Fleiri fréttir

Vilja leyfa staðgöngumæður

Rúmlega fimmtíu manns hafa skráð sig í félagið Staðgöngu sem berst fyrir því að staðgöngumæðrun verði lögleidd á Íslandi. Verði það ekki gert eru tvær konur í félaginu staðráðnar í að fara til útlanda með sinni staðgöngumóður.

Árni Páll óttast ekki málsókn

Félagsmálaráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp í vikunni, þar sem meðal annars er tekið á vanda þeirra sem eru að sligast undan háum bílalánum. Hann óttast ekki málsókn frá Deutsche bank.

Rúmar níu milljónir hafa safnast

Rúmar 9 milljónir og 300 þúsund krónur hafa safnast í söfnunarátaki Krabbameinsfélagsins Karlmenn og krabbamein. Mottumars. Átakið hefur vakið mikla athygli og fjöldi karlmanna skartar nú myndarlegum skeggvexti á efri vör og jafnvel meðfram munnvikum niður að höku.

Blaðamaður ársins vill verða fjölmiðlafulltrúi Steingríms

Jóhann Hauksson, blaðamaður á DV sem nýverið var útnefndur Blaðamaður ársins 2009, hefur sótt um starf fjölmiðlafulltrúa Fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram á Pressunni og segist Jóhann hafa verið að svipast um eftir nýju starfi undanfarið og því sótt um þegar starfið var auglýst.

Búkolla brann á Suðurstrandarvegi

Eldur kom upp í svokallaðri Búkollu rétt fyrir hádegi í dag á Suðurstrandarvegi við Hlíðarvatn. Búkolla er stærsta gerð af vörubíl og kom eldurinn upp í vélarrúmi tækisins. Slökkviliðið í Þorlákshöfn var kallað á staðinn en vélin var mikið brunnin þegar þá bar að garði.

Kreditkortafærslur dregnar frá launum starfsmanna VR

Hundrað og sextíu þúsund krónur voru teknar út í tólf færslum á kreditkort í eigu VR sem ekki tilheyrðu félaginu árin 2007-2009 samkvæmt Deloitte endurskoðun. Formaður VR segir að skýringar hafi verið á öllum færslum og þær hafi verið dregnar frá launum starfsmanna.

Fagna því að ESB-umsókn sé í eðlilegum farvegi

Stjórn SUF, Sambands ungra framsóknarmanna, fagnar því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé í eðlilegum farvegi eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað að mæla með því við leiðtoga sambandsins að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga.

Braut glas á höfði annars manns

Nokkuð annríki var hjá lögreglunni á Akranesi í nótt. Einn maður var handtekinn á dansleik í bænum en hann braut glas á höfði annars manns. Árásarmaðurinn var fluttur í fangageymslu lögreglunnar en sá sem ráðist var á leitaði sér lækninga á sjúkrahúsi. Hann mun ekki alvarlega særður.

Bílar skemmdir á Akranesi

Fimm bílar voru skemmdir á Akranesi í nótt. Lögreglu grunar að sami aðili hafi verið að verki en búið var að stinga á dekk fjögurra bíla og rispa lakkið á þeim fimmta. Ef einhver sá til þess eða þeirra sem frömdu skemmdarverkin er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna á Akranesi í síma 444 011.

Vann tólf milljónir í Lottóinu

Einn var með allar tölur réttar í Lottóinu í gær og fékk sá tæpar 12 milljónir króna í vinning. Þá voru tveir með 4 rétta í jókernum og fær hver um sig 100 þúsund krónur.

Skíðasvæðin opin fyrir norðan

Lokað er í Bláfjöllum í dag. Skíðasvæðin í Tindastól, á Siglufirði og á Dalvík eru opin frá tíu til fjögur í dag. Hlíðarfjall er einnig opið á sama tíma. Veður er gott og ágætis skíðafæri.

Eldur í Hraunbæ í gærkvöldi

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað að íbúðablokk við Hraunbæ um klukkan hálf tólf í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um eld í íbúð á annarri hæð. Íbúðin var mannlaus og gekk greiðlega að slökkva eldinn.

Eyþór efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg

Eyþór Arnalds bar sigur úr býtum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Árborg sem fram fór í dag. Eyþór hlaut 512 atkvæði í fyrsta sæti en á eftir honum varð Elfa Dögg Þórðardóttir með 652 atkvæði í 1.-2. sæti.

Dorrit prjónar trefil sem verður sá lengsti í heimi

Dorrit Mossaieff forsetafrú var sú fyrsta sem byrjaði að prjóna í dag trefil sem á að verða sá lengsti í heimi. Stefnt er að því að hann verði 58 kílómetra langur en hann verður prjónaður í Grindavíkurbæ næsta árið.

Guðjón Arnar hættir sem formaður Frjálslynda flokksins

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér í formannsembættið á ný. Landsþing flokksins fer fram 19. og 20. mars næstkomandi og verður kosið í allar trúnaðarstöður flokksins.

Þingeyskir framsóknarmenn samþykkja framboðslista

Í morgun var haldinn fjölmennur félagsfundur í Framsóknarfélagi Þingeyinga þar sem framboðslisti B-lista Framsóknarflokks var samþykktur einróma. Gunnlaugur Stefánsson leiðir listann en í næstu tveimur sætum koma þau Jón Grímsson og Soffía Helgadóttir.

Þrír sluppu lítið meiddir þegar bíll fór út í á

Bíll fór út af veginum við brúnna yfir Hólmkelsá á Snæfellsnesi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Að sögn lögreglu voru þrír í bílnum og eru meiðsli þeirra minniháttar. Bíllinn hafnaði út í ánni en hún rennur mitt á milli Ólafsvíkur og Rifs. Bíllinn er talinn ónýtur. Óljóst er með hvaða hætti slysið bar að.

Alþingi götunnar stendur fyrir mótmælafundi á Austurvelli

Alþingi götunnar, sem stofnsett var síðastliðinn laugardag stendur nú fyrir mótmælafundi á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Alþingi götunnar eru einskonar regnhlífarsamtök mótmælenda en að samtökunum standa ýmis félög sem hafa látið til sín taka frá hruni.

Banaslys við Egilsstaði

Banaslys varð á Vallavegi um tíu kílómetra sunnan við Egilsstaði laust fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn lögreglu bar slysið að með þeim hætti að ökumaðurinn ók út af veginum. Ökumaðurinn, maður á þrítugsaldri, var látinn þegar að var komið.

Fundað um skuldavanda heimilanna

Þverpólitísk starfsnefnd Alþingis um skuldavanda heimilanna fundar með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og bankasýslu ríkisins í næstu viku.

Botninum náð síðar á þessu ári

Hagkerfið á síðasta ári var 100 milljörðum króna stærra en spár gerðu ráð fyrir að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann telur allar líkur á því að botni kreppunnar verði náð síðar á þessu ári.

Aðlögun þjóðarbúsins gengið vonum framar

Samdráttur í þjóðarframleiðslu Finna og Dana var meiri en hjá Íslendingum á árunum 2008 og 2009. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands en þar er fjallað um samdrátt efnahagslífsins hér á landi í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar og aðrar vestrænar þjóðir. Aðlögun íslenska þjóðarbúsins í kjölfar hrunsins virðist hafa gengið vonum framar.

Fínt skíðafæri fyrir norðan

Þeir sem eru staddir á Norðurlandi geta brugðið sér á skíði í dag því opið er í Hlíðarfjalli og á Dalvík. Í Hlíðarfjalli er opið frá klukkan 10 - 16 og í morgun var þar tveggja stiga frost og nægur snjór í fjallinu.

Dómnefnd skipuð um nýjan spítala

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað dómnefnd vegna samkeppni um nýjan Landspítala sem hófst formlega í gær þegar Ríkiskaup afhentu hönnunarteymunum fimm sem urðu hlutskörpust í forvalinu frekari gögn.

Óverulegt tjón í vatnsleka í HR

Slökkviliðið var kallað út í morgun vegna vatnsleka í nýbbyggingu Háskólans í Reykjavík. Að sögn vakstjóra varð ekki mikið tjón af völdum lekans en hann kom upp í þeim hluta byggingarinnar sem ekki hefur verið tekinn í notkun.

Þrír á slysadeild eftir bílveltu í Ártúnsbrekku

Þrír voru fluttir á slysadeild þegar bíll valt í Ártúnsbrekkunni rétt eftir miðnættið. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti að bílstjóri missti stjórrn á bíl sínum sem rakst utan í annan bíl og valt síðan. Tveir voru fluttir á slysadeild úr bílnum sem ekið var á auk bílstjóra bílsins sem valt. Meiðsli þeirra munu hafa verið óveruleg.

Tilkynnt um fjögur innbrot eftir nóttina

Tilkynnt var um fjögur innbrot í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Þjófar virðast hafa haft sérstakan augastað á Snælandsvídeó-keðjunni því brotist var inn í tvær sjoppur sem bera það nafn. Annað innbrotið var í Núpalind í Kópavogi en hitt í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvað þjófarnir höfðu upp úr krafsinu og er þeirra leitað.

Húðkrabbi ekki einkamál unga fólksins

Eldri borgurum sem leita læknisaðstoðar vegna húðkrabbameins fer fjölgandi, segir Baldur Tumi Baldursson húðlæknir. Hann segir að húðkrabbamein séu síður en svo einkamál unga fólksins.

Bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs

Nemendum í Menntaskólanum við Sund verður gert kleift að ljúka námi til stúdentsprófs á þremur árum í stað fjögurra frá og með næsta hausti. Þá verður tekið upp lotubundið bekkjarkerfi í stað hins hefðbundna. Önnum verður fjölgað úr tveimur í fjórar. Það þýðir, að sögn Más Vilhjálmssonar skólastjóra, að nemendur eru í færri námsgreinum á önn en eru í fleiri kennslustundum í greininni á meðan námið stendur yfir.

Bauð Önnu bensín á bílinn eða barnapíu

„Ég fékk hringingu frá honum Magnúsi Scheving, takk,“ segir Anna Vallý Baldursdóttir, sem hætti við að fara á fyrirhugaða Latabæjarhátíð vegna þess að borga þarf fullt aðgöngumiðaverð fyrir alla, líka níu mánaða börn. Anna Vallý hugðist fara með níu mánaða dóttur sína í fanginu á

Brot Ásbjörns ekki rannsakað

Viðurkennt lögbrot Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, verður ekki rannsakað af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, enda gera refsiákvæði kröfu um að ásetningur hafi legið að baki, svo refsa megi fyrir brotið.

Ellefu þúsund störf töpuðust í hruninu

Hagvöxtur þarf að vera fimm prósent á næstu árum ef uppræta á atvinnuleysi, endur-heimta lífskjör og greiða niður skuldir ríkisins, er mat Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Sam

Myndum ekki tapa dómsmáli um Icesave

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir breska og hollenska ráðamenn sýna Íslendingum hroka og yfirlæti. Samninganefndir ríkjanna gangi einnig fram af mikilli hörku. Hann gagnrýnir íslensku ríkisstjórnina fyrir að ganga í öðrum takti en þjóðin. Mat hans er að það sé að losna um stífnina hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gagnvart Íslandi.

Ellefu ára barni boðið að reykja hass

Ellefu ára gömlu barni í Austurbæjarskóla var boðið að reykja hass. Þá hefur þrálátur orðrómur verið um að fíkniefnaneyslu nemenda í Tækniskólanum í

SUSarar vilja eyða óvssu um kvótann

Mikilvægt er að eyða þeirri pólitísku óvissu sem gildir um eignarrétt yfir auðlindum sjávar, segir Samband ungra sjálfstæðismanna í ályktun sem stjórn sambandsins sendi frá sér í dag.

Eldsvoði reyndist vera pítsubakarar

Sjúkraflutningamenn hafa farið í 30 útköll í dag þar af tvö útköll út á land. Rólegt hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu í dag en þeir fengu eitt útkall í morgun um eldsvoða á pítsustað í miðborginni.

Egill vill verða dagskrástjóri RÚV

Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason hefur sótt um stöðu dagskrástjóra RÚV en alls sóttu 37 einstaklingar um starfið og eru margir þeirra þjóðkunnir.

Ók ölvuð til lögreglunnar og bað hana um aka sér heim

Kona á fimmtugsaldri var dæmd fyrri ölvunarakstur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Konan kom á lögreglustöðina í júlí á síðasta ári sjáanlega mjög ölvuð, og tók þar á móti henni lögreglumaður. Bað konan lögreglumanninn um að aka sér heim á bifreið hennar vegna þess að hún væri ekki í ástandi til þess að aka sjálf.

Sjá næstu 50 fréttir