Innlent

Samdráttur í ferðaþjónstu kemur ekki niður á Íslandi

Þrátt fyrir að viðskipta- og hvataferðum hingað til lands hafi fækkað svo um munar hefur erlendum ferðalöngum fjölgað töluvert. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samdráttur í ferðaþjónustu kemur ekki niður á Íslandi, ólíkt öðrum Evrópulöndum.

Kanadíska blaðið The Vancouver Sun, birti í gær grein á vef sínum þar sem fram kom að Íslendingar hagnist á kreppunni þegar kemur að ferðaþjónustu, meðan aðrar Evrópuþjóðir þurfi að horfa upp á verulegan samdrátt.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta að mörgu leyti rétt. Enn sé þó ekki hægt að segja til um hvort um verulega fjölgun sé að ræða. Erlendir ferðamenn sækist þó enn eftir því að heimsækja landið enda gengið hagstætt.

Erna segir að þótt enn sé eftirsótt að koma til Íslands sé skuldastaða íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja erfið, líkt og annars staðar.

Veruleg fjölgun hafi verið á ferðalögum Íslendinga um landið, þeir velji tjaldstæðin meðan útlendingarnir fari í meira mæli á hótel og gistiheimili.


Tengdar fréttir

Íslendingar hagnast á kreppunni

Íslendingar hagnast á kreppunni á meðan aðrir Evrópuþjóðir eru eyðilagðar yfir ástandinu. Þetta kemur fram í vefútgáfu kanadíska blaðsins The Vancouver Sun. Þar segir að á meðan flest lönd í Evrópu hafi þurfi að horfast í augu við mikinn samdrátt í ferðaiðnaði sé því öfugt farið með Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×