Fleiri fréttir Læknar hóta verkfalli Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn í Kópavogi í dag. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við stjórn og samninganefnd félagsins í yfirstandandi kjaradeilu og heimilar þessum aðilum að hafa forgöngu um nauðsynlegar aðgerðir lækna til að ná fram ásættanlegum samningi við fjármálaráðherra. 27.9.2008 18:18 RARIK gagnrýnir ASÍ RARIK gagnrýnir verðkönnun sem ASÍ gerði og fjallað var um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. ASÍ bar saman verð á rafmagni hjá RARIK og Orkusölunni. 27.9.2008 16:07 Gunnlaugur hljóp 245 kílómetra á 34 klukkutímum Gunnlaugur Júlíusson lauk í dag Spartaþlon hlaupi. Hann varð í 74. sæti. Hlaupið er 245 kílómetrar og því mikið afrek hjá Gunlaugi að ljúka hlaupinu. Gunnlaugur hljóp vegalengdina á 34 klukkutímum 12 mínútum og 17 sekúndum. 27.9.2008 15:16 Minningarmyndband um Hrafnhildi Lilju Vinir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur hafa sett saman minningarmyndband um vinkonu sína. Myndbandið var birt á minningarsíðu Hrafnhildar þar sem tæplega eitt þúsund manns hafa skráð sig. 27.9.2008 13:21 Esjan grá Esjan, borgarfjall Reykjavíkur, var grá í morgun þegar árrisulir borgarbúar litu til norðurs. 27.9.2008 12:23 Nýjasta varðskip Dana til sýnis Nýjasta varðskip danska flotans verður til sýnis í Reykjavík eftir hádegið. Skipið, sem heitir Knud Rasmussen, er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum. 27.9.2008 12:21 Atvinnuleysi mun aukast hratt á næstu mánuðum Allt bendir til þess að atvinnuleysi muni aukast hratt á næstu mánuðum. Þrjú fyrirtæki tilkynntu um fjöldauppsagnir í gær 27.9.2008 12:05 Mette Marit hleypur Glitnismaraþon Um 7000 manns hafa skráð sig til þátttöku í Glitnismaraþoninu sem hlaupið verður í Osló á morgun. Fjöldi þátttakenda vaxið mikið frá því á síðasta ári, en þá hlupu um 4500 manns. Meðal hlaupara í ár er norska krónprinsessan, Mette Marit, og mun hennar hátign hlaupa 10 km. 27.9.2008 11:17 Geir vill að 21. öldin verði öld Sameinuðu þjóðanna Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands segir að í ræðunni hafi Geir fjallað um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga. Einnig lagði hann áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, þar með talið réttindum kvenna. 26.9.2008 22:42 Átöppunarverksmiðja gangsett að Hlíðarenda Icelandic Water Holdings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hefur starfsrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial vatnið í Þorlákshöfn, gangsettu í dag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Það voru stofnendur Icelandic Glacial, þeir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson, sem ræstu fyrri framleiðslulínu verksmiðjunnar formlega í dag ásamt Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráherra. 26.9.2008 21:33 Geir og Ban Ki-Moon hittust í New York Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi þeir rætt um alþjóðleg viðbrögð við afleiðingum loftlagsbreytinga, framlag Íslands á vettvangi SÞ og framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 26.9.2008 21:09 Bílvelta við Kerið Bílvelta varð rétt norðan við Kerið í Grímsnesi í kvöld. Að sögn lögreglu voru fjórir í bílnum og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn þeirra mun hafa meiðst alvarlega en fyrsta tilkynning til lögreglu var á þá leið að einn væri fastur í bílnum. 26.9.2008 19:16 Nánast útilokað að seinagangur í nauðgunarmálum endurtaki sig Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir nánast útilokað að sá seinagangur í rannsókn sem varð til þess að dæmdur nauðgari fékk vægari dóm í Hæstarétti geti endurtekið sig. 26.9.2008 18:57 Engin svör fást um hversvegna Ísland var haft útundan Bandaríski seðlabankinn taldi ekki ástæðu til að hafa Seðlabanka Íslands með þegar gerðir voru gjaldmiðlaskiptasamningar við seðlabanka allra hinna Norðurlandanna. Engin skýring fæst hversvegna Ísland var haft útundan. 26.9.2008 18:39 Reyndu að þagga málið niður Lögregla reyndi að þagga morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur niður þegar málið kom upp með því að segja það sjálfsmorð. Þetta segir rannsóknarblaðamaður í Cabarete í Dómíníska lýðveldinu sem fjallað hefur um málið. 26.9.2008 18:33 Þrýst á um verðhækkanir Bunkar tilkynninga frá heildsölum um verðhækkanir hrannast nú upp daglega í matvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Bónuss segir mikinn þrýsting á verðhækkanir eftir gengislækkun krónunnar að undanförnu. 26.9.2008 18:30 Kynlífshjálpartækjaþjófur gómaður Þjófar voru á ferðinni hér og þar um borgina í gær og meðal annars var maður gripinn þegar hann hugðist stela kynlífshjálpartæki. 26.9.2008 17:44 Guðni braut ekki jafnréttislög Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðna Ágústsson af kæru um að hafa brotið gegn jafnréttislögum með því að hafa í embætti landbúnaðarráðherra gengið fram hjá Ingileif S. Kristjánsdóttur við ráðningu í starf rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. 26.9.2008 17:09 Samtök fiskvinnslustöðva vilja breytta starfsemi Seðlabankans Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á stjórnvöld að láta fara fram nú þegar endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Þar verði fleiri þættir en verðbólgumarkmið látnir ráða við stjórn peningamála, svo sem jafnvægi í viðskiptum við útlönd. 26.9.2008 16:54 Engin kreppa á Norðurlandi Netútgáfa héraðsfréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki var opnuð í dag. Feykir hefur komið út vikulega út á prenti í 28 ár, og heldur áfram með óbreyttu sniði. Guðný Jóhannesdóttir hefur ritstýrt blaðinu í tvö ár og segir undirbúning að vefnum hafa staðið jafn lengi. 26.9.2008 16:45 Litháískt hústökufólk játar brot sín Karlmaður og kona frá Litháaen, sem handtekin voru fyrir viku á Akureyri vegna gruns um þjófnaði og hústöku, hafa játað á sig brot sín og verið úrskurðuð í farbann til 17. október eða þar til dómur gengur í máli þeirra. 26.9.2008 16:14 Rannsókn lokið á máli ofbeldisfulls föður Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við rannsókn á máli föður á höfuðborgarsvæðinu, sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín ofbeldi. Hann er meðal annars grunaður um að hafa notað eitt þeirra sem hnífaskotskífu. 26.9.2008 15:58 Nokkrum tugum sagt upp hjá Þ.G. verktökum Þ.G. verktakar hyggjast segja upp nokkrum tugum starfsmanna nú um mánaðamótin og eru uppsagnarbréf að berast starfsmönnum. Davíð Már Sigurðsson starfsmannastjóri Þ.G. verktaka, staðfesti þetta í samtali við Vísi en sagði verið að vinna í málinu. Hann sagði því ekki liggja fyrir hversu mörgum nákvæmlega yrði sagt upp. 26.9.2008 15:51 Áttatíu kaupsamningum þinglýst í vikunni Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku reyndust 80 talsins, þar af 66 um eignir í fjölbýli. 26.9.2008 15:32 Héraðsdómur snýr úrskurði Jónínu við Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, þar sem fallist var á lagningu vegar í gegnum Teigsskóg á Vestfjörðum. 26.9.2008 15:26 Morðrannsóknin stendur enn yfir Rannsókn á morði Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur er ekki enn lokið samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra fékk sent skeyti í gær frá Interpool um að rannsóknin væri enn í gangi. 26.9.2008 15:18 Greiddi fyrir heimsendan mat með fölsuðum seðlum Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur tvítugum manni fyrir peningafals. Samkvæmt ákæru sem þingfest var í gær á maðurinn að hafa greitt sendli sem kom með mat heim til hans með tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum. Fyrirtaka verður í málinu á næstu dögum. 26.9.2008 14:21 Segja almenning fjármagna virkjanastefnu OR Vinstri grænir í Reykjavík segja að með gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur sé almenningi ætlað að borga fyrir umdeilda virkjana- og stóriðjustefnu fyrirtækisins. 26.9.2008 14:08 Ósátt við niðurstöðu héraðsdóms Lögmaður landeiganda að Skálmholtshrauni við Þjórsá er ekki sáttur við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem landeigandinn höfðaði vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. 26.9.2008 14:01 Ella Dís komin með nýja öndunargrímu Ella Dís Laurens, sem Vísir hefur fylgst með í um það bil eitt ár, er komin með nýja öndunargrímu. 26.9.2008 13:49 Íhugar bótakröfu barna sinna Faðir sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín alvarlegu ofbeldi ákvað í gær að taka sér frest til að íhuga afstöðu sína til bótakröfu réttargæslumanns barnanna sem honum var birt í gær. 26.9.2008 13:47 Rannsóknarnefnd sjóslysa óstarfhæf Rannsóknarnefnd sjóslysa er óstarfhæf þessa dagana vegna þess að dregist hefur að skipa í nefndina. Samkvæmt reglugerð er nefndin skipuð af samgönguráðherra til fjögurra ára og í henni eiga að sitja fimm menn. 26.9.2008 13:03 Dæmdur fyrir að káfa á stúlku og bera sig fyrir framan hana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 24 ára karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að káfa á sautján ára stúlku og bera kynfæri sín fyrir framan hana. Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra. 26.9.2008 12:48 Líst vel á þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, hugnast vel að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla á næstu mánuðum um það hvort látið verði reyna á aðildarviðræður við Evrópusambandið. 26.9.2008 12:48 Fresta framkvæmdum á landfyllingu til þess að ná sátt Bæjarráð Kópvogs hyggst fresta framkvæmdum á landfyllingu á Kársnesi til að ná sáttum við Reykjavíkurborg í málinu. Bæjarfulltrúi Kópavogs segir framkvæmdirnar þó ekki ógna lífríki Skerjafjarðar. 26.9.2008 12:42 Segir tollgæslu vaxa fiskur um hrygg við komandi breytingar „Hugmyndir um eitt tollumdæmi og skipulagsbreytingar í kjölfar slíkra breytinga hafa verið orðaðar við stjórn Tollvarðafélags Íslands,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson 26.9.2008 12:39 Vatnsréttindi ríkisins í Þjórsá ekki niðurfallin Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið og Landsvirkjun af kröfum landeiganda Skálmholtshrauns við Þjórsá um að viðurkennt yrði með dómi að eignarréttur ríkisins á vatnsréttindum í Þjórsá í landi Skálmsholtshrauns væri niðurfallinn. 26.9.2008 12:22 Eins og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og -sölu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að að smygla um 700 grömmum af kókaíni til landsins. 26.9.2008 11:42 Tókst að bjarga hraðfiskibátnum við Ægisgarð Nýlegur sjö tonna hraðfiskibátur var rétt sokkinn í Suðurbugtinni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. 26.9.2008 11:24 Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Umhverfisráðherra hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga í nóvembermánuði í ár líkt og í fyrra. 26.9.2008 11:21 Fjármálastjórinn endurgreiddi féð Fyrrverandi fjármálastjóri Garðabæjar sem var uppvís í byrjun ágúst að hafa dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkra mánaða tímibili hefur endurgreitt bæjarfélaginu féð. Maðurinn millifærði upphæðir úr bókhaldi bæjarins inn á eigin reikning. 26.9.2008 11:14 Veiðimet slegin víða í sumar Veiðimet hafa verið slegin í mörgum ám í sumar. Veiðin hefur verið best í ám á landinu sunnan og vestanverðu. Norðan og austanlands hefur veiðin heldur lakari, þó hún sé víða einnig ágæt á þeim svæðum. Í Borgarfirði og á Mýrum hefur hver áin eftir aðra verið að slá öll fyrri veiðimet, sum æði gömul, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands veiðifélaga. 26.9.2008 11:09 Trilla að sökkva í Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn þar sem trilla er að sökkva. 26.9.2008 10:44 Kona á hægum batavegi eftir meinta árás eiginmanns Lögregla hefur ekki enn getað tekið skýrslu af konu sem lögð var inn á sjúkrahús í byrjun september en grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi gengið í skrokk á henni á heimili þeirra. 26.9.2008 10:25 Dæmdur fyrir veskisþjófnað Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veski af afgreiðsluborði í verslun á Akureyri. 26.9.2008 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Læknar hóta verkfalli Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn í Kópavogi í dag. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við stjórn og samninganefnd félagsins í yfirstandandi kjaradeilu og heimilar þessum aðilum að hafa forgöngu um nauðsynlegar aðgerðir lækna til að ná fram ásættanlegum samningi við fjármálaráðherra. 27.9.2008 18:18
RARIK gagnrýnir ASÍ RARIK gagnrýnir verðkönnun sem ASÍ gerði og fjallað var um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. ASÍ bar saman verð á rafmagni hjá RARIK og Orkusölunni. 27.9.2008 16:07
Gunnlaugur hljóp 245 kílómetra á 34 klukkutímum Gunnlaugur Júlíusson lauk í dag Spartaþlon hlaupi. Hann varð í 74. sæti. Hlaupið er 245 kílómetrar og því mikið afrek hjá Gunlaugi að ljúka hlaupinu. Gunnlaugur hljóp vegalengdina á 34 klukkutímum 12 mínútum og 17 sekúndum. 27.9.2008 15:16
Minningarmyndband um Hrafnhildi Lilju Vinir Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur hafa sett saman minningarmyndband um vinkonu sína. Myndbandið var birt á minningarsíðu Hrafnhildar þar sem tæplega eitt þúsund manns hafa skráð sig. 27.9.2008 13:21
Esjan grá Esjan, borgarfjall Reykjavíkur, var grá í morgun þegar árrisulir borgarbúar litu til norðurs. 27.9.2008 12:23
Nýjasta varðskip Dana til sýnis Nýjasta varðskip danska flotans verður til sýnis í Reykjavík eftir hádegið. Skipið, sem heitir Knud Rasmussen, er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum. 27.9.2008 12:21
Atvinnuleysi mun aukast hratt á næstu mánuðum Allt bendir til þess að atvinnuleysi muni aukast hratt á næstu mánuðum. Þrjú fyrirtæki tilkynntu um fjöldauppsagnir í gær 27.9.2008 12:05
Mette Marit hleypur Glitnismaraþon Um 7000 manns hafa skráð sig til þátttöku í Glitnismaraþoninu sem hlaupið verður í Osló á morgun. Fjöldi þátttakenda vaxið mikið frá því á síðasta ári, en þá hlupu um 4500 manns. Meðal hlaupara í ár er norska krónprinsessan, Mette Marit, og mun hennar hátign hlaupa 10 km. 27.9.2008 11:17
Geir vill að 21. öldin verði öld Sameinuðu þjóðanna Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands segir að í ræðunni hafi Geir fjallað um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga. Einnig lagði hann áherslu á virðingu fyrir mannréttindum, þar með talið réttindum kvenna. 26.9.2008 22:42
Átöppunarverksmiðja gangsett að Hlíðarenda Icelandic Water Holdings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hefur starfsrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial vatnið í Þorlákshöfn, gangsettu í dag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Það voru stofnendur Icelandic Glacial, þeir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson, sem ræstu fyrri framleiðslulínu verksmiðjunnar formlega í dag ásamt Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráherra. 26.9.2008 21:33
Geir og Ban Ki-Moon hittust í New York Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi þeir rætt um alþjóðleg viðbrögð við afleiðingum loftlagsbreytinga, framlag Íslands á vettvangi SÞ og framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 26.9.2008 21:09
Bílvelta við Kerið Bílvelta varð rétt norðan við Kerið í Grímsnesi í kvöld. Að sögn lögreglu voru fjórir í bílnum og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn þeirra mun hafa meiðst alvarlega en fyrsta tilkynning til lögreglu var á þá leið að einn væri fastur í bílnum. 26.9.2008 19:16
Nánast útilokað að seinagangur í nauðgunarmálum endurtaki sig Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir nánast útilokað að sá seinagangur í rannsókn sem varð til þess að dæmdur nauðgari fékk vægari dóm í Hæstarétti geti endurtekið sig. 26.9.2008 18:57
Engin svör fást um hversvegna Ísland var haft útundan Bandaríski seðlabankinn taldi ekki ástæðu til að hafa Seðlabanka Íslands með þegar gerðir voru gjaldmiðlaskiptasamningar við seðlabanka allra hinna Norðurlandanna. Engin skýring fæst hversvegna Ísland var haft útundan. 26.9.2008 18:39
Reyndu að þagga málið niður Lögregla reyndi að þagga morðið á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur niður þegar málið kom upp með því að segja það sjálfsmorð. Þetta segir rannsóknarblaðamaður í Cabarete í Dómíníska lýðveldinu sem fjallað hefur um málið. 26.9.2008 18:33
Þrýst á um verðhækkanir Bunkar tilkynninga frá heildsölum um verðhækkanir hrannast nú upp daglega í matvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Bónuss segir mikinn þrýsting á verðhækkanir eftir gengislækkun krónunnar að undanförnu. 26.9.2008 18:30
Kynlífshjálpartækjaþjófur gómaður Þjófar voru á ferðinni hér og þar um borgina í gær og meðal annars var maður gripinn þegar hann hugðist stela kynlífshjálpartæki. 26.9.2008 17:44
Guðni braut ekki jafnréttislög Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Guðna Ágústsson af kæru um að hafa brotið gegn jafnréttislögum með því að hafa í embætti landbúnaðarráðherra gengið fram hjá Ingileif S. Kristjánsdóttur við ráðningu í starf rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. 26.9.2008 17:09
Samtök fiskvinnslustöðva vilja breytta starfsemi Seðlabankans Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á stjórnvöld að láta fara fram nú þegar endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. Þar verði fleiri þættir en verðbólgumarkmið látnir ráða við stjórn peningamála, svo sem jafnvægi í viðskiptum við útlönd. 26.9.2008 16:54
Engin kreppa á Norðurlandi Netútgáfa héraðsfréttablaðsins Feykis á Sauðárkróki var opnuð í dag. Feykir hefur komið út vikulega út á prenti í 28 ár, og heldur áfram með óbreyttu sniði. Guðný Jóhannesdóttir hefur ritstýrt blaðinu í tvö ár og segir undirbúning að vefnum hafa staðið jafn lengi. 26.9.2008 16:45
Litháískt hústökufólk játar brot sín Karlmaður og kona frá Litháaen, sem handtekin voru fyrir viku á Akureyri vegna gruns um þjófnaði og hústöku, hafa játað á sig brot sín og verið úrskurðuð í farbann til 17. október eða þar til dómur gengur í máli þeirra. 26.9.2008 16:14
Rannsókn lokið á máli ofbeldisfulls föður Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við rannsókn á máli föður á höfuðborgarsvæðinu, sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín ofbeldi. Hann er meðal annars grunaður um að hafa notað eitt þeirra sem hnífaskotskífu. 26.9.2008 15:58
Nokkrum tugum sagt upp hjá Þ.G. verktökum Þ.G. verktakar hyggjast segja upp nokkrum tugum starfsmanna nú um mánaðamótin og eru uppsagnarbréf að berast starfsmönnum. Davíð Már Sigurðsson starfsmannastjóri Þ.G. verktaka, staðfesti þetta í samtali við Vísi en sagði verið að vinna í málinu. Hann sagði því ekki liggja fyrir hversu mörgum nákvæmlega yrði sagt upp. 26.9.2008 15:51
Áttatíu kaupsamningum þinglýst í vikunni Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku reyndust 80 talsins, þar af 66 um eignir í fjölbýli. 26.9.2008 15:32
Héraðsdómur snýr úrskurði Jónínu við Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, þar sem fallist var á lagningu vegar í gegnum Teigsskóg á Vestfjörðum. 26.9.2008 15:26
Morðrannsóknin stendur enn yfir Rannsókn á morði Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur er ekki enn lokið samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra fékk sent skeyti í gær frá Interpool um að rannsóknin væri enn í gangi. 26.9.2008 15:18
Greiddi fyrir heimsendan mat með fölsuðum seðlum Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur tvítugum manni fyrir peningafals. Samkvæmt ákæru sem þingfest var í gær á maðurinn að hafa greitt sendli sem kom með mat heim til hans með tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum. Fyrirtaka verður í málinu á næstu dögum. 26.9.2008 14:21
Segja almenning fjármagna virkjanastefnu OR Vinstri grænir í Reykjavík segja að með gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur sé almenningi ætlað að borga fyrir umdeilda virkjana- og stóriðjustefnu fyrirtækisins. 26.9.2008 14:08
Ósátt við niðurstöðu héraðsdóms Lögmaður landeiganda að Skálmholtshrauni við Þjórsá er ekki sáttur við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem landeigandinn höfðaði vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. 26.9.2008 14:01
Ella Dís komin með nýja öndunargrímu Ella Dís Laurens, sem Vísir hefur fylgst með í um það bil eitt ár, er komin með nýja öndunargrímu. 26.9.2008 13:49
Íhugar bótakröfu barna sinna Faðir sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín alvarlegu ofbeldi ákvað í gær að taka sér frest til að íhuga afstöðu sína til bótakröfu réttargæslumanns barnanna sem honum var birt í gær. 26.9.2008 13:47
Rannsóknarnefnd sjóslysa óstarfhæf Rannsóknarnefnd sjóslysa er óstarfhæf þessa dagana vegna þess að dregist hefur að skipa í nefndina. Samkvæmt reglugerð er nefndin skipuð af samgönguráðherra til fjögurra ára og í henni eiga að sitja fimm menn. 26.9.2008 13:03
Dæmdur fyrir að káfa á stúlku og bera sig fyrir framan hana Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 24 ára karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að káfa á sautján ára stúlku og bera kynfæri sín fyrir framan hana. Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra. 26.9.2008 12:48
Líst vel á þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, hugnast vel að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla á næstu mánuðum um það hvort látið verði reyna á aðildarviðræður við Evrópusambandið. 26.9.2008 12:48
Fresta framkvæmdum á landfyllingu til þess að ná sátt Bæjarráð Kópvogs hyggst fresta framkvæmdum á landfyllingu á Kársnesi til að ná sáttum við Reykjavíkurborg í málinu. Bæjarfulltrúi Kópavogs segir framkvæmdirnar þó ekki ógna lífríki Skerjafjarðar. 26.9.2008 12:42
Segir tollgæslu vaxa fiskur um hrygg við komandi breytingar „Hugmyndir um eitt tollumdæmi og skipulagsbreytingar í kjölfar slíkra breytinga hafa verið orðaðar við stjórn Tollvarðafélags Íslands,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson 26.9.2008 12:39
Vatnsréttindi ríkisins í Þjórsá ekki niðurfallin Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun ríkið og Landsvirkjun af kröfum landeiganda Skálmholtshrauns við Þjórsá um að viðurkennt yrði með dómi að eignarréttur ríkisins á vatnsréttindum í Þjórsá í landi Skálmsholtshrauns væri niðurfallinn. 26.9.2008 12:22
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og -sölu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að að smygla um 700 grömmum af kókaíni til landsins. 26.9.2008 11:42
Tókst að bjarga hraðfiskibátnum við Ægisgarð Nýlegur sjö tonna hraðfiskibátur var rétt sokkinn í Suðurbugtinni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. 26.9.2008 11:24
Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Umhverfisráðherra hefur ákveðið að rjúpnaveiðar verði heimilaðar fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga í nóvembermánuði í ár líkt og í fyrra. 26.9.2008 11:21
Fjármálastjórinn endurgreiddi féð Fyrrverandi fjármálastjóri Garðabæjar sem var uppvís í byrjun ágúst að hafa dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkra mánaða tímibili hefur endurgreitt bæjarfélaginu féð. Maðurinn millifærði upphæðir úr bókhaldi bæjarins inn á eigin reikning. 26.9.2008 11:14
Veiðimet slegin víða í sumar Veiðimet hafa verið slegin í mörgum ám í sumar. Veiðin hefur verið best í ám á landinu sunnan og vestanverðu. Norðan og austanlands hefur veiðin heldur lakari, þó hún sé víða einnig ágæt á þeim svæðum. Í Borgarfirði og á Mýrum hefur hver áin eftir aðra verið að slá öll fyrri veiðimet, sum æði gömul, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Landssambands veiðifélaga. 26.9.2008 11:09
Trilla að sökkva í Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn þar sem trilla er að sökkva. 26.9.2008 10:44
Kona á hægum batavegi eftir meinta árás eiginmanns Lögregla hefur ekki enn getað tekið skýrslu af konu sem lögð var inn á sjúkrahús í byrjun september en grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi gengið í skrokk á henni á heimili þeirra. 26.9.2008 10:25
Dæmdur fyrir veskisþjófnað Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veski af afgreiðsluborði í verslun á Akureyri. 26.9.2008 10:17