Innlent

Þriggja mánaða skilorð fyrir að stela 15 tonnum af áburði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn ásældist ýmislegt í eigu Fóðurblöndunnar. Mynd/ Anton.
Maðurinn ásældist ýmislegt í eigu Fóðurblöndunnar. Mynd/ Anton.
Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir starfsmanni Fóðurblöndunnar sem var sakfelldur fyrir að hafa tekið 15 tonn af gölluðum áburði hjá fyrirtækinu og nýtt í eigin þágu án þess að greiða fyrir hann.

Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir tvö fjárdráttarbrot með því að hafa í tvö skipti móttekið 100 þúsund króna greiðslu inn á sinn reikning fyrir barnafjórhjól, sem kaupendur fengu send. Hjólin voru í eigu Fóðurblöndunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×