Vill reglur um sjósund Valur Grettisson skrifar 17. ágúst 2009 14:49 Benedikt Lafleur í miðju sjósundi. „Það er verið að taka um að setja Ermasundsreglur. Það er krafa sumra. En það eru allir sammála um að það verði að setja skýrar reglur," segir sjósundkappinn Benedikt Lafleur um öryggi sjósundkappa en íþróttinn nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Benedikt komst sjálfur í hann krappann um helgina þegar fylgdarlið hans missti sjónar á honum þegar hann synti Grettissundið nálægt Drangey. Þá hringdu þeir í lögregluna á Sauðárkróki sem aftur hringdi í Landsbjörgu og björgunarsveitir voru kallaðar út. Aðstoðin var svo afturkölluð fimmtán mínútum síðar. Atvikið, auk sívaxandi vinsælda sjósundsins, hafa orðið til þess að sjósundkappar skeggræða öryggisreglur varðandi sjósund og hvort slíkt þurfi yfirhöfuð. Sjálfur er Benedikt hlynntur því að settar verði einfaldar reglur sem taki mið af aðstæðum. Hann segir Ermasundsreglurnar stundum og flóknar. Þá eigi þær oft ekki við íslenskar aðstæður. Í þeim reglum er til að mynda kveðið á um að ef menn ætli að synda í sjónum þá þurfi bátur að fylgja sundmanninum. Benedikt bendir á að það sé sennilega óraunhæft að bátur elti hvern sundmann, raunhæfara sé að slöngubátur fylgi tveimur þremur að mati Benedikts. „Svo er deilt um þessa búninga," segir Benedikt en í Ermasundsreglunum er hart tekist á um skálmsíddir blautbúninga. Þá vilja sumir meina að það sé ekki gilt sjósund syndi menn í blautbúningum. Benedikt segir að slíkir búningar geti verið öflugt öryggisatriði í íslenskum sjó. Hann vill ekki gera minna úr afrekum þeirra sem synda í búningum. Hann segir umræðuna um öryggi sjósundkappa ekki vera komna í formlegt ferli. Hann vilji fá hana upp á yfirborðið þannig hægt sé að ræða málið af festu og þannig að hægt sé að koma saman einhverjum reglum um sjósundið. Sjálfur er hann tilbúinn að leggja sitt af mörkum: „Ég er tilbúinn að sætta ólík sjónarmið þeirra sem vilja herða reglur og svo hinna sem vilja einfaldar grunnreglur sem taka mið af aðstæðunum," segir Benedikt að lokum. Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna sjósundkappa Allar björgunarsveitir í Skagafirði voru kallaðar út á laugardaginn eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að sjósundkappi hefði horfið í miðju Drangeyjarsundi. Þetta kom fram á Feykir.is. 17. ágúst 2009 10:42 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Það er verið að taka um að setja Ermasundsreglur. Það er krafa sumra. En það eru allir sammála um að það verði að setja skýrar reglur," segir sjósundkappinn Benedikt Lafleur um öryggi sjósundkappa en íþróttinn nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Benedikt komst sjálfur í hann krappann um helgina þegar fylgdarlið hans missti sjónar á honum þegar hann synti Grettissundið nálægt Drangey. Þá hringdu þeir í lögregluna á Sauðárkróki sem aftur hringdi í Landsbjörgu og björgunarsveitir voru kallaðar út. Aðstoðin var svo afturkölluð fimmtán mínútum síðar. Atvikið, auk sívaxandi vinsælda sjósundsins, hafa orðið til þess að sjósundkappar skeggræða öryggisreglur varðandi sjósund og hvort slíkt þurfi yfirhöfuð. Sjálfur er Benedikt hlynntur því að settar verði einfaldar reglur sem taki mið af aðstæðum. Hann segir Ermasundsreglurnar stundum og flóknar. Þá eigi þær oft ekki við íslenskar aðstæður. Í þeim reglum er til að mynda kveðið á um að ef menn ætli að synda í sjónum þá þurfi bátur að fylgja sundmanninum. Benedikt bendir á að það sé sennilega óraunhæft að bátur elti hvern sundmann, raunhæfara sé að slöngubátur fylgi tveimur þremur að mati Benedikts. „Svo er deilt um þessa búninga," segir Benedikt en í Ermasundsreglunum er hart tekist á um skálmsíddir blautbúninga. Þá vilja sumir meina að það sé ekki gilt sjósund syndi menn í blautbúningum. Benedikt segir að slíkir búningar geti verið öflugt öryggisatriði í íslenskum sjó. Hann vill ekki gera minna úr afrekum þeirra sem synda í búningum. Hann segir umræðuna um öryggi sjósundkappa ekki vera komna í formlegt ferli. Hann vilji fá hana upp á yfirborðið þannig hægt sé að ræða málið af festu og þannig að hægt sé að koma saman einhverjum reglum um sjósundið. Sjálfur er hann tilbúinn að leggja sitt af mörkum: „Ég er tilbúinn að sætta ólík sjónarmið þeirra sem vilja herða reglur og svo hinna sem vilja einfaldar grunnreglur sem taka mið af aðstæðunum," segir Benedikt að lokum.
Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna sjósundkappa Allar björgunarsveitir í Skagafirði voru kallaðar út á laugardaginn eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að sjósundkappi hefði horfið í miðju Drangeyjarsundi. Þetta kom fram á Feykir.is. 17. ágúst 2009 10:42 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út vegna sjósundkappa Allar björgunarsveitir í Skagafirði voru kallaðar út á laugardaginn eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að sjósundkappi hefði horfið í miðju Drangeyjarsundi. Þetta kom fram á Feykir.is. 17. ágúst 2009 10:42