Innlent

Dæmdur fyrir að káfa á stúlku og bera sig fyrir framan hana

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 24 ára karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að káfa á sautján ára stúlku og bera kynfæri sín fyrir framan hana. Atvikið átti sér stað í ágúst í fyrra.

Samkvæmt ákæru á maðurinn að hafa gripið í klof og káfað utanklæða á lærum og mjöðmum stúlkunnar og skömmu síðar gripið í rass og klipið í kynfæri hennar utanklæða þegar þau voru inni í íbúð. Enn fremur að hafa berað kynfæri sín þegar stúlkan var komin fram á stigagang.

Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að minni hans væri gloppótt vegna ölvunar þennan morgun. Taldi dómurinn að framburður konunnar væri skýr og trúverðugur og út frá framburði vitna taldi hann sannað að maðurinn hefði gerst brotlegur gagnvart henni. Hann var auk fangelsisdómsins dæmdur til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×