gær. Almannavarnir fylgjast enn grannt með svæðinu. 12.3.2010 07:07
Kvartaði undan lélegum fíkniefnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt óvenjulega kvörtun vegna vörusvika, sem sá svikni leit mjög alvarlegum augum. Hann hafði keypt fíkniefni af óþekktum manni á öldurhúsi og drifið sig heim til að neyta þeirra, en þá hafi ekkert virkað. Þetta hafi greinilega verið svikin vara og hafi honum sárnað mjög. 12.3.2010 07:05
Flug með eðlilegum hætti Flug verður með eðlilegum hætti í dag, þar sem flugumferðarstjórar aflýstu verkfallsaðgerðum eftir að þeir fengu fyrirheit um það að samningamenn Flugstoða hefðu örugglega umboð til samningsgerðar. 12.3.2010 07:00
Brekkur og gengi heilla skíðamenn Hópur níutíu Færeyinga flaug í gær í beinu flugi frá heimalandinu til Akureyrar þar sem dvelja á fram á sunnudag við skíðaiðkun og aðra skemmtan. 12.3.2010 06:30
Stjórnarkjör verða marklaus Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að nýsett lagaákvæði um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga og einkahluta-félaga stríða gegn rétti minnihluta í hlutafélögum. Bent hafi verið á þá annmarka við meðferð Alþingis á frumvarpi um málið en litið hafi verið fram hjá sjónarmiðum samtakanna. 12.3.2010 06:00
Risaráðstefna 2013 Tvö þúsund manna ráðstefna tannréttingasérfræðinga verður í tónlistarhúsinu Hörpu á árinu 2013. Þetta kom fram á kynningarfundi aðstandenda Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Portusar, sem haldinn var í gær til að blása „til stórsóknar í þágu ráðstefnuhússins á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði“. 12.3.2010 06:00
Meta hvort útgerðin þoli fyrningu kvóta Sérfræðingar Háskólans á Akureyri vinna nú að úttekt á skuldastöðu útgerðarfyrirtækja og er ætlað að meta í framhaldinu hvort þau þola fyrningu aflaheimilda. Til grundvallar liggja hagtölur sjávarútvegsins og trúnaðarupplýsingar úr bönkum. 12.3.2010 06:00
Flestir vilja frekar innlent efni í sjónvarpi Tæp 43 prósent sækjast mun eða heldur meira eftir innlendu efni en erlendu í sjónvarpi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Íslands um menningarneyslu á Íslandi. 12.3.2010 06:00
Níu mánaða borgi sig inn á Latabæjarhátíð „Þetta er fáránlegt. Ég er ekkert smá reið,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir sem komst að því að hún þurfti að greiða fullt verð fyrir aðgöngumiða handa níu mánaða dóttur sinni á fyrirhugaða Latabæjarhátíð. 12.3.2010 03:30
Eldur í bifreið í Mosfellsdal Eldur kom upp í Skoda bifreið sem var á leið um Mosfellsdalinn um sjöleytið í kvöld. Að sögn slökkviliðsmanna var ekki um mikinn eld að ræða og tókst þeim sem ferðuðust í bílnum að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn. Slökkvilið sneri aftur til baka eftir að búið var að tryggja að eldurinn myndi ekki brjótast út að nýju. 11.3.2010 20:33
Fimm milljóna sjúkrahússreikningur gæti fallið á foreldra lítillar stúlku Fimm milljón króna reikningur Sjúktatrygginga Íslands er í vanskilum við Barnaspítalann í Boston, vegna langveikrar íslenskrar stúlku. Foreldrar hennar óttast að reikningurinn falli á sig. 11.3.2010 18:41
Samningaviðræður verði teknar upp þegar í stað Verkfalli flugumferðastjóra var frestað í ljósi fyrirheits ríkisstjórnarinnar um að viðræður um nýjan kjarasamning 11.3.2010 19:53
BSRB mótmælir öllum áformum um lagasetningu á verkföll Áður en tilkynnt var að flugumferðastjórar myndu aflýsa verkfalli sendi BSRB frá sér ályktun þar sem mótmælt er öllum áformum um að stjórnvöld grípi inn í vinnudeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Flugstoðir ohf og Keflavíkurflugvöll ohf með setningu bráðabirgðalaga á verkfallsaðgerðir. Segir BSRB að verkfallsréttur launafólks séu grundvallarréttindi og inngrip stjórnvalda með lagasetningu sé ólýðræðisleg valdbeiting. 11.3.2010 19:45
Ákveðið að setja lög á flugumferðarstjóra Lög verða sett á deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir til að koma í veg fyrir fjögurra stunda verkfallsaðgerðir þeirra í fyrramálið. Ríkisstjórnin kom saman á fundi klukkan sex til að ræða lögin. Alþingi verður kallað saman í kvöld þar sem lögin verða væntanlega lögð fyrir í kvöld með afbrigðum og samþykkt áður en verkfallið hefst. Verkfallið var áformað klukkan sjö í fyrramálið en upp úr fundi samninganefnda Félags flugumferðastjóra og SA slitnaði um fimmleytið í dag. 11.3.2010 18:26
Össur fundaði með utanríkisráðherra Danmerkur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurlandanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag. 11.3.2010 18:16
Ásta Ragnheiður óskar Litháum til hamingju Í dag eru 20 ár liðin síðan að litháíska þingið samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, er stödd í Litháen af þessu tilefni og var gert ráð fyrir að hún myndi færa litháísku þjóðinni heillaóskir Alþingis sem samþykktar voru með sérstakri þingsályktun á mánudaginn. Íslendingar voru fyrstir þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháen. 11.3.2010 18:03
Engar athugasemdir gerðar við notkun á greiðslukortum Deloitte endurskoðun gerir engar athugasemdir við notkun starfsmanna VR á greiðslukortum síðustu þrjú árin. Stjórn VR óskaði eftir því í byrjun febrúar að Deloitte skoðaði alla notkun á greiðslukortum félagsins þetta tímabil. 11.3.2010 17:48
Fær bætur greiddar eftir synjun um vist í Lögregluskólanum Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn sótti um að fá að þreyta inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins vorið 2005 en var hafnað þar sem hann fullnægði ekki almennu skilyrði um hámarksaldur. 11.3.2010 17:34
Lög hugsanlega sett á verkfall flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa setið á fundum með viðsemjendum síðan klukkan eitt í dag. Hlé var gert á fundinum um fjögur og funduðu þá aðilar hver í sínu horni. Verkfall flugumferðarstjóra skellur á klukkan sjö í fyrramálið að óbreyttu. 11.3.2010 16:52
Tveir skjálftar yfir þremur stigum undir Eyjafjallajökli Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli og í dag rétt fyrir klukkan fjögur riðu yfir tveir skjálftar sem mældust yfir 3 stig. Annar þeirra átti upptök sín á 1,1 kílómetra dýpi og hinn á 2,5 kílómetra dýpi. Þessir skjálftar eru nokkuð stærri en flestir sem riðið hafa yfir í skjálftahrinunni undanfarna daga. 11.3.2010 16:42
Þriggja mánaða skilorð fyrir að stela 15 tonnum af áburði Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir starfsmanni Fóðurblöndunnar sem var sakfelldur fyrir að hafa tekið 15 tonn af gölluðum áburði hjá fyrirtækinu og nýtt í eigin þágu án þess að greiða fyrir hann. 11.3.2010 16:34
Sýknudómi yfir blaðamönnum snúið í Hæstarétti Hæstiréttur Íslands snéri sýknudómi meiðyrðamáls sem Rúnar Þór Róbertsson höfðaði á hendur Erlu Hlynsdóttur, blaðakonu DV og Sigurjóns M. Egilssonar, fyrrverandi ritstjóra sama blaðs. 11.3.2010 16:29
Iceland Express snýr á flugumferðarstjóra Vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra í fyrramálið, munu vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og London fara klukkan 06:15 í loftið í staðinn fyrir 07:00. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express kemur fram að allir farþegar hafi þegar verið látnir vita. 11.3.2010 16:01
Íslenskt þjófagengi handtekið á Laugaveginum Tvær stúlkur um tvítugt og talsvert eldri karlmaður voru handtekin á Laugaveginum á þriðja tímanum í dag grunuð um stórfelldan búðarþjófnað. 11.3.2010 15:32
Tanorexíufélagið: Brúnkufíkn ótrúlega víðtækt vandamál „Það hefur orðið algjör sprenging, sennilega um 400 prósent aukning í félagið,“ segir Ómar Raiss, formaður Tanorexíufélags Íslands, en fjöldi manns hafa sótt í félagasamtökin eftir að fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá víðtæku vandmáli brúnkufíkla og hætturnar sem steðja þeim. 11.3.2010 14:52
Notaði lögguna sem sýningardæmi - var svo ákærður fyrir ofbeldi Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður á ný fyrir brot gegn valdstjórninni en máli hans var vísað frá Héraðsdómi Austurlands haustið 2009 þar sem í ljós kom að lögreglan á Eskifirði reyndist óheimilt að rannsaka málið þar sem meint ofbeldið snéri að lögreglumanni embættisins. 11.3.2010 14:03
Íslendingar jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja Þrátt fyrir áföll í efnahagslífi landsins undanfarin misseri eru Íslendingar mjög jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja og traust þeirra til eigin vinnuveitanda skorar einna hæst í árlegum mælingum Capacent Gallup á trausti til stofnana og embætta. 11.3.2010 13:36
Klemmdi löppina undir vörulyftu Karl á þrítugsaldri slasaðist á fæti þegar verið var að ferma sendibifreið í austurborginni í gærmorgun. Á bílnum er vörulyfta og klemmdist fótur mannsins undir henni. Meiðsli mannsins voru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglu. 11.3.2010 12:38
Piltur reyndi að svíkja út tölvu Tæplega tvítugur piltur var handtekinn af lögreglunni í verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hafði hann reynt að svíkja út tölvu. 11.3.2010 12:25
Kannabisræktun stöðvuð á tveimur stöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í Reykjavík og Kópavogi í gær. Við húsleit í bílskúr í austurborginni í hádeginu var lagt hald á tæplega 100 kannabisplöntur, 30 grömm af marijúana og lítilræði af hassi. Á sama stað tók lögreglan í sína vörslu tölvu, flatskjá og skjávarpa en grunur leikur á að um þýfi sé að ræða. 11.3.2010 12:21
Eldsneytishækkun þrátt fyrir styrkari krónu og lækkanir á heimsmarkaði Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær, þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði. Bensínverðið hefur hækkað um níu krónur á fáum vikum, en skammt er frá því að verðið hækkaði um fimmkall. 11.3.2010 12:16