Innlent

Hætt komnir um borð í slöngubáti

Fjórir menn voru hætt komnir á ellefta tímanum í gærkvöldi, þegar utanborðsmótor á slöngubáti þeirra bilaði, rétt eftir að þeir höfðu lagt af stað frá Bakkafjöru og ætluðu til Vestmannaeyja.

Þeir hringdu í Neyðarlínuna sem hafði samband við Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Hún kallaði út björgunarsveitir og björgunarskipið Þór í Eyjum, auk þess sem þyrluáhöfn var kölluð út, enda var töluverð alda við ströndina.

En það var lán í óláni að ein þeirra tók bátinn á faldinn og feykti honum langt upp í fjöru, þar sem mennirnir gátu stigið frá borði. Þá sakaði ekki, en kunnugir telja mikla mildi að báran skyldi fleyta þeim í land, en ekki hvolfa bátnum og kaffæra þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×