Innlent

Segja almenning fjármagna virkjanastefnu OR

Svandís Svavarsdóttir er oddviti Vinstrihreyfinginnar - græns framboð í Reykjavík.
Svandís Svavarsdóttir er oddviti Vinstrihreyfinginnar - græns framboð í Reykjavík.

Vinstri grænir í Reykjavík segja að með gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur sé almenningi ætlað að borga fyrir umdeilda virkjana- og stóriðjustefnu fyrirtækisins.

Flokkurinn fordæmir gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar sem virðist tilkomin vegna lántöku erlendis sem efnt er til svo fyrirtækið geti fjármagnað innrás á óspjölluð hverasvæði og virkjað fyrir erlendar stóriðjur.

,,Stórfelldar hækkanir á gjaldskrá OR eru hnefahögg í andlit almennings, sem þegar hefur tekið á sig mikla kjaraskerðingu og hefur enga leið til að verjast slíkum lífskjaraárásum," segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Hitaveitureikningurinn hækkar

Viðskiptavinir Orkuveitunnar geta átt von á því að reikningur vegna heitavatnsins hækki um 300 krónur að meðaltali um næstu mánaðamót.

Hækkun Orkuveitunnar vekur hörð viðbrögð

Gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar ætlar að draga drjúgan dilk á eftir sér. Bæjarráð Kópavogs og Reykjavíkurborg eru komin í hár saman og verkalýðsforkólfar boða harkaleg átök á vinnumarkaði.

Stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði

Það stefnir í harkaleg átök á vinnumarkaði að mati formanns Rafiðnaðarsambandsins. Yfirvofandi hækkanir á þjónustugjöldum opinberra fyrirtækja gefi enda ekkert annað til kynna en að laun muni hækka um álíka prósentutölu.

Kópavogur mótmælir okri Orkuveitunnar

Kópavogsbær mótmælir harðlega ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um 10% hækkun á heitavatnsgjaldi. Tillaga þess efnir svar samþykkt einróma á fundi bæjarráðs fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×