Innlent

Engin sprengja fannst í Borgarholtsskóla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nemendur við Borgarholtsskóla sækja ekki tíma í dag. Mynd/ Anton.
Nemendur við Borgarholtsskóla sækja ekki tíma í dag. Mynd/ Anton.
Sérfræðingar í sprengjuleit hafa lokið störfum í Borgarholtsskóla og fundu þeir enga sprengju.

Sprengjuhótun barst skólanum laust eftir klukkan tólf í dag. Vísir hefur heimildir fyrir því að maður sé í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa staðið að hótuninni en Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn vildi ekki staðfesta það. Hann sagði hins vegar að lögreglan hefði mann grunaðan um verknaðinn og væri hans leitað.

Skólinn var rýmdur eftir hádegið og munu nemendur við skólann ekki sækja tíma í dag.




Tengdar fréttir

Maður handtekinn í tengslum við sprengjuhótunina

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla handtekið ungan karlmann í tengslum við sprengjuhótunina í Borgarholtsskóla í hádeginu í dag. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu að svo stöddu en staðfesti að verið væri að leita aðila í tengslum við málið. Sprengjuhótunin barst skólanum símleiðis laust eftir hádegið.

Sprengjuleitarmenn komnir í Borgarholtsskóla

Sprengjubíll frá ríkislögreglustjóra er kominn upp í Borgarholtsskóla og verður gerð leit að sprengjunni á næstu mínútum. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Stöðvar 2 og Vísis sem er er á staðnum er töluverður viðbúnaður þar. Fjölmargir lögreglubílar og -hjól hafa verið send á staðinn. Þá var dælubíll frá slökkviliðinu og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn. Sprengjuhótunin barst símleiðis laust eftir hádegið í dag.

Nemendur þurftu að skilja eftir allar eigur og hlaupa út

Varaformaður nemendafélags Borgarholtsskóla segir nemendur hafa þurft að rýma skólann á augabragði. Sumir þurftu að skilja bíl- og húslykla og önnur verðmæti eftir inni í skólanum svo rýmingin gengi hratt fyrir sig.

Borgarholtsskóli rýmdur vegna sprengjuhótunar

Borgarholtsskóli í Grafarvogi var rýmdur fyrir stundu og er fjölmennt lögreglulið statt við skólann núna. Að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er um sprengjuhótun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×