Fleiri fréttir Pétur Blöndal: Nóg komið af álverum Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur nóg komið af álverum á Íslandi. Hann vill heldur beina orkunni í önnur verkefni. Pétur fagnar því að Landsvirkjun ætli innan skamms að upplýsa um orkuverð. Rætt var við þingmanninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11.3.2010 10:10 Fjársvikamál gegn Guðmundi í Byrginu heldur áfram Framhald aðalmeðferðar fer fram í fjárdráttarmáli gegn Guðmundi Jónssyni, sem oftast er kenndur við meðferðarheimilið Byrgið, í Héraðsdómi Suðurlands. 11.3.2010 10:01 Forsetinn afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag afhenda Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 17. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi verðlaun eru afhent en yfir fjögur hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. 11.3.2010 09:54 Stúlkan og drengurinn fundin 18 ára gömul stúlka sem fór frá Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn mánudag og lögreglan lýsti eftir er fundin. Það sama á við um 13 ára gamlan dreng sem lýst var eftir en ekki hafði spurst til hans frá því seint á mánudagskvöld. 11.3.2010 08:26 Bensín hækkaði um fjórar krónur Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði, en olíuviðskiptin eru gerð í Bandaríkjadollurum. 11.3.2010 07:52 Enn skelfur undir Eyjafjallajökli Enn urðu nokkrir jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli í nótt en þeir mældust allir undir þremur á Richter. Upptökin voru sem fyrr á miklu dýpi þannig að ekki verður vart breytinga til hins verra á því sviði. Hrinan í nótt var mun kraftminni en hrinurnar í fyrrinótt og nóttina þar á undan. 11.3.2010 07:45 Enn ósamið Samningafundur flugumferðarstjóra og Flugstoða stóð í aðeins tvær klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess að viðræður þokuðust í samkomulagsátt, en aftur hefur verið boðað til fundar klukkan ellefu fyrir hádegi. Flugumferðarstjórar hafa boðað annað fjögurra klukkustunda verkfall í fyrramálið og svo annan hvern dag í heila viku. 11.3.2010 06:56 Vill áhrif í ríkisstjórninni Ögmundur Jónasson vill að áhrifa hans gæti í stjórnarráðinu við ríkisstjórnarborðið og getur hugsað sér að taka sæti í stjórninni. Ekkert sé ákveðið hvort það gerist eða hvaða sæti hann taki, en hann hafi verið sáttur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann segir mikið hafa áunnist varðandi Icesave og hann bíði ekki endalaust eftir samstöðu á þingi um málið. 11.3.2010 06:45 Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11.3.2010 06:30 Æ fleiri börn á geðdeild Bráðamálum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur fjölgað undanfarna mánuði. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og geðlækninga, segir að það sem af er ári hafi yfir sextíu mál k 11.3.2010 06:00 Ók í öfuga átt á Skólavörðustíg Vegfarendur í miðborginni ráku upp stór augu um tvöleytið í gær þegar bíl var ekið frá Laugavegi upp Skólavörðustíg gegn einstefnuumferð sem þar er. Ungur ökumaður bílsins þurfti öðru hvoru að víkja fyrir þeim sem k 11.3.2010 06:00 Segir aukna hörku í íslensku nefndinni „Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þingsins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær. 11.3.2010 06:00 Tíundi hver borgaði fasteignagjöld of seint Ellefu prósent af álögðum fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar á síðasta ári voru send til milliinnheimtufyrirtækis í innheimtu. Alls voru vanskilin 1.982 milljónir króna og greiðendurnir 5.472 talsins. Meðalskuld hvers gjaldanda var um 362.000 krónur sem er meira en þreföld fasteignagjöld meðal-íbúðar. 11.3.2010 06:00 Áætlanir í flugi út um þúfur Fjögurra tíma verkfall flugumferðarstjóra olli mörgum óþægindum í gærmorgun. 11.3.2010 06:00 Loðna hrygndi í fiskasafninu Skipverjar á Sighvati Bjarnasyni VE komu á mánudag með lifandi loðnu til Fiskasafnsins í Vestmannaeyjum. Það má undrum sæta að loðnan svaraði kalli náttúrunnar, þrátt fyrir vistaskiftin, og hrygndi morguninn eftir. 11.3.2010 06:00 Telja nægu fé vera varið í menningarmál Rúm 62 prósent þátttakenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um menningarneyslu telja hið opinbera verja nægu fé til menningarmála í þeirra byggðarlagi. Könnunin var gerð fyrir menntamálaráðuneytið nú í haust. 11.3.2010 06:00 Gæðaráð háskólanna stofnað Unnið er að stofnun gæðaráðs fyrir háskólana sem hafi gæðaeftirlit með kennslu og rannsóknum við skólana. Með því færist matið út fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og verður sjálfstætt. 11.3.2010 05:00 Bílalánskröfu vísað frá dómi Krafa SP Fjármögnunar á hendur manni sem leigt hafði bíl með samnningi við fyrirtækið var svo illa reifuð og ruglingsleg að sögn Héraðsdóms Reykjavíkur að ekki var um annað að ræða en vísa henni frá. Maðurinn tók 11.3.2010 04:00 Ákvörðunin gæti tafist Ný ákvæði í þýskum lögum gætu orðið til þess að þýska þjóðþingið fái ekki nægan tíma til að taka afstöðu til þess hvort hefja eigi aðildarviðræður Evrópusambandsins við Ísland áður en málið verður tekið fyrir á næsta fundi Leiðtogaráðs Evrópusambandsins dagana 25. og 26. mars, eða eftir aðeins hálfan mánuð. 11.3.2010 03:15 Dæmdar 3 milljónir í bætur vegna læknamistaka sem leiddu til andláts Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða eiginmanni og tveimur börnum konu sem lést fyrir níu árum samtals þrjár milljónir króna í miskabætur. Konan lést á miðri meðgöngu eftir að fósturvísi var komið fyrir í legi hennar þegar hún var 47 ára gömul. Fjölskylda konunnar krafðist bóta og byggði kröfuna á því að saknæm háttsemi hefði átt sér stað þegar fórstuvísi var komið fyrir í konunni og meðferð við meðgöngueitrun sem konan fékk hafi verið verulega ábótavant. Bótaskylda af hálfu ríkisins var viðurkennd en deilt var um fjárhæð bótanna fyrir rétti. 10.3.2010 18:02 Menningarverðlaun DV afhent Fyrr í kvöld fór fram afhending Menningarverðlauna DV fyrir árið 2009. Menningarverðlaun DV eru árlegur viðburður þar sem veitt eru verðlaun fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. 10.3.2010 20:05 Jón Bjarnason víki fyrir Ögmundi Allar líkur eru á að Ögmundur Jónasson sé aftur á leið í ráðherrastól og að Jón Bjarnason víki úr ríkisstjórn. Frekari uppstokkun á stjórnarliðinu er ekki útilokuð. 10.3.2010 18:39 Haförninn í tveggja tíma aðgerð Haförninn í Húsdýragarðinum var fluttur á Dýraspítalann í Víðidal í Reykjavík í dag og lagður á skurðarborð. Örninn hefur lítil batamerki sýnt frá því hann fannst illa haldinn við Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi í haust og hefur enn ekki náð að blaka vængjunum eðlilega. 10.3.2010 17:03 Vilhjálmur vermir heiðurssætið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, skipar heiðurslista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiðir listann. Listinn var samþykktur á fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að kynjahlutfall sé jafnt á listanum, fimmtán konur og fimmtán karlar. 10.3.2010 20:13 Stúlkan þarf hjálp Bandarískur læknir sem annast hefur íslenska telpu sem glímir við alvarleg veikindi undrast að íslenskir læknar hafi ákveðið að kæra foreldra stúlkunnar til barnaverndaryfirvalda fyrir að vilja fara með hana í uppskurð á heila. Aðgerðin sé nauðsynleg. 10.3.2010 18:53 Lýst eftir 18 ára gamalli stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Regínu Sif Marinósdóttur. Hún fór frá Landspítalanum við Hringbraut sl. mánudag og hefur ekki sést síðan. 10.3.2010 17:38 Verkfall flugumferðarstjóra skaðar ímynd landsins Samtök ferðaþjónustunnar segja það mjög alvarlegt mál að fámennir hópar geti truflað flug til og frá landinu og þar með valdið skaða fyrir flugfélögin og ferðaþjónustuna í heild. 10.3.2010 16:50 Lýst eftir þrettán ára dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Margeirssyni, 13 ára. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, hvítan bol, svartar joggingbuxur og sé í hvítum strigaskóm. Jóhann Ingi, sem er grannvaxinn og 176 sm á hæð, er með blá augu og stutt, dökkt hár. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að síðast sé vitað um ferðir hans í Hafnarfirði seint á mánudagskvöld. 10.3.2010 16:41 Farþegarnir til Oslóar en farangurinn til Köben Mistök urðu þess valdandi að farangurinn víxlaðist þegar verið var að ferma tvær vélar frá Icelandair í dag sem fóru í loftið klukkan ellefu eftir að flugumferðarstjórar höfðu hætt í verkfalli. Vélarnar fóru til Kaupmannahafnar og Oslóar en farangurinn sem fara átti til Oslóar endaði í Kaupmannahöfn og öfugt. 10.3.2010 15:03 Dregur úr jarðskjálftavirkni Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli hefur heldur róast það sem af er degi. Töluverð skjálftahrina varð undir jöklinum í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvö stig og sá sterkasti var 2,6. 10.3.2010 14:52 Ánægja foreldra grunnskólabarna eykst á milli ára Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík sýna vaxandi ánægju þeirra með skólann. Í tilkynningu frá borginni segir að mikill meirihluti foreldra í borginni, eða 84 prósent, séu ánægð með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð slík viðhorfskönnun. „Um 90% telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum.“ 10.3.2010 14:42 Vilja ræða innheimtuaðferðir í borgarráði Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir yfirliti og umræðum um stöðu vanskila og innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar á næsta fundi ráðsins. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar segir að tilefni beiðnarinnar sé mál manns sem neitar að borga innheimtukostnað vegna tveggja vangoldinna reikninga fyrir leikskólapláss. 10.3.2010 14:22 Mál gegn níumenningunum þingfest á morgun Málið gegn níumenningunum sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast inn á Alþingi í búsáhaldabyltingunni verður þingfest á morgun. 10.3.2010 13:31 Niðurskurðurinn bitnar ekki á öryggi sjúklinganna Þrátt fyrir að dregið hafi úr þjónustu á Barnaspítala Hringsins vegna niðurskurðar bitnar það ekki á öryggi sjúklinganna. Þetta fullyrðir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. 10.3.2010 12:28 Lætur reyna á stjórnarskrá vegna Vítisengla Dómsmálaráðherra hyggst kanna hvort það standist stjórnarskrá að banna starfsemi Vítisengla hérlendis. Danir telja slíkt fullreynt. 10.3.2010 12:22 Framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ samþykktur Listi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnakosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi á fundi fulltrúaráðs þar sem tillaga kjörnefndar var borin upp. Tillaga kjörnefndar var samþykkt samhljóða með lófataki, að fram kemur í tilkynningu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, leiðir listann og Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, skipar heiðurssætið. 10.3.2010 11:53 Krafðist þess að verða stungið í steininn Heldur sjaldgæft er að menn krefjist þess að vera vistaðir í fangageymslu lögreglunnar. Sú var þó raunin þegar lögreglan var kölluð til í fjársvikamáli á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hafði karl um fimmtugt neitað að greiða fyrir þjónustu sem hann hafði sannarlega notið. 10.3.2010 11:50 Enn haldið sofandi Karlmanni um sextugt, sem bjargað var meðvitundarlausum út úr íbúð í Grafarvogi um helgina eftir að eldur kom upp, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Reykkafara þurfti til að sækja manninn inn íbúðina. 10.3.2010 10:51 Þröstur leiðir VG á Akranesi Þröstur Þór Ólafsson, vélfræðingur, fékk flesti atkvæði í póstkosningu sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akranesi stóð fyrir. Bæjarfulltrúinn Rún Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér í forvalinu. 10.3.2010 10:27 Dregur úr bókunum með Icelandair vegna verkfallsins Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru þegar farnar að draga úr bókunum með Icelandair frá landinu, og erlendir ferðamenn, sem eiga bókað til landsins eru sumir orðnir tvístígandi, að sögn Birkis Hólm Guðnasonar, forstjóra Icelandair. Hann segir að verkfallinu sé beint gegn flugfélaginu. 10.3.2010 09:57 Vilja fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fagnar því fordæmi sem gefið hefur verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmis mál. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að láta kjósa samhliðasveitastjórnarkosningum í vor, um kvótakerfið og aflaheimildir þess, um veru Íslands í árásarbandalaginu NATÓ og hvort aðskilja beri ríki og kirkju. 10.3.2010 08:43 Hafa áhyggjur af háskólanemum Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir miklum áhyggjum af framfærslumöguleikum háskólanema í sumar. Óvíst sé hvort háskólanemum við Háskóla Íslands, fjölmennasta háskóla landsins standi til boða lánshæf námskeið í sumar auk þess sem réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta hafi verið afnuminn. Þá sé óljóst hvort öll sveitarfélög komi til með að veita námsmönnum fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þrátt fyrir framfærsluskyldu. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn SUF. 10.3.2010 08:31 Virti ekki stöðvunarmerki og valt Sautján ára stúlka slapp lítið meidd, þegar hún reyndi á ofsahraða að stinga lögregluna af á Gaulverjabæjarvegi, rétt austan við Selfoss, um níu leitið í gærkvöldi, en bíll hennar valt. Þá hafði hún mælst á tæplega 140 kílómetra hraða en þegar hún sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu, hóf hún eftirför. 10.3.2010 06:57 Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. 10.3.2010 06:54 Verkfall flugumferðarstjóra hefst Fjögurra klukkustunda verkfall flugumferðarstjóra hefst klukkan sjö, þar sem ekki náðist samkomulag í launadeilu þeirra við Flugstoðir á löngum samningafundi í gær. 10.3.2010 06:46 Sjá næstu 50 fréttir
Pétur Blöndal: Nóg komið af álverum Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur nóg komið af álverum á Íslandi. Hann vill heldur beina orkunni í önnur verkefni. Pétur fagnar því að Landsvirkjun ætli innan skamms að upplýsa um orkuverð. Rætt var við þingmanninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 11.3.2010 10:10
Fjársvikamál gegn Guðmundi í Byrginu heldur áfram Framhald aðalmeðferðar fer fram í fjárdráttarmáli gegn Guðmundi Jónssyni, sem oftast er kenndur við meðferðarheimilið Byrgið, í Héraðsdómi Suðurlands. 11.3.2010 10:01
Forsetinn afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag afhenda Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 17. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi verðlaun eru afhent en yfir fjögur hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust í ár og hafa þær aldrei verið fleiri. 11.3.2010 09:54
Stúlkan og drengurinn fundin 18 ára gömul stúlka sem fór frá Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn mánudag og lögreglan lýsti eftir er fundin. Það sama á við um 13 ára gamlan dreng sem lýst var eftir en ekki hafði spurst til hans frá því seint á mánudagskvöld. 11.3.2010 08:26
Bensín hækkaði um fjórar krónur Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði, en olíuviðskiptin eru gerð í Bandaríkjadollurum. 11.3.2010 07:52
Enn skelfur undir Eyjafjallajökli Enn urðu nokkrir jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli í nótt en þeir mældust allir undir þremur á Richter. Upptökin voru sem fyrr á miklu dýpi þannig að ekki verður vart breytinga til hins verra á því sviði. Hrinan í nótt var mun kraftminni en hrinurnar í fyrrinótt og nóttina þar á undan. 11.3.2010 07:45
Enn ósamið Samningafundur flugumferðarstjóra og Flugstoða stóð í aðeins tvær klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess að viðræður þokuðust í samkomulagsátt, en aftur hefur verið boðað til fundar klukkan ellefu fyrir hádegi. Flugumferðarstjórar hafa boðað annað fjögurra klukkustunda verkfall í fyrramálið og svo annan hvern dag í heila viku. 11.3.2010 06:56
Vill áhrif í ríkisstjórninni Ögmundur Jónasson vill að áhrifa hans gæti í stjórnarráðinu við ríkisstjórnarborðið og getur hugsað sér að taka sæti í stjórninni. Ekkert sé ákveðið hvort það gerist eða hvaða sæti hann taki, en hann hafi verið sáttur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann segir mikið hafa áunnist varðandi Icesave og hann bíði ekki endalaust eftir samstöðu á þingi um málið. 11.3.2010 06:45
Telur Catalinu þegar refsað Verjandi Catalinu Mikue Ncogo vill að ákæru á hendur henni fyrir að hagnast á vændisstarfsemi fimm kvenna verði vísað frá. Hann telur að Catalina hafi í raun þegar hlotið fyrir það dóm. Þetta kemur fram í greinargerð lögmannsins Jóns Egilssonar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 11.3.2010 06:30
Æ fleiri börn á geðdeild Bráðamálum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur fjölgað undanfarna mánuði. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og geðlækninga, segir að það sem af er ári hafi yfir sextíu mál k 11.3.2010 06:00
Ók í öfuga átt á Skólavörðustíg Vegfarendur í miðborginni ráku upp stór augu um tvöleytið í gær þegar bíl var ekið frá Laugavegi upp Skólavörðustíg gegn einstefnuumferð sem þar er. Ungur ökumaður bílsins þurfti öðru hvoru að víkja fyrir þeim sem k 11.3.2010 06:00
Segir aukna hörku í íslensku nefndinni „Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þingsins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær. 11.3.2010 06:00
Tíundi hver borgaði fasteignagjöld of seint Ellefu prósent af álögðum fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar á síðasta ári voru send til milliinnheimtufyrirtækis í innheimtu. Alls voru vanskilin 1.982 milljónir króna og greiðendurnir 5.472 talsins. Meðalskuld hvers gjaldanda var um 362.000 krónur sem er meira en þreföld fasteignagjöld meðal-íbúðar. 11.3.2010 06:00
Áætlanir í flugi út um þúfur Fjögurra tíma verkfall flugumferðarstjóra olli mörgum óþægindum í gærmorgun. 11.3.2010 06:00
Loðna hrygndi í fiskasafninu Skipverjar á Sighvati Bjarnasyni VE komu á mánudag með lifandi loðnu til Fiskasafnsins í Vestmannaeyjum. Það má undrum sæta að loðnan svaraði kalli náttúrunnar, þrátt fyrir vistaskiftin, og hrygndi morguninn eftir. 11.3.2010 06:00
Telja nægu fé vera varið í menningarmál Rúm 62 prósent þátttakenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um menningarneyslu telja hið opinbera verja nægu fé til menningarmála í þeirra byggðarlagi. Könnunin var gerð fyrir menntamálaráðuneytið nú í haust. 11.3.2010 06:00
Gæðaráð háskólanna stofnað Unnið er að stofnun gæðaráðs fyrir háskólana sem hafi gæðaeftirlit með kennslu og rannsóknum við skólana. Með því færist matið út fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og verður sjálfstætt. 11.3.2010 05:00
Bílalánskröfu vísað frá dómi Krafa SP Fjármögnunar á hendur manni sem leigt hafði bíl með samnningi við fyrirtækið var svo illa reifuð og ruglingsleg að sögn Héraðsdóms Reykjavíkur að ekki var um annað að ræða en vísa henni frá. Maðurinn tók 11.3.2010 04:00
Ákvörðunin gæti tafist Ný ákvæði í þýskum lögum gætu orðið til þess að þýska þjóðþingið fái ekki nægan tíma til að taka afstöðu til þess hvort hefja eigi aðildarviðræður Evrópusambandsins við Ísland áður en málið verður tekið fyrir á næsta fundi Leiðtogaráðs Evrópusambandsins dagana 25. og 26. mars, eða eftir aðeins hálfan mánuð. 11.3.2010 03:15
Dæmdar 3 milljónir í bætur vegna læknamistaka sem leiddu til andláts Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða eiginmanni og tveimur börnum konu sem lést fyrir níu árum samtals þrjár milljónir króna í miskabætur. Konan lést á miðri meðgöngu eftir að fósturvísi var komið fyrir í legi hennar þegar hún var 47 ára gömul. Fjölskylda konunnar krafðist bóta og byggði kröfuna á því að saknæm háttsemi hefði átt sér stað þegar fórstuvísi var komið fyrir í konunni og meðferð við meðgöngueitrun sem konan fékk hafi verið verulega ábótavant. Bótaskylda af hálfu ríkisins var viðurkennd en deilt var um fjárhæð bótanna fyrir rétti. 10.3.2010 18:02
Menningarverðlaun DV afhent Fyrr í kvöld fór fram afhending Menningarverðlauna DV fyrir árið 2009. Menningarverðlaun DV eru árlegur viðburður þar sem veitt eru verðlaun fyrir einstakt framlag einstaklinga til menningarinnar, að mati dómnefndar í hverjum flokki. Að auki voru veitt netverðlaun og sérstök heiðursverðlaun sem forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti. 10.3.2010 20:05
Jón Bjarnason víki fyrir Ögmundi Allar líkur eru á að Ögmundur Jónasson sé aftur á leið í ráðherrastól og að Jón Bjarnason víki úr ríkisstjórn. Frekari uppstokkun á stjórnarliðinu er ekki útilokuð. 10.3.2010 18:39
Haförninn í tveggja tíma aðgerð Haförninn í Húsdýragarðinum var fluttur á Dýraspítalann í Víðidal í Reykjavík í dag og lagður á skurðarborð. Örninn hefur lítil batamerki sýnt frá því hann fannst illa haldinn við Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi í haust og hefur enn ekki náð að blaka vængjunum eðlilega. 10.3.2010 17:03
Vilhjálmur vermir heiðurssætið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, skipar heiðurslista sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiðir listann. Listinn var samþykktur á fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að kynjahlutfall sé jafnt á listanum, fimmtán konur og fimmtán karlar. 10.3.2010 20:13
Stúlkan þarf hjálp Bandarískur læknir sem annast hefur íslenska telpu sem glímir við alvarleg veikindi undrast að íslenskir læknar hafi ákveðið að kæra foreldra stúlkunnar til barnaverndaryfirvalda fyrir að vilja fara með hana í uppskurð á heila. Aðgerðin sé nauðsynleg. 10.3.2010 18:53
Lýst eftir 18 ára gamalli stúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Regínu Sif Marinósdóttur. Hún fór frá Landspítalanum við Hringbraut sl. mánudag og hefur ekki sést síðan. 10.3.2010 17:38
Verkfall flugumferðarstjóra skaðar ímynd landsins Samtök ferðaþjónustunnar segja það mjög alvarlegt mál að fámennir hópar geti truflað flug til og frá landinu og þar með valdið skaða fyrir flugfélögin og ferðaþjónustuna í heild. 10.3.2010 16:50
Lýst eftir þrettán ára dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Margeirssyni, 13 ára. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, hvítan bol, svartar joggingbuxur og sé í hvítum strigaskóm. Jóhann Ingi, sem er grannvaxinn og 176 sm á hæð, er með blá augu og stutt, dökkt hár. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að síðast sé vitað um ferðir hans í Hafnarfirði seint á mánudagskvöld. 10.3.2010 16:41
Farþegarnir til Oslóar en farangurinn til Köben Mistök urðu þess valdandi að farangurinn víxlaðist þegar verið var að ferma tvær vélar frá Icelandair í dag sem fóru í loftið klukkan ellefu eftir að flugumferðarstjórar höfðu hætt í verkfalli. Vélarnar fóru til Kaupmannahafnar og Oslóar en farangurinn sem fara átti til Oslóar endaði í Kaupmannahöfn og öfugt. 10.3.2010 15:03
Dregur úr jarðskjálftavirkni Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli hefur heldur róast það sem af er degi. Töluverð skjálftahrina varð undir jöklinum í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvö stig og sá sterkasti var 2,6. 10.3.2010 14:52
Ánægja foreldra grunnskólabarna eykst á milli ára Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal foreldra grunnskólabarna í Reykjavík sýna vaxandi ánægju þeirra með skólann. Í tilkynningu frá borginni segir að mikill meirihluti foreldra í borginni, eða 84 prósent, séu ánægð með skólann sem barnið þeirra er í og er það aukning um sex prósentustig frá árinu 2008 þegar síðast var gerð slík viðhorfskönnun. „Um 90% telja að börnum þeirra líði oftast vel í skólanum, hvort heldur er í kennslustundum eða frímínútum.“ 10.3.2010 14:42
Vilja ræða innheimtuaðferðir í borgarráði Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir yfirliti og umræðum um stöðu vanskila og innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar á næsta fundi ráðsins. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni oddvita Samfylkingarinnar segir að tilefni beiðnarinnar sé mál manns sem neitar að borga innheimtukostnað vegna tveggja vangoldinna reikninga fyrir leikskólapláss. 10.3.2010 14:22
Mál gegn níumenningunum þingfest á morgun Málið gegn níumenningunum sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast inn á Alþingi í búsáhaldabyltingunni verður þingfest á morgun. 10.3.2010 13:31
Niðurskurðurinn bitnar ekki á öryggi sjúklinganna Þrátt fyrir að dregið hafi úr þjónustu á Barnaspítala Hringsins vegna niðurskurðar bitnar það ekki á öryggi sjúklinganna. Þetta fullyrðir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. 10.3.2010 12:28
Lætur reyna á stjórnarskrá vegna Vítisengla Dómsmálaráðherra hyggst kanna hvort það standist stjórnarskrá að banna starfsemi Vítisengla hérlendis. Danir telja slíkt fullreynt. 10.3.2010 12:22
Framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ samþykktur Listi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnakosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi á fundi fulltrúaráðs þar sem tillaga kjörnefndar var borin upp. Tillaga kjörnefndar var samþykkt samhljóða með lófataki, að fram kemur í tilkynningu. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, leiðir listann og Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, skipar heiðurssætið. 10.3.2010 11:53
Krafðist þess að verða stungið í steininn Heldur sjaldgæft er að menn krefjist þess að vera vistaðir í fangageymslu lögreglunnar. Sú var þó raunin þegar lögreglan var kölluð til í fjársvikamáli á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu hafði karl um fimmtugt neitað að greiða fyrir þjónustu sem hann hafði sannarlega notið. 10.3.2010 11:50
Enn haldið sofandi Karlmanni um sextugt, sem bjargað var meðvitundarlausum út úr íbúð í Grafarvogi um helgina eftir að eldur kom upp, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Reykkafara þurfti til að sækja manninn inn íbúðina. 10.3.2010 10:51
Þröstur leiðir VG á Akranesi Þröstur Þór Ólafsson, vélfræðingur, fékk flesti atkvæði í póstkosningu sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akranesi stóð fyrir. Bæjarfulltrúinn Rún Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér í forvalinu. 10.3.2010 10:27
Dregur úr bókunum með Icelandair vegna verkfallsins Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra eru þegar farnar að draga úr bókunum með Icelandair frá landinu, og erlendir ferðamenn, sem eiga bókað til landsins eru sumir orðnir tvístígandi, að sögn Birkis Hólm Guðnasonar, forstjóra Icelandair. Hann segir að verkfallinu sé beint gegn flugfélaginu. 10.3.2010 09:57
Vilja fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur Stjórn Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu fagnar því fordæmi sem gefið hefur verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ýmis mál. Stjórnin skorar á ríkisstjórnina að láta kjósa samhliðasveitastjórnarkosningum í vor, um kvótakerfið og aflaheimildir þess, um veru Íslands í árásarbandalaginu NATÓ og hvort aðskilja beri ríki og kirkju. 10.3.2010 08:43
Hafa áhyggjur af háskólanemum Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir miklum áhyggjum af framfærslumöguleikum háskólanema í sumar. Óvíst sé hvort háskólanemum við Háskóla Íslands, fjölmennasta háskóla landsins standi til boða lánshæf námskeið í sumar auk þess sem réttur námsmanna til atvinnuleysisbóta hafi verið afnuminn. Þá sé óljóst hvort öll sveitarfélög komi til með að veita námsmönnum fjárhagsaðstoð yfir sumartímann þrátt fyrir framfærsluskyldu. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn SUF. 10.3.2010 08:31
Virti ekki stöðvunarmerki og valt Sautján ára stúlka slapp lítið meidd, þegar hún reyndi á ofsahraða að stinga lögregluna af á Gaulverjabæjarvegi, rétt austan við Selfoss, um níu leitið í gærkvöldi, en bíll hennar valt. Þá hafði hún mælst á tæplega 140 kílómetra hraða en þegar hún sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu, hóf hún eftirför. 10.3.2010 06:57
Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. 10.3.2010 06:54
Verkfall flugumferðarstjóra hefst Fjögurra klukkustunda verkfall flugumferðarstjóra hefst klukkan sjö, þar sem ekki náðist samkomulag í launadeilu þeirra við Flugstoðir á löngum samningafundi í gær. 10.3.2010 06:46