

Forláta hálsmen er í vörslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem nú leitar eiganda þess. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 444-1000. Menið er hið glæsilegasta eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Innbrotið í Vínbúðina í Skeifunni í nótt er annað innbrotið í verslun Vínbúðanna á skömmum tíma. Í síðustu viku var brotist inn í verslun við Stekkjarbakka og þaðan stolið nokkrum áfengisflöskum, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra Vínbúðanna.
Ross Beaty, forstjóri og aðaleigandi Magma Energy hitti Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra að máli í morgun. Beaty segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið árangursríkur þó ekki hafi fengist klár niðurstaða. „Við skiptumst á skoðunum og hugmyndum en eigum eftir að ræða betur saman," segir Beaty.
Lögmannsstofa sem átti að lýsa fjögurra milljarða króna kröfu í Straum fyrir lífeyrissjóðinn Stapa gleymdi að lýsa kröfunni fyrir þann frest sem gefinn var. Nú þarf að leita samþykkis annarra kröfuhafa til að unnt verði að endurheimta einhvern hluta þessarar kröfu, annars tapast fjárhæðin að öllu leyti.
Enn vantar um 70 manns til starfa á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Sótt hefur verið um vistun fyrir hátt í 2900 börn, en það eru öllu fleiri en fjárheimildir gera ráð fyrir en búist var við um 2100 börnum.
Lögreglumenn sjást ekki lengur við grunnskólana, fyrstu dagana eftir að skólastarfið hefst, eins og venjan hefur verið til að tryggja öryggi barnanna á meðan þau eru að venjast aðstæðum.
Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna sprengjuhótunar í Borgarholtsskóla verður yfirheyrður nú í hádeginu. Hann er grunaður um að hafa hringt í skólann í gær með hótanir um að sprengju væri þar að finna. Skólinn var rýmdur á svipstundu en sprengjuleitarmenn Landhelgisgæslunnar fundu enga sprengju í skólanum, um gabb reynist að ræða.
Reykjavíkurborg niðurgreiðir í vetur hvert nemakort sem reykvískir framhalds- og háskólanemendur kaupa hjá Strætó bs. um 15 þúsund krónur.
Sérstakur starfshópur verður stofnaður á næstunni til þess að undirbúa hugsanleg skaðabótamál á hendur þeim sem sýnt þykir að valdið hafi ríki og almenningi fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í bankahruninu og aðdraganda þess. Tillaga þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í morgun.
Fjárlaganefnd Alþingis tókst ekki að ljúka umfjöllun sinni um fyrirvaranna við Icesave frumvarpið á fundi sínum í nótt en nefndin kemur saman á nýjan leik klukkan tvö. Þingflokkarnir funda áður um málið. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir að skapist sátt um afgreiðslu málsins í nefndinni verði málið af öllum líkindum tekið til lokaumræðu á morgun.
Viðskiptavinur Íslandsbanka í Vestmannaeyjum hefur verið kærður fyrir að stela peningum úr kassa gjaldkera í tvígang. Fyrra brotið komst ekki upp fyrr en einstaklingurinn endurtók leikinn, þremur mánuðum síðar.
Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Grafarholti eftir hádegi í gær. Um var að ræða um 1,5 kíló af hassi, ríflega 600 grömm af marijúana og kókaín í neysluskömmtum. Að sögn lögreglu voru tveir menn á þrítugsaldri handteknir og yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins.
Árni Helgason framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins er á förum úr Valhöll. Hann hefur ráðið sig til starfa hjá lögfræðistofunni JS-lögmenn og mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokksins um mánaðarmótin. Árni er lögfræðingur að mennt og hefur starfað fyrir þingflokkinn í rúm tvö ár, eða frá því í júní 2007.
Ákvörðun um hvort að risavaxið gagnaver rísi á Íslandi verður tekin í september. Framkvæmdir geta hafist innan við þremur mánuðum eftir undirritun samkomulags þess efnis en áður þurfa stjórnvöld að tryggja verkefninu orku. Þetta segir forsvarmaður fyrirtækis sem vill reisa gagnaver hér á landi sem samsvarar átta knattspyrnuvöllum að stærð.
Audi bifreiðin sem lýst var eftir hér á Vísi í gærdag, er komin í leitirnar. Eigandi bifreiðarinnar hét fundarlaunum fyrir þann sem veitt gæti upplýsingar um bifreiðina. Eigandinn fór krókaleiðir til að finna bílinn.
Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis.
Tveir menn brutu rúðu í áfengisversluninni í Skeifunni rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og fór annar þeirra inn í verslunina og stal þaðan tveimur ginflöskum.
Mokveiði var á síldarmiðunum austur af landinu í nótt, Tvö skip, sem toguðu saman eitt troll, fengu 500 tonn á þremur klukkusutndum. Þrátt fyrir mikla síld á miðunum, hefur heldur dregð úr sókninni og er henni að verulegu leiti stýrt af afkastagetu vinnslunnar í landi, til þess að sem mest sé unnið til manneldis, en það gefur mest af sér í gjaldeyristekjur.
Lögreglan stóð bílþjóf að verki við Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan sex í morgun, þar sem hann hafði brotist inn í bíl og var að reyna að tengja framhjá kveikjulásnum til að koma honum í gang.
Annað varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á heimleið frá Noregi eftir að hafa dregið tvo dýpkunarpramma til Sortlands í Norður Noregi fyrir verktakafyrirtækið Ístak. Ferðin gekk vel þrátt fyrir brælu í rúman sólarhring.
Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands, var útskrifaður af Landspítalanum á sunnudaginn. Þar hafði hann verið frá því á miðvikudag.
Nýja Kaupþing hefur stefnt Kevin Gerald Stanford, Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni og mun krefjast þess að ábyrgðir vegna láns til félagsins Materia Invest ehf. falli á þá.
Stjórnvöldum ber að sjá til þess að öll börn og unglingar hafi tök á að sækja sér grunnmenntun. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, spurður út í fregnir þess efnis að foreldrar hafi ekki sent börn sín í skólann vegna þess að þeir hafi ekki efni á ritföngum og námsbókum.
Raunverulegar ráðstöfunartekjur heimila eru líklega vanmetnar í bráðabirgðamati Seðlabanka Íslands á fjárhagslegri stöðu heimilanna. Matið byggðist á staðgreiðslugögnum frá ríkisskattstjóra en ekki framtalsgögnum fólks. Ekki er því tekið tillit til vaxtabóta, barnabóta, meðlags og ýmissa verktakagreiðslna sem fólk kann að hafa.
Einfaldar breytingar á íslenskum reglum um ættleiðingar gætu aukið möguleika íslenskra hjóna á því að fá að ættleiða börn erlendis frá, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félagið skorar á dómsmálaráðherra að breyta reglunum sem fyrst.
Skuldabréfavelta gærdagsins var hærri en verið hefur á einum degi síðan fyrir hrun. Heildarveltan var rétt rúmir 33 milljarðar en meðalvelta á dag á þessu ári hefur verið um 10 til 12 milljarðar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir að skuldabréfamarkaðurinn hafi verið að ná sér á strik á árinu og verið að eflast milli mánaða.
„Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr.
Fjárlaganefnd fundaði tvisvar í gær um frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave. Nefndin bauð gestum á annan fundinn, lögmönnunum Þórhalli H. Þorvaldssyni og Þorsteini Einarssyni, en þeir rituðu grein um málið í Morgunblaðið í gær.
Grunnskólar landsins byrjuðu flestir vetrarstarf sitt í gær og alvaran tók við hjá um 45 þúsund krökkum um allt land. Um fjögur þúsund þeirra eru fimm og sex ára og komu í skólann sinn í fyrsta skipti.
Maðurinn sem fannst látinn í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði fyrir viku hét Bragi Friðþjófsson. Bragi var 31 árs, fæddur 17. ágúst 1978, og búsettur að Sléttahrauni 28 í Hafnarfirði.
Vatnsborð Vítis, sem er gígur í norðurbarmi Öskju í Dyngjufjöllum, snarlækkaði á fáeinum klukkutímum. Gígurinn myndaðist eftir eitt mesta gos hér á landi á sögulegum tíma; Öskjugosið 1875.
Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við HÍ, segir að ríkisvaldið verði að bæta skuldurum þann skaða sem það beri ábyrgð á, spurður um skoðun hans á afskriftum skulda. Skuldir hafi hlaðist upp og að mörgu leyti hafi það verið Seðlabankanum að kenna. Sjálfsagt sé því að bæta mönnum það tjón.
Á grundvelli samkomulags stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur fyrirkomulagi endurskoðunar Seðlabanka Íslands verið breytt.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra vill ekki tjá sig um möguleikana á því að ríkið kaupi hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS orku. „Ég tjái mig ekki um þetta mál á meðan við erum að skoða það. Við erum að fara yfir málið frá a til ö,“ segir Katrín.
Opna átti Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 á Menningarnótt, en ekkert varð úr því. Árni Einarsson, stjórnarformaður Bókmenntafélags Máls og menningar, sem mun reka bókabúðina, segir að búðin verði opnuð næstkomandi laugardag.
Maður um tvítugt, sem var handtekinn vegna sprengjuhótunar í Borgarholtsskóla um síðdegis í dag, verður ekki yfirheyrður fyrr en í fyrramálið. Hann var handtekinn miðdegis eftir að hafa hringt inn í Borgarholtsskóla.
Snúa þurfti vél Icelandair sem var á leið frá Keflavík til Oslóar við í morgun vegna þess að sprunga kom í ytra byrði glers í einum glugga vélarinnar skömmu eftir flugtak. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, lenti vélin heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli skömmu seinna. Farþegar vélarinnar fengu svo far með annarri vél til Oslóar skömmu síðar. Guðjón segir að ekki hafi borið á neinni skelfingu á meðal farþega vélarinnar.
Nefnarmenn í fjárlaganefnd ætla að funda til þrautar í kvöld um Icesave frumvarpið. Unnið er að nýjum fyrirvara við málið.
Lögreglan á Selfossi haldlagði 30 lítra af landabruggi á föstudaginn síðasta. Lögreglan fór í tvær húsleitir að undangegnum úrskurði dómara Héraðsdóms Suðurlands.
Þrír fyrrverandi þingmenn sækja um stöðu fiskistofustjóra en umsóknarfrestur um embættið rann út á fimmtudaginn.
Vegna tenginga og breytinga verður heitt vatn tekið af Álftanesi á morgun frá átta að morgni til sjö að kvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá OR.
Ekki hefur verið unnt að yfirheyra karl um tvítugt sem handtekinn var fyrr í dag í tengslum við sprengjuhótunina í Borgarholtsskóla vegna ástands hans. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Hann er ekki nemandi við skólann.
Sérfræðingar í sprengjuleit hafa lokið störfum í Borgarholtsskóla og fundu þeir enga sprengju.
Nú er mjög hvasst víðast hvar á landinu og víða eru vindhviður meira en 20 metrar á sekúntu, segir Sigurður Þ. Ragnarsson. Hann segir það vera varasamt að vera á ferðinni, sérstaklega með aftanívagna, aftan við fjöll. Sigurður segir að hviður á Kjalarnesi nái upp í 31 m/sekúnda, 35 m/ sekúndu á Snæfellsnesi og 22 m/ sekúndu á Hellisheiði.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla handtekið ungan karlmann í tengslum við sprengjuhótunina í Borgarholtsskóla í hádeginu í dag. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu að svo stöddu en staðfesti að verið væri að leita aðila í tengslum við málið. Sprengjuhótunin barst skólanum símleiðis laust eftir hádegið.