Fleiri fréttir Tekinn fyrir ofsaakstur í Hveradalabrekku Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að ofsaakstri í Hveradalabrekku í grennd við Skíðaskálann eftir miðnætti í nótt. Maðurinn mældist á 183 kílómetra hraða og var hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið færður á lögreglustöðina á Selfossi. 16.8.2009 08:51 Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15.8.2009 18:37 Ósammála um hvort fyrirvararnir kalli á nýja samninga Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að afgreiðsla fjárlaganefndar á Icesave frumvarpinu kalli á nýjar viðræður við Breta og Hollendinga. Forsætis- og fjármálaráðherra eru þessu ekki sammála en segja þó að auðvitað verði að útskýra fyrirvarana fyrir viðsemjendum Íslendinga. 15.8.2009 19:17 Icesave á dagskrá Alþingis í næstu viku Um leið og nefndarálit verða tilbúin hefst umræða um þær breytingartillögur sem fram eru komnar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagins. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. 15.8.2009 17:26 Vegurinn um Langadal opnaður Búið er að opna veginn um Langadal, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í morgun. Farþegi í flutningabifreið lést þegar bifreiðin fór út af veginum í gærkvöldi. 15.8.2009 15:58 Fyrirvararnir kalla ekki á viðræður um nýtt samkomulag Þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis samþykkti í nótt varðandi Icesave samkomulagið kalla ekki á viðræður um nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. 15.8.2009 15:15 Risavaxið gagnaver hefði mikil jákvæð áhrif Risavaxið gagnaver á Blönduósi myndi hafa heilmikil jákvæð áhrif fyrir bæjarfélagið, landshlutann sem og í endurreisn Íslands, að mati Arnars Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra á Blönduósi. Hann segir sig og aðra forystumenn í bæjarfélaginu stíga varlega til jarðar í málinu. „Við lítum ekki svo á að þetta sé í hendi.“ 15.8.2009 14:13 Ætlar ekki að segja af sér þingmennsku Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku vegna umhyggju við Þráin Bertelsson eða stjórnarmenn hreyfingarinnar. 15.8.2009 12:53 Höskuldur: Ekki komið til móts við framsóknarmenn Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, segir að það hafi alltaf verið vilji hjá flokknum að reyna að ná fram þverpólitískri sátt í Icesave málinu. Hins vegar hafi ekki verið komið til móts við flokkinn og því hafi farið sem fór. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn styðja breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar vegna Icesave. 15.8.2009 12:09 Þór Saari sáttur með niðurstöðuna „Við lögðum fram margvíslegar breytingartillögur og fengum þær allar inn. Þess vegna erum við með. Annað hefði verið óheiðarlegt,“ segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, um breytingartillögur fjárlaganefndar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins. Álitið var afgreitt út úr nefndinni í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks. 15.8.2009 11:28 Formaður Þjóðveldisflokksins vill ekki að Ísland gangi í ESB Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, vill ekki að Ísland gangi í ESB. „Það er von okkar að Ísland fari ekki inn, að sjálfsögðu. Við vonum það ennþá þó það sé erfitt að sjá það miðað við núverandi stöðu,“ segir formaðurinn í viðtali við Fréttablaðið í dag. 15.8.2009 11:00 Allt að 3000 manns á Gaddastaðaflötum Allt að 3000 manns eru á sumarhátíðinni á Gaddastaðaflötum við Hellu. Nóttin gekk vel og engin meiriháttar mál komu upp, að sögn lögreglu. 15.8.2009 10:52 Vegurinn um Langadal lokaður vegna banaslyssins Vegurinn um Langadal verður lokaður fram að hádegi, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Farþegi í flutningabifreið lést þegar bifreiðin fór út af veginum í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Ekki er vitað um tildrög slyssins. 15.8.2009 10:21 Happadrýgst fyrir Alþingi að samþykkja Icesave „Mín niðurstaða felur hvorki í sér þá skoðun að samið hafi verið af sér eða að afrek hafi verið unnið í Icesave-samningum,“ segir Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við Seðlabankann í New York, í grein í Fréttablaðinu í dag. Happadrýgst sé fyrir Alþingi að samþykkja frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave. 15.8.2009 09:41 Samkomulag í höfn Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins var afgreitt út úr fjárlaganefnd Alþingis klukkan tvö í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks, líkt og greint var frá hér á Vísi í morgun. 15.8.2009 09:17 Fjórir stútar teknir Lögregla stöðvaði för fjögurra ökumanna í nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tvo í Reykjavík og tvo á Ísafirði. Að öðru leyti virðist nóttin víðast hvar hafa verið róleg. Lögreglan í Vestmanneyjum, á Húsavík og á Akureyri hafði sérstaklega orð á því að nóttin hefði verið óvenju róleg. 15.8.2009 09:06 Svíður að stjórnvöld styðji ekki lögreglu „Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. 15.8.2009 09:00 Forræðisdeila: Heldur til Bandaríkjanna í dag Borghildur Guðmundsdóttir, sem hefur verið gert að fara til Bandaríkjanna með syni sína tvo, heldur af stað með þá til Bandaríkjanna í dag. Hún mun eiga fund strax á mánudaginn með lögfræðingi sem hún hefur fengið þar í landi. 15.8.2009 07:30 Ríkisútgjöld aukast á sama tíma og tekjurnar minnka Ríkisútgjöld jukust um 31 prósent á tímabilinu janúar til júní á þessu ári miðað við árið í fyrra. Nema gjöldin 259 milljörðum og hækka um 61 milljarð. Tekjur ríkissjóðs drógust á sama tíma saman um tæp tíu prósent. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu 219 milljarðar króna en þær voru 205 milljarðar þegar uppi var staðið. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í fyrradag. 15.8.2009 07:00 Merkingar eðlilegar á litlum markaði Það er óraunhæft að leggja af forverðmerkingar á kjötvöru, segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS). „Það er gríðarleg samkeppni á milli verslana eins og sjá má í auglýsingum alla daga." 15.8.2009 07:00 Samkomulag um Icesave Samkomulag náðist í fjárlaganefnd Alþingis um fyrirvara vegna Icesave samninganna á þriðja tímanum í nótt. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn standa að samkomulaginu, eftir því sem fréttastofa RÚV fullyrðir. 15.8.2009 06:14 Spár um atvinnuleysi ganga eftir „Það jákvæða sem er að frétta af vinnumarkaði er að atvinnuleysi á meðal námsmanna varð minna en við óttuðumst,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í júlí var átta prósent sem jafngildir því að 13.756 manns hafi að jafnaði verið án atvinnu. 15.8.2009 06:00 Drekasvæði í Öskjuhlíð Olíumengun í jarðvegi mun tefja setningu nýs grunnskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð, segir Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. 15.8.2009 05:45 Jökla kemur veiðimönnum á óvart enn á ný Það kom leigutökum við Jöklu skemmtilega á óvart þegar lax veiddist langt upp í Jökuldal úr hliðará Jöklu. Hingað til hefur ríkt óvissa um hvort Jökla væri laxgeng upp dalinn vegna þess að um marga erfiða fossa og flúðir er að fara fyrir fiskinn á leið sinni upp ána. 15.8.2009 05:00 Lögreglan fékk 300 þúsund Lögreglumál Bankastjórn Seðlabanka Íslands styrkti í janúar starfsmannafélag lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um 300 þúsund krónur. Með þessu vildu bankastjórar þakka lögreglumönnum sem tókust á við mótmælendur í anddyri bankans í mótmælum fyrr í vetur. 15.8.2009 04:00 Skora á Margréti Tryggvadóttur að kalla inn varamann á þingi Stjórn Borgarahreyfingarinnar beinir þeim tilmælum til Margrétar Tryggvadóttur að hún kalli til varamann sinn á þingi og íhugi stöðu sína sem þingmaður Borgarahreyfingarinnar. 14.8.2009 23:52 Lést þegar flutningabifreið fór út af þjóðveginum Farþegi í flutningabifreið lést þegar bifreiðin fór út af þjóðveginum í Langadal á áttunda tímanum í kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið til Akureyrar. Ekki er vitað um meiðsli hans að svo stöddu en þau eru ekki talin alvarleg. 14.8.2009 23:39 Sigmundur Davíð: Skjalið sem lak ekki það sama og ég sá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir skjalið um fyrirvara við Icesave samninginn sem lekið var á heimasíðu Egils Helgasonar á Eyjunni í gærkvöldi og síðan birtist í Morgunblaðinu ekki vera skjalið sem hann sá í gærkvöldi. 14.8.2009 20:45 Blaðamenn mótmæla afskiptum stjórnvalda Um 200 írakskir blaðamenn, rithöfundar og útgefendur mótmæltu í dag vaxandi ríkisafskiptum af starfi þeirra. Sumir blaðamannanna segja að lögsóknum á hendur þeim sem rannsaka öryggismál og spillingu hafi fjölgað, að því er fréttastofa breska ríkisútvarpsins greinir frá. 14.8.2009 23:04 Agnes: Áfellisdómur yfir íslensku kerfi „Ég hefði haldið að rannsóknaraðilar að bankahruni hefðu öðrum og þýðingarmeiri hlutum að sinna heldur en að reyna að koma í veg fyrir það að upplýsingum sem varða allan almenning kæmust á framfæri almennings," segir Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu. 14.8.2009 21:41 Yngsti þjálfarinn með versta landsliðið Tuttugu og fimm ára gamall breskur íþróttafréttaritari er nú yngsti landsliðsþjálfari í heimi eftir að hann tók við liði Kyrrahafseyjunnar Pohnpei. Slæmu fréttirnar eru hinsvegar að liðið er það versta í veröldinni. 14.8.2009 20:26 Fjármálaráðherra Noregs: Icesave fyrst, lánið svo Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir að norskir skattgreiðendur muni ekki borga reikninginn fyrir það sem hún kallar hægri tilraunir Íslendinga í samtali við fréttastofu RÚV. 14.8.2009 19:29 Heimsmetabræður í Reykjavíkurhöfn Bræður sem sett hafa heimsmet í siglingu á opnum mótorbáti yfir Atlantshafið komu til Reykjavíkurhafnar í morgun. 14.8.2009 19:03 FME sendir mál blaðamanna til sérstaks saksóknara Mál fimm fréttamanna sem fjallað hafa um bankahrunið hafa verið send frá Fjármálaeftirlitinu til frekari rannsóknar. Fólkið sem um ræðir starfar á Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og DV. Fjármálaeftirlitið segir í fréttatilkynningu að fimm málum vegna meintra brota á þagnaskyldu hafi verið vísað til ríkissaksóknara. 14.8.2009 18:44 Mikil ólga og óánægja meðal lögreglumanna Andrúmsloftið hjá lögreglunni er þrungið og mikil ólga og óánægja meðal þeirra segir formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir að skert þjónusta muni einkum bitna á minniháttar útköllum. 14.8.2009 18:40 Fjármálaráðherra Hollands: Við gerðum Íslendingum greiða Fjármálaráðherra Hollands segir að framganga Hollendinga í Icesave málinu hafi verið vinargreiði við Íslendinga. Bretar segjast fagna því að nú megi leiða Icesave-málið til lykta. 14.8.2009 18:30 Verðlaunahundur lögfræðings týndur í Rockville Hætta er á að púðluhundurinn Larry, sem er bandarískur verðlaunahundur, missi af sinni fyrstu hundasýningu hér á landi, þar eð hann týndist við Rockville á suðurnesjum í gærkvöld. Til stóð að hann myndi fara á hundasýningu Hundaræktunarfélagsins um næstu helgi. 14.8.2009 17:58 Indefence segir væga fyrirvara um Icesave stórhættulega Indefence hópurinn segir væga fyrirvara í Icesavesamningunum vera stórhættulega. Þeir gagnrýna orð Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur lýst yfir að fyrirvarar við ríkisábyrgð skuli rúmast innan samninganna. Veikir fyrirvarar gætu verið skildir sem ítrustu kröfur Íslendinga. 14.8.2009 17:10 Eigendur smurstöðva ósáttir við vinnubrögð N1 Eftir að hafa rekið smurstöð í Stórahjalla í þrjátíu ár var feðgunum Inga Hannessyni og Snjólfi Fanndal Kristbergssyni, sagt upp leigusamningi sínum við N1 með sex mánaða fyrirvara. N1 ætlaði þess í stað að reka smurstöð áfram á staðnum, án þess að borga nokkuð fyrir það orðspor sem fyrirtækið var búið að koma sér upp á þrjátíu árum. Fleiri hafa sömu sögu að segja. 14.8.2009 15:52 Þórður biðst afsökunar á agabrotunum Þórður Þorgeirsson, sem rekinn var úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni. Þórður var rekinn úr íslenska landsliðinu vegna agabrota. 14.8.2009 16:24 Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag ræktun á 65 kannabisplöntum í heimahúsi í miðborginni. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að larlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn og verði hann yfirheyrður vegna málsins. 14.8.2009 16:21 Stórtækir innbrotsþjófar handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrrakvöld þrjá menn af erlendum uppruna grunaða um að hafa brotist inn í hús í miðborg Reykjavíkur. Í framhaldi af handtöku mannanna voru gerðar húsleitir og fannst í þeim töluvert magn skartgripa, tölvubúnaðar, myndavéla og fleira. 14.8.2009 15:28 Þór Saari og Birgitta taka upp hanskann fyrir Margréti Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar, koma Margréti Tryggvadóttur samflokkskonu sinni til varnar í fréttatilkynningu sem þau sendu fjölmiðlum í dag. 14.8.2009 15:15 Endurfjármögnun Glitnis og Kaupþings á að ljúka í dag Ríkisstjórnin kynnir hugsanlega niðurstöður um endurfjármögnun Kaupþings og Glitnis í dag. 14.8.2009 14:54 Seðlabankastjóri lýsti aðdáun á störfum lögreglumanna Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri setti sig í samband við Stefán Eiríksson í lok janúarmánaðar síðastliðins til þess að skila þakklæti til lögreglumanna og annarra starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá bankastjórn og starfsmönnum bankans. 14.8.2009 14:39 Sjá næstu 50 fréttir
Tekinn fyrir ofsaakstur í Hveradalabrekku Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að ofsaakstri í Hveradalabrekku í grennd við Skíðaskálann eftir miðnætti í nótt. Maðurinn mældist á 183 kílómetra hraða og var hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið færður á lögreglustöðina á Selfossi. 16.8.2009 08:51
Brasilíski glæpamaðurinn sækir um hæli á Íslandi Brasilíumaður sem handtekinn var á Leifsstöð fyrir helgi og er eftirlýstur fyrir margvíslega glæpi í heimlandi sínu, ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sýnu skilning. 15.8.2009 18:37
Ósammála um hvort fyrirvararnir kalli á nýja samninga Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að afgreiðsla fjárlaganefndar á Icesave frumvarpinu kalli á nýjar viðræður við Breta og Hollendinga. Forsætis- og fjármálaráðherra eru þessu ekki sammála en segja þó að auðvitað verði að útskýra fyrirvarana fyrir viðsemjendum Íslendinga. 15.8.2009 19:17
Icesave á dagskrá Alþingis í næstu viku Um leið og nefndarálit verða tilbúin hefst umræða um þær breytingartillögur sem fram eru komnar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagins. Þetta segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. 15.8.2009 17:26
Vegurinn um Langadal opnaður Búið er að opna veginn um Langadal, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Veginum var lokað í morgun. Farþegi í flutningabifreið lést þegar bifreiðin fór út af veginum í gærkvöldi. 15.8.2009 15:58
Fyrirvararnir kalla ekki á viðræður um nýtt samkomulag Þær breytingartillögur sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis samþykkti í nótt varðandi Icesave samkomulagið kalla ekki á viðræður um nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga, að mati Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. 15.8.2009 15:15
Risavaxið gagnaver hefði mikil jákvæð áhrif Risavaxið gagnaver á Blönduósi myndi hafa heilmikil jákvæð áhrif fyrir bæjarfélagið, landshlutann sem og í endurreisn Íslands, að mati Arnars Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra á Blönduósi. Hann segir sig og aðra forystumenn í bæjarfélaginu stíga varlega til jarðar í málinu. „Við lítum ekki svo á að þetta sé í hendi.“ 15.8.2009 14:13
Ætlar ekki að segja af sér þingmennsku Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku vegna umhyggju við Þráin Bertelsson eða stjórnarmenn hreyfingarinnar. 15.8.2009 12:53
Höskuldur: Ekki komið til móts við framsóknarmenn Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, segir að það hafi alltaf verið vilji hjá flokknum að reyna að ná fram þverpólitískri sátt í Icesave málinu. Hins vegar hafi ekki verið komið til móts við flokkinn og því hafi farið sem fór. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn styðja breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar vegna Icesave. 15.8.2009 12:09
Þór Saari sáttur með niðurstöðuna „Við lögðum fram margvíslegar breytingartillögur og fengum þær allar inn. Þess vegna erum við með. Annað hefði verið óheiðarlegt,“ segir Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, um breytingartillögur fjárlaganefndar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins. Álitið var afgreitt út úr nefndinni í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks. 15.8.2009 11:28
Formaður Þjóðveldisflokksins vill ekki að Ísland gangi í ESB Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, vill ekki að Ísland gangi í ESB. „Það er von okkar að Ísland fari ekki inn, að sjálfsögðu. Við vonum það ennþá þó það sé erfitt að sjá það miðað við núverandi stöðu,“ segir formaðurinn í viðtali við Fréttablaðið í dag. 15.8.2009 11:00
Allt að 3000 manns á Gaddastaðaflötum Allt að 3000 manns eru á sumarhátíðinni á Gaddastaðaflötum við Hellu. Nóttin gekk vel og engin meiriháttar mál komu upp, að sögn lögreglu. 15.8.2009 10:52
Vegurinn um Langadal lokaður vegna banaslyssins Vegurinn um Langadal verður lokaður fram að hádegi, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Farþegi í flutningabifreið lést þegar bifreiðin fór út af veginum í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Ekki er vitað um tildrög slyssins. 15.8.2009 10:21
Happadrýgst fyrir Alþingi að samþykkja Icesave „Mín niðurstaða felur hvorki í sér þá skoðun að samið hafi verið af sér eða að afrek hafi verið unnið í Icesave-samningum,“ segir Gauti B. Eggertsson, hagfræðingur við Seðlabankann í New York, í grein í Fréttablaðinu í dag. Happadrýgst sé fyrir Alþingi að samþykkja frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave. 15.8.2009 09:41
Samkomulag í höfn Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave samkomulagsins var afgreitt út úr fjárlaganefnd Alþingis klukkan tvö í nótt með stuðningi allra flokka nema Framsóknarflokks, líkt og greint var frá hér á Vísi í morgun. 15.8.2009 09:17
Fjórir stútar teknir Lögregla stöðvaði för fjögurra ökumanna í nótt sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tvo í Reykjavík og tvo á Ísafirði. Að öðru leyti virðist nóttin víðast hvar hafa verið róleg. Lögreglan í Vestmanneyjum, á Húsavík og á Akureyri hafði sérstaklega orð á því að nóttin hefði verið óvenju róleg. 15.8.2009 09:06
Svíður að stjórnvöld styðji ekki lögreglu „Kostirnir í stöðunni eru fáir, og enginn góður. Við teljum að við höfum valið þann besta, því að öðrum kosti hefðum við þurft að mæta niðurskurðarkröfu með beinum uppsögnum,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. 15.8.2009 09:00
Forræðisdeila: Heldur til Bandaríkjanna í dag Borghildur Guðmundsdóttir, sem hefur verið gert að fara til Bandaríkjanna með syni sína tvo, heldur af stað með þá til Bandaríkjanna í dag. Hún mun eiga fund strax á mánudaginn með lögfræðingi sem hún hefur fengið þar í landi. 15.8.2009 07:30
Ríkisútgjöld aukast á sama tíma og tekjurnar minnka Ríkisútgjöld jukust um 31 prósent á tímabilinu janúar til júní á þessu ári miðað við árið í fyrra. Nema gjöldin 259 milljörðum og hækka um 61 milljarð. Tekjur ríkissjóðs drógust á sama tíma saman um tæp tíu prósent. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu 219 milljarðar króna en þær voru 205 milljarðar þegar uppi var staðið. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í fyrradag. 15.8.2009 07:00
Merkingar eðlilegar á litlum markaði Það er óraunhæft að leggja af forverðmerkingar á kjötvöru, segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS). „Það er gríðarleg samkeppni á milli verslana eins og sjá má í auglýsingum alla daga." 15.8.2009 07:00
Samkomulag um Icesave Samkomulag náðist í fjárlaganefnd Alþingis um fyrirvara vegna Icesave samninganna á þriðja tímanum í nótt. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn standa að samkomulaginu, eftir því sem fréttastofa RÚV fullyrðir. 15.8.2009 06:14
Spár um atvinnuleysi ganga eftir „Það jákvæða sem er að frétta af vinnumarkaði er að atvinnuleysi á meðal námsmanna varð minna en við óttuðumst,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi í júlí var átta prósent sem jafngildir því að 13.756 manns hafi að jafnaði verið án atvinnu. 15.8.2009 06:00
Drekasvæði í Öskjuhlíð Olíumengun í jarðvegi mun tefja setningu nýs grunnskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð, segir Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. 15.8.2009 05:45
Jökla kemur veiðimönnum á óvart enn á ný Það kom leigutökum við Jöklu skemmtilega á óvart þegar lax veiddist langt upp í Jökuldal úr hliðará Jöklu. Hingað til hefur ríkt óvissa um hvort Jökla væri laxgeng upp dalinn vegna þess að um marga erfiða fossa og flúðir er að fara fyrir fiskinn á leið sinni upp ána. 15.8.2009 05:00
Lögreglan fékk 300 þúsund Lögreglumál Bankastjórn Seðlabanka Íslands styrkti í janúar starfsmannafélag lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um 300 þúsund krónur. Með þessu vildu bankastjórar þakka lögreglumönnum sem tókust á við mótmælendur í anddyri bankans í mótmælum fyrr í vetur. 15.8.2009 04:00
Skora á Margréti Tryggvadóttur að kalla inn varamann á þingi Stjórn Borgarahreyfingarinnar beinir þeim tilmælum til Margrétar Tryggvadóttur að hún kalli til varamann sinn á þingi og íhugi stöðu sína sem þingmaður Borgarahreyfingarinnar. 14.8.2009 23:52
Lést þegar flutningabifreið fór út af þjóðveginum Farþegi í flutningabifreið lést þegar bifreiðin fór út af þjóðveginum í Langadal á áttunda tímanum í kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabifreið til Akureyrar. Ekki er vitað um meiðsli hans að svo stöddu en þau eru ekki talin alvarleg. 14.8.2009 23:39
Sigmundur Davíð: Skjalið sem lak ekki það sama og ég sá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir skjalið um fyrirvara við Icesave samninginn sem lekið var á heimasíðu Egils Helgasonar á Eyjunni í gærkvöldi og síðan birtist í Morgunblaðinu ekki vera skjalið sem hann sá í gærkvöldi. 14.8.2009 20:45
Blaðamenn mótmæla afskiptum stjórnvalda Um 200 írakskir blaðamenn, rithöfundar og útgefendur mótmæltu í dag vaxandi ríkisafskiptum af starfi þeirra. Sumir blaðamannanna segja að lögsóknum á hendur þeim sem rannsaka öryggismál og spillingu hafi fjölgað, að því er fréttastofa breska ríkisútvarpsins greinir frá. 14.8.2009 23:04
Agnes: Áfellisdómur yfir íslensku kerfi „Ég hefði haldið að rannsóknaraðilar að bankahruni hefðu öðrum og þýðingarmeiri hlutum að sinna heldur en að reyna að koma í veg fyrir það að upplýsingum sem varða allan almenning kæmust á framfæri almennings," segir Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu. 14.8.2009 21:41
Yngsti þjálfarinn með versta landsliðið Tuttugu og fimm ára gamall breskur íþróttafréttaritari er nú yngsti landsliðsþjálfari í heimi eftir að hann tók við liði Kyrrahafseyjunnar Pohnpei. Slæmu fréttirnar eru hinsvegar að liðið er það versta í veröldinni. 14.8.2009 20:26
Fjármálaráðherra Noregs: Icesave fyrst, lánið svo Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir að norskir skattgreiðendur muni ekki borga reikninginn fyrir það sem hún kallar hægri tilraunir Íslendinga í samtali við fréttastofu RÚV. 14.8.2009 19:29
Heimsmetabræður í Reykjavíkurhöfn Bræður sem sett hafa heimsmet í siglingu á opnum mótorbáti yfir Atlantshafið komu til Reykjavíkurhafnar í morgun. 14.8.2009 19:03
FME sendir mál blaðamanna til sérstaks saksóknara Mál fimm fréttamanna sem fjallað hafa um bankahrunið hafa verið send frá Fjármálaeftirlitinu til frekari rannsóknar. Fólkið sem um ræðir starfar á Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og DV. Fjármálaeftirlitið segir í fréttatilkynningu að fimm málum vegna meintra brota á þagnaskyldu hafi verið vísað til ríkissaksóknara. 14.8.2009 18:44
Mikil ólga og óánægja meðal lögreglumanna Andrúmsloftið hjá lögreglunni er þrungið og mikil ólga og óánægja meðal þeirra segir formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir að skert þjónusta muni einkum bitna á minniháttar útköllum. 14.8.2009 18:40
Fjármálaráðherra Hollands: Við gerðum Íslendingum greiða Fjármálaráðherra Hollands segir að framganga Hollendinga í Icesave málinu hafi verið vinargreiði við Íslendinga. Bretar segjast fagna því að nú megi leiða Icesave-málið til lykta. 14.8.2009 18:30
Verðlaunahundur lögfræðings týndur í Rockville Hætta er á að púðluhundurinn Larry, sem er bandarískur verðlaunahundur, missi af sinni fyrstu hundasýningu hér á landi, þar eð hann týndist við Rockville á suðurnesjum í gærkvöld. Til stóð að hann myndi fara á hundasýningu Hundaræktunarfélagsins um næstu helgi. 14.8.2009 17:58
Indefence segir væga fyrirvara um Icesave stórhættulega Indefence hópurinn segir væga fyrirvara í Icesavesamningunum vera stórhættulega. Þeir gagnrýna orð Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur lýst yfir að fyrirvarar við ríkisábyrgð skuli rúmast innan samninganna. Veikir fyrirvarar gætu verið skildir sem ítrustu kröfur Íslendinga. 14.8.2009 17:10
Eigendur smurstöðva ósáttir við vinnubrögð N1 Eftir að hafa rekið smurstöð í Stórahjalla í þrjátíu ár var feðgunum Inga Hannessyni og Snjólfi Fanndal Kristbergssyni, sagt upp leigusamningi sínum við N1 með sex mánaða fyrirvara. N1 ætlaði þess í stað að reka smurstöð áfram á staðnum, án þess að borga nokkuð fyrir það orðspor sem fyrirtækið var búið að koma sér upp á þrjátíu árum. Fleiri hafa sömu sögu að segja. 14.8.2009 15:52
Þórður biðst afsökunar á agabrotunum Þórður Þorgeirsson, sem rekinn var úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni. Þórður var rekinn úr íslenska landsliðinu vegna agabrota. 14.8.2009 16:24
Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag ræktun á 65 kannabisplöntum í heimahúsi í miðborginni. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að larlmaður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn og verði hann yfirheyrður vegna málsins. 14.8.2009 16:21
Stórtækir innbrotsþjófar handteknir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrrakvöld þrjá menn af erlendum uppruna grunaða um að hafa brotist inn í hús í miðborg Reykjavíkur. Í framhaldi af handtöku mannanna voru gerðar húsleitir og fannst í þeim töluvert magn skartgripa, tölvubúnaðar, myndavéla og fleira. 14.8.2009 15:28
Þór Saari og Birgitta taka upp hanskann fyrir Margréti Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Borgarahreyfingarinnar, koma Margréti Tryggvadóttur samflokkskonu sinni til varnar í fréttatilkynningu sem þau sendu fjölmiðlum í dag. 14.8.2009 15:15
Endurfjármögnun Glitnis og Kaupþings á að ljúka í dag Ríkisstjórnin kynnir hugsanlega niðurstöður um endurfjármögnun Kaupþings og Glitnis í dag. 14.8.2009 14:54
Seðlabankastjóri lýsti aðdáun á störfum lögreglumanna Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri setti sig í samband við Stefán Eiríksson í lok janúarmánaðar síðastliðins til þess að skila þakklæti til lögreglumanna og annarra starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá bankastjórn og starfsmönnum bankans. 14.8.2009 14:39