Innlent

Endurskoðun Seðlabankans: Skipt upp og færð úr húsi

Á grundvelli samkomulags stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur fyrir­komulagi endurskoðunar Seðlabanka Íslands verið breytt.

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte mun annast ytri endurskoðun næstu þrjú ár og Ríkisendurskoðun mun sinna innri endurskoðun.

Fram að þessu hefur Ríkisendurskoðun farið með ytri endurskoðun bankans en sérstök deild hans annast innri endurskoðun. Í innri endurskoðun felst meðal annars að leggja mat á áhættustýringu og eftirlits­aðferðir í bankanum. Samið var við Deloitte eftir útboð.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×