Innlent

Landhelgisgæslan siglir til móts við hollenska skútu

Varðskip Landhelgisgæslunnar siglir nú til móts við hollensku skútuna.
Varðskip Landhelgisgæslunnar siglir nú til móts við hollensku skútuna.

Landhelgisgæslunnu bárust boð kringum kvöldmatarleyti í gærkvöldi um gervihnött vegna hollenskrar skútu á leið frá Grænlandi til Íslands sem átti í vandræðum þar sem mastur skútunnar brotnaði í slæmu veðri daginn áður.

Skútan komst nærri karfaveiðiskipunum við 200 sjómílnamörkin SV af Reykjanesi. Landhelgisgæslan sambandi við færeyska togarann Enneberg sem aðstoðaði mennina tvo á skútunni "Shanty" við að bæta á hana eldneyti allt að 80 lítrum.

Skútan hélt síðan áleiðis til Íslands en sendi svo frá sér boð um farþegaskipið m/v Princes Danae sem mætti skútunni snemma í morgun. Þá kom í ljós að annar skipverji var með einhver meiðsl/veikindi í öðrum fæti.

Ekki náðist að greina frekar vegna sambandsleysis hve alvarleg veikindin væru en aðalfjarskiptabúnaðurinn hvarf í hafið þegar mastur skútunnar brotnaði. Landhelgisgæslan gerði þær ráðstafanir að senda eitt skipa sinna til móts við skútuna og gætu skipin mæst síðar í dag eða kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×