Innlent

Búðin opnuð á laugardag

mál og menning Bókabúð Máls og menningar verður opnuð á laugardaginn. fréttablaðið/ stefán
mál og menning Bókabúð Máls og menningar verður opnuð á laugardaginn. fréttablaðið/ stefán

Opna átti Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 á Menningarnótt, en ekkert varð úr því. Árni Einarsson, stjórnar­formaður Bókmenntafélags Máls og menningar, sem mun reka bókabúðina, segir að búðin verði opnuð næstkomandi laugardag.

„Það er mikið mál að stilla upp í 750 fermetra búð og engar vörur komust inn fyrr en iðnaðarmenn kláruðu á fimmtudeginum. Við vildum gera þetta almennilega,“ segir Árni sem segir að meira hafi verið endurnýjað í búðinni en upphaflega var áætlað.

Mikill styr varð um Bókabúð Máls og menningar eftir að upphaflega bókabúðin, sem rekin var af Pennanum, þurfti að yfirgefa húsnæðið vegna vangoldinnar leigu. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×