Innlent

Esjan grá

Esjan, borgarfjall Reykjavíkur, var grá í morgun þegar árrisulir borgarbúar litu til norðurs.

Snjóað hafði í hæstu hlíðar niður í um það bil fimmhundruð metra hæð í fjallinu. Þetta er iðulega með fyrstu merkjum þess að sumarið sé að kveðja en gerist nokkuð seint að þessu sinni, nú þegar komið er undir lok septembermánaðar.

Þá er óvenjulegt að hvorki kartöflugrös hafa fallið né ber frosið þannig að enn er hægt að fara í berjamó á stórum hluta landsins. Það gæti þó orðið erfitt til dæmis á Möðrudalsöræfum því þar snjóaði í nótt, samkvæmt upplýsingum Vegagerðar. Þar er alhvít jörð og hálka á vegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×