Níu mánaða borgi sig inn á Latabæjarhátíð 12. mars 2010 03:30 Anna Vallý Baldursdóttir hætti við að fara á Latabæjarhátíðina með dæturnar þegar hún áttaði sig á að greiða þurfti fullt verð fyrir þá yngri sem er aðeins níu mánaða.Fréttablaðið/GVA „Þetta er fáránlegt. Ég er ekkert smá reið,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir sem komst að því að hún þurfti að greiða fullt verð fyrir aðgöngumiða handa níu mánaða dóttur sinni á fyrirhugaða Latabæjarhátíð. Anna segist hafa ætlað með fjögurra ára dóttur sína á Latabæjarhátíðina sem verður í Laugardalshöll síðar í þessum mánuði. Þar sem hún sjálf búi í Garðinum en foreldrar hennar á Akranesi hafi verið fyrirsjáanlegt að hún myndi lenda í vandræðum með pössun fyrir níu mánaða dóttur. „Ég hringi til að spyrja hvort ég þyrfti nokkuð að borga fyrir þessa níu mánaða og var þá strax sagt að ég þyrfti að borga fullt gjald, 2.900 krónur. Engu máli myndi skipta þótt ég myndi hafa hana í fanginu allan tímann,“ segir Anna sem er ósátt og kveður fleiri á sömu skoðun. „Ég hef rætt þetta við fólk og það á enginn til orð.“ Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Bravó, sem skipuleggur Latabæjarhátíðina, segir um afar vandaðan og dýran atburð að ræða og að fyrirtækið þurfi að reyna að lifa af eins og önnur fyrirtæki. „Það þarf að borga fyrir allt í þessum heimi,“ segir Ísleifur. „Þetta er vara eins og önnur vara og það kostar inn á tónleikana. Þú getur ekki farið inn í Hagkaup og tekið barnamat fyrir sex mánaða barn úr hillunni án þess að borga fyrir það.“ Þess utan segir Ísleifur að Latabæjarhátíðin sé alls ekki ætluð fyrir níu mánaða gömul börn. „Það verður mikið sjónarspil og mikil læti. Þetta er rangur staður fyrir börn á þessum aldri,“ segir hann. Þá útskýrir Ísleifur að aðeins hafi verið gefið leyfi fyrir ákveðnum fjölda inn í Höllina. Það séu um fimm þúsund manns sem selja megi inn. „Við værum að brjóta öll lög og reglur ef við værum að hleypa einni manneskju inn í húsið sem væri ekki með miða. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi er sex mánaða eða sextíu ára. Ef við værum að gefa barninu þennan miða þá værum við bara að gefa henni þrjú þúsund krónur af því að við getum ekki selt miðann eitthvert annað,“ segir Ísleifur sem kveðst búast við að það verði „pakkuppselt“ á Latabæjarhátíðina. Að sögn Ísleifs hafa fleiri en Anna gert athugasemdir við að þurfa að borga miða fyrir svo ung börn. „En það sem er einstakt í þessu tilfelli er að þessi kona vill ekkert hlusta á það sem við erum að útskýra heldur er bara hörð á því að hún eigi fullan rétt á að fá vöru frá okkur ókeypis.“ gar@frettabladid.is Ísleifur B. Þórhallsson Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Þetta er fáránlegt. Ég er ekkert smá reið,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir sem komst að því að hún þurfti að greiða fullt verð fyrir aðgöngumiða handa níu mánaða dóttur sinni á fyrirhugaða Latabæjarhátíð. Anna segist hafa ætlað með fjögurra ára dóttur sína á Latabæjarhátíðina sem verður í Laugardalshöll síðar í þessum mánuði. Þar sem hún sjálf búi í Garðinum en foreldrar hennar á Akranesi hafi verið fyrirsjáanlegt að hún myndi lenda í vandræðum með pössun fyrir níu mánaða dóttur. „Ég hringi til að spyrja hvort ég þyrfti nokkuð að borga fyrir þessa níu mánaða og var þá strax sagt að ég þyrfti að borga fullt gjald, 2.900 krónur. Engu máli myndi skipta þótt ég myndi hafa hana í fanginu allan tímann,“ segir Anna sem er ósátt og kveður fleiri á sömu skoðun. „Ég hef rætt þetta við fólk og það á enginn til orð.“ Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Bravó, sem skipuleggur Latabæjarhátíðina, segir um afar vandaðan og dýran atburð að ræða og að fyrirtækið þurfi að reyna að lifa af eins og önnur fyrirtæki. „Það þarf að borga fyrir allt í þessum heimi,“ segir Ísleifur. „Þetta er vara eins og önnur vara og það kostar inn á tónleikana. Þú getur ekki farið inn í Hagkaup og tekið barnamat fyrir sex mánaða barn úr hillunni án þess að borga fyrir það.“ Þess utan segir Ísleifur að Latabæjarhátíðin sé alls ekki ætluð fyrir níu mánaða gömul börn. „Það verður mikið sjónarspil og mikil læti. Þetta er rangur staður fyrir börn á þessum aldri,“ segir hann. Þá útskýrir Ísleifur að aðeins hafi verið gefið leyfi fyrir ákveðnum fjölda inn í Höllina. Það séu um fimm þúsund manns sem selja megi inn. „Við værum að brjóta öll lög og reglur ef við værum að hleypa einni manneskju inn í húsið sem væri ekki með miða. Það skiptir engu máli hvort viðkomandi er sex mánaða eða sextíu ára. Ef við værum að gefa barninu þennan miða þá værum við bara að gefa henni þrjú þúsund krónur af því að við getum ekki selt miðann eitthvert annað,“ segir Ísleifur sem kveðst búast við að það verði „pakkuppselt“ á Latabæjarhátíðina. Að sögn Ísleifs hafa fleiri en Anna gert athugasemdir við að þurfa að borga miða fyrir svo ung börn. „En það sem er einstakt í þessu tilfelli er að þessi kona vill ekkert hlusta á það sem við erum að útskýra heldur er bara hörð á því að hún eigi fullan rétt á að fá vöru frá okkur ókeypis.“ gar@frettabladid.is Ísleifur B. Þórhallsson
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira