Innlent

Fleiri en 15 þúsund nemar við Háskóla Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Heildarfjöldi nema í Háskóla Íslands í haust verður á sextánda þúsund. Um 14 þúsund stúdentar hafa þegar staðfest skólavist vegna náms við Háskóla Íslands á næsta misseri en á annað þúsund umsóknir eru enn í vinnslu. Umsóknum um nám í Háskólann fjölgaði um 20% milli áranna 2008 og 2009 og hefur mjög stór hluti þeirra sem sóttu um nám staðfest skólavist. Aldrei hafa fleiri nemar verið skráðir í Háskóla Íslands frá upphafi.Nýnemar í grunnnámi í haust verða um 3.700 og nýnemar í framhaldsnámi verða um 1.300. Heildarfjöldi grunnnema í HÍ verður um 10.400 í haust og rösklega 3.400 verða í framhaldsnámi. Á sama tíma í fyrra hófu um 12,200 nemendur nám við HÍ.Um 400 verða í doktorsnámi í haust sem er einnig mesti fjöldi sem hefur verið í slíku námi í HÍ frá upphafi.Athygli vekur einnig að erlendum nemendum við Háskóla Íslands fjölgar jafnt og þétt en yfir 700 erlendir stúdentar eru nú þegar skráðir í nám á næsta misseri.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.