Innlent

Ella Dís komin með nýja öndunargrímu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ella Dís Laurens með nýju öndunargrímuna. Mynd af bloggsíðu Ellu Dísar.
Ella Dís Laurens með nýju öndunargrímuna. Mynd af bloggsíðu Ellu Dísar.

Ella Dís Laurens, sem Vísir hefur fylgst með í um það bil eitt ár, er komin með nýja öndunargrímu. „Ég pantaði nýja öndunargrímu handa Ellu þar sem hinar eru frekar stórar og hylja allt andlitið og þá var erfitt fyrir Ellu að sjá," skrifar Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, á Vísisblogginu.

Ella Dís fæddist í ársbyrjun 2006 og ekkert benti til annars en að hún væri alheilbrigð. Þegar hún var 1 ½ árs fór að bera á lömun í höndum og hefur hún hrörnað töluvert síðan þá. Læknar vita hins vegar ekki hvað nákvæmlega hrjáir hana. Hún hefur því þurft að vera undir miklu eftirliti lækna í hartnær eitt og hálft ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×