Innlent

Líst vel á þjóðaratkvæðagreiðslu næsta vor

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.

Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, hugnast vel að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla á næstu mánuðum um það hvort látið verði reyna á aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður flokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla í seinsta lagi næsta vor um aðildarviðræður. ,,Mér líst vel á þetta," sagði Valgerður aðspurð hvernig henni hugnast hugmyndin.

Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti á fundi sínum í maí að flokkurinn teldi eðlilegt að viðhöfð verði tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla varðandi Evrópumálin óháð öðrum kosningum. Ekki var þó kveðið á um nákvæma tímasetningu í ályktun sem var samþykkt á miðstjórnarfundinum.

Birkir skrifaði nýverið grein í Fréttablaðið ásamt Sæunni Stefánsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, og Páli Magnússyni, bæjarritara í Kópavogi, þar sem þau hvetja til þess að efnt verði í seinsta lagi í maí á næsta ári til sérstakra kosninga um það hvort hefja eigi aðildarviðræður um inngöngu. Í framhaldinu fagnaði Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður flokksins, því sem hann kallaði tímabært frumkvæði þremenninganna.

Valgerður sagði í samtali við Vísi ætla að kynna sér málið frekar og ræða við Birki Jón. Hún vildi að svo stöddu ekki tjá sig um framhaldið og þá hvort hún muni beita sér fyrir málinu innan þingflokksins.










Tengdar fréttir

Ekki þarf að breyta stjórnarskránni vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ekki þurfi að breyta stjórnarskránni í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Nóg sé að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi um slíka kosningu og það hyggst hann gera þegar þing kemur saman í byrjun október.

Jón fagnar hugmynd þremenninganna ólíkt Guðna

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, fagnar því sem hann kallar tímabært frumkvæði þriggja einstaklinga úr hópi yngri forystumanna flokksins varðandi hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður fyrir maí á næsta ári. Aftur á móti hugnast Guðna Ágústssyni, formanni flokksins, hugmyndin lítt.

Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður

Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Guðni: Flokksþing ákveður stefnuna í Evrópumálum

Stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum er ákveðin á flokksþingi, segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokkins. Hugmynd hóps meðal yngri forystumanna flokksins varðandi kosningar um aðildarviðræður hefur hvorki verið rædd í stjórn flokksins né þingflokknum, að sögn Guðna. ,,Þetta er það stórt mál og stór ákvörðun að hún verður ekki tekin nema að flokksþing komi að henni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×