Innlent

Stálu 800 kílóum af frystu kjöti

Þjófar sprengdu upp öflugan lás á frystigámi fyrir utan fyrirtæki við Smiðjuveg í Kópavogi undir morgun og stálu þaðan sjö til átta hundruð kílóum af frystu kjöti og komust undan.

Að sögn lögreglu hafa þeir verið á sendibíl eða vörubíll, því engin fólksbíll ber þennan farm. Þjófarnir eru ófundnir og sömuleiðis þeir sem brutust in í hjólhýsi í Seljahverfi og stálu þaðan sjónvarpstæki og einhverju fleiru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×