Fleiri fréttir Fjölmenni á tónleikum á Miklatúni Fjöldi manna er saman kominn á Miklatúni, en þar hófust tónleikar klukkan sjö í kvöld. Dagskráin er heldur betur freistandi fyrir fólk á öllum aldri. Hljómsveitirnar Nýdönsk, Jet Black Joe, Magnús og Jóhann, Hjaltalín, BloodGroup og Fjallabræður koma fram. Tónleikunum lýkur svo klukkan hálfellefu, í tæka tíð fyrir flugeldasýninguna. 23.8.2008 20:04 Hanna Birna borgarstjóri heimsótti utanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri setti þrettándu Menningarnótt Reykjavíkur klukkan 13 á Óðinstorgi í dag. Fjölmenni var þar saman komið og lét fólk rigninguna ekkert á sig fá og klæddi sig eftir veðri. 23.8.2008 18:01 Þjóðhátíð í Vodafone höllinni að verða klár Lokaundirbúningur fyrir uppsetningu á risatjaldi fyrir áhorfendur, sem hyggjast mæta í Vodafone höllina í fyrramálið að horfa á landsleik Íslendinga og Frakka á Ólympíuleikunum í Kína, stendur nú yfir. 23.8.2008 21:03 Minkur úr Grafarholti heldur á vit forfeðra sinna Íbúar við Grænlandsleið 1 vöknuðu upp við það í nótt að minkur var að reyna að troða sér inn um bréfalúguna. Hann var fældur á brott en íbúar urðu aftur varir við hann í morgun og upphófst mikill eltingarleikur um alla götuna. Hann náðist á endanum. 23.8.2008 19:41 Latabæjarhlauparar geta tryggt 1500 vestur- afrískum börnum menntun Hátt í 3.700 börn tóku þátt í Latabæjarhlaupi Glitnis sem haldið var á svæðinu fyrir framan Háskóla Íslands í dag. Þátttökugjöld runnu óskipt til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, 23.8.2008 18:20 Þrír teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut Þrír ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í dag. Einn á 92 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinni er 50 23.8.2008 17:23 Hlutu tónlistarverðlaun Þjóðkirkjunnar Þeir Haukur Guðlaugsson, Jón Stefánsson og Marteinn Hunger Friðriksson urðu í dag fyrstir til að hljóta Liljuna, ný tónlistarverðlaun Þjóðkirkjunnar. Verðlaunin eru veitt fyrir ómetanlegt starf í þágu kirkjutónlistar á Íslandi. 23.8.2008 17:14 Vinstri græn skora á ríkisstjórnina að semja við ljósmæður Á stjórnarfundi Vinstri grænna í gær var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að ganga til samninga við ljósmæður. 23.8.2008 14:00 Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og er potturinn því tvöfaldur næsta laugardag. Þrír heppnir voru með 100 þúsund í Jókernum, eftir því sem fram kemur á vef Íslenskrar getspár. 23.8.2008 20:27 Láta líflátshótun ekkert á sig fá Eyjamenn virðast taka því með stóískri ró þótt nokkrum mönnum sem tengjast ÍBV hafi borist líflátshótun eftir að liðið tapaði fyrir KA í fyrstu deild í íslensku knattspyrnunni. 23.8.2008 18:44 Bannað að selja bjór á Laugavegi Lögreglan hafði áðan afskipti af veitingamönnum sem hugðust selja léttvín og bjór í veitingatjaldi fyrir veitingahúsið Vín og skel við Laugaveg. 23.8.2008 14:56 Strákarnir okkar á forsíðu New York Times Forsíðumyndin á New York Times í dag er af íslenska handboltalandsliðinu að fagna sigrinum ótrúlega á Spánverjum í gær. New York Times er eitt virtasta dagblað í heimi og Vísir er nokkuð viss um að handknattleiksmenn hafi aldrei prýtt forsíðu þess áður. 23.8.2008 13:38 Leikmönnum ÍBV hótað lífláti í tölvupósti frá Tyrklandi Nokkrir menn tengdir ÍBV í Vestmannaeyjum eru enn að klóra sér í hausnum eftir tölvupóst sem þeim barst alla leið frá Tyrklandi fyrir helgina. 23.8.2008 11:53 Menningarnótt sett á Óðinstorgi - Sölva Ford syngur Setning 13. Menningarnæturinnar fer fram í dag kl. 13:00 á Óðinstorgi. 23.8.2008 11:21 1500 fréttamenn væntanlegir til þess að skoða nýjan Golf Margir vegfarendur á Suðurlandsvegi ráku upp stór augu í morgun þegar þeir sáu mikla blílalest stefna til Reykjavíkur. Í bílalestinni voru bílaflutningavörubílar hlaðnir af Volkswagen ökutækjum. 23.8.2008 10:59 Hafnarfjarðarbær sýnir leikinn á risaskjá Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að bjóða bæjarbúum og öðrum handboltaáhugamönnum að fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn á risaskjá í íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. 23.8.2008 09:44 Maraþonið er hafið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu lögðu af stað klukkan níu í morgun frá Lækjargötu, í fyrirtaks hlaupaveðri. 10719 eru skráðir til leiks en af þeim hlaupa 639 heilt maraþon. 23.8.2008 09:28 Alvarlegt umferðarslys á Laugavatnsvegi Alvarlegt umferðarslys varð klukkan hálf sjö á Laugavatnsvegi. Fólksbíl var ekið út af veginum og valt. Farþegi sem ekki var í bílbelti kastaðist út úr bílnum og hlaut alvarlega áverka. Hann var sóttur með þyrlu og fluttur til Reykjavíkur. Ökumaðurinn var í öryggisbelt og hlaut minni áverka. Hann er ekki grunaðu um ölvun við akstur. 23.8.2008 09:26 Mikill erill í miðbænum Mikill erill var í miðbænum í gær að sögn lögreglu. Nokkuð var um útköll vegna ölvunnar og óláta á skemmtistöðum en sex gistu fangageymslur vegna þessa. Engar kærur hafa þo borist lögreglu enn. 23.8.2008 09:15 Geir þarf að standa við orð sín Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir Geir H. Haarde og segir að hann hafi ekki staðið við orð sín um að flýta vinnu við heildstætt umhverfismat vegna álversframkvæmda á Bakka. 22.8.2008 22:15 Neikvæð viðbrögð frá Brussel við hugmynd Björns Evrópunefndin hyggst fara yfir hugmyndir Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um upptöku evru á grundvelli samningnum um hið evrópska efnhagssvæði. Nefndin fundaði í dag í fyrsta sinn frá því að Björn setti fram sínar hugmyndir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og annar tveimur formönnum nefndarinnar, segir að hugmynd Björns hafi fengið neikvæð viðbrögð frá Brussel. 22.8.2008 20:14 Ólafur Ragnar: Höldum þjóðhátíð Forseti Íslands trúir ekki öðru en að þjóðin haldi þjóðhátíð um helgina í tilefni af velgengni íslenska handboltaliðsins og fullyrt hafi verið við sig að þetta muni vekja mesta athygli á Ólympíuleikunum, fyrir utan afrek einstakra manna. Forsætisráðherra segir að vel verði tekið á móti liðinu þegar það kemur heim. Haukur Holm ræddi við menn í sigurvímu í dag. 22.8.2008 19:00 Bruni í sumarhúsi í Ásgarðslandi Slökkviliði og lögreglu á Selfossi var fyrr í kvöld tilkynnt um eld í Ásgarðslandi sem er sumarbústaðahverfi í nágrenni Selfoss. Að minnsta kosti tveir bílar frá slökkviliðinu fóru á staðinn. Eldurinn kom upp í sumarhúsi sem er í byggingu. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og nú er verið að reykræsta húsið. 22.8.2008 20:35 Eftirlaunalög enn afvelta Endurskoðun eftirlaunalaganna umdeildu er enn jafn afvelta hjá ríkisstjórninni segir formaður Vinstri grænna, en málið var rætt á fundi formanna stjórnarflokkanna í dag. Hann segir sumarið ekki hafa verið notað til að laga málið eins og til stóð. 22.8.2008 19:30 Vinnustöðvun samhliða leiknum við Spánverja 22.8.2008 19:00 Erlendir fjölmiðlar fjalla um íslenska liðið Íslenska handboltalandsliðið og stuðningsmenn þess hafa vakið verðskuldaða athygli á Ólympíuleikunum og hafa erlendir fjölmiðlar fjallað um báða hópa. 22.8.2008 18:45 Íbúðalánasjóður verður ekki heildsölubanki Húseigendur sem eiga tvær eignir og geta ekki selt aðra fá að fresta greiðslum af lánum frá Íbúðalánasjóði. Félagsmálaráðherra segir ekki standa til að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka sem ekki láni til almennings. 22.8.2008 18:40 Umhverfisviðurkenningar í Kópavogi afhentar Umhverfisviðurkenningar umhverfisráðs og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar voru afhentar síðdegis í gær og fór athöfnin fram í forrými Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs. 22.8.2008 17:44 Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 22.8.2008 16:28 Jónína Bjartmarz: Stemningin í höllinni var ólýsanleg Jónína Bjartmarz: fyrrverandi umhverfisráðherra, var á leik Íslendinga og Spánverja í dag. Hún segir að stemningin hafi verið ólýsanleg. 22.8.2008 16:24 Ramses hlakkar til að sameinast fjölskyldunni Paul Ramses er mjög ánægður með úrskurð dóms-og kirkjumálaráðuneytisins um að mál hans muni aftur verða tekið til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun. 22.8.2008 15:58 Silfurverðlaunhafinn frá Melbourne fagnar árangri Strákanna okkar „Ég hef beðið eftir þessu lengi,“ segir silfurverðlaunahafinn frá Melbourne 1956, Vilhjálmur Einarsson skólameistari. 22.8.2008 15:02 Sjálfsafgreiðsla í Krónunni Nú þurfa menn ekki lengur að bíða í löngum biðröðum eftir afgreiðslu, alla vega í verslun Krónunnar á Bíldshöfða, þar sem menn afgreiða sig sjálfir. 22.8.2008 19:15 Færeyingar halda líka með strákunum okkar 50 þúsund Færeyingar munu fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn kemur. Þetta segir Georg Eystan sem sendi þetta fallega skeyti til Íslands eftir sigur okkur á Spánverkum. 22.8.2008 15:42 Ungt fólk fær árskort Borgarleikhússins með helmingsafslætti Borgarleikhúsið hefur gert tímamótasamning við Spron sem gerir því kleift að bjóða ungi fólki, 25 ára og yngri, árskort í leikhúsið með 50% afslætti. Námsmenn munu einnig njóta sömu fríðinda. Skrifað verður undir samninginn í dag klukkan 16 er segir í fréttatilkynningu. 22.8.2008 15:00 Biskup veitir ný tónlistarverðlaun Ný tónlistarverðlaun verða veitt á morgun. Þá mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, veita Liljuna, tónlistarverðlaun kirkjunnar, í fyrsta sinn. 22.8.2008 14:55 Leikurinn um gullið mögulega sýndur á Miklatúni Nú er í athugun hvort hægt sé að sýna úrslitaleikinn á milli Íslands og Frakklands á risaskjá í Miklatúni. 22.8.2008 14:46 Búin að setja sig samband við Útlendingastofnun á Ítalíu Útlendingastofnun hefur þegar sett sig í samband við systurstofnun sína á Ítalíu til þess að undirbúa flutning Paul Ramses til Íslands. 22.8.2008 14:20 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22.8.2008 13:22 Fundu fíkniefni í Norrænu Við komu ferjunnar Norrænu í gær til Seyðisfjarðar í gær fundu fíkniefnaleitarhundar tollgæslunnar töluvert magn af ýmsum tegundum fíkniefna í bifreið tveggja þýskra ferðamanna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hundarnir hafi „merkt“ bílinn og fundið fljótlega hluta efnanna og vísuðu ferðalangarnir þá á það sem enn var ófundið. 22.8.2008 13:12 Háskólinn á Akureyri innritar ekki nemendur í tölvunarfræði í ár Ekki verða innritaðir nemendur á fyrsta ár í tölvunarfræði við skólann í ár, veturinn 2008 til 2009. Verður öllum sex kennurum við tölvunarfræði sagt upp störfum. Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti þetta á fundi sínum í gær. 22.8.2008 13:04 Björn Ingi og Vilhjálmur hefðu átt að greiða skatt af veiðiferðinni Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefðu átt að greiða skatt vegna veiðiferðarinnar sem þeir fóru ásamt Hauki Leóssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í ágúst í fyrra. Þetta er mat skattalögfræðings sem Vísir ræddi við. 22.8.2008 12:36 Umferðarþungi stendur í stað milli ára Umferðarþungi í Reykjavík eykst ekki milli ára ólíkt því sem tíðkast hefur undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og má lesa um í tölum Bjargar Helgadóttur sem hefur umsjón með umferðarmælingunum og hefur borið saman annatíma í umferðinni sumarið 2008 og sumarið 2007. 22.8.2008 11:52 Mjög ánægð að fá Paul Ramses aftur Rosemary Athieno, kona Paul Ramses er mjög ánægð að taka eigi umsókn eiginmanns hennar aftur fyrir á Íslandi. „ Ég er mjög, mjög glöð," segir Rosemary sem var nýbúin að heyra fréttirnar frá Katrínu Theódórsdóttur, lögmanni Ramses. Hún var hins vegar ekki enn búin að heyra frá eiginmanni sínum. 22.8.2008 11:47 Krimmi á flótta festist í gaddavír Karl á fertugsaldri var handtekinn í Háaleitishverfi í gærkvöld en sá var með ýmsar tegundir af fíkniefnum í fórum sínum. Maðurinn reyndi að komast undan þegar lögreglan kom á vettvang og tók til fótanna en var hlaupinn uppi af fótfráum laganna vörðum. 22.8.2008 11:47 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölmenni á tónleikum á Miklatúni Fjöldi manna er saman kominn á Miklatúni, en þar hófust tónleikar klukkan sjö í kvöld. Dagskráin er heldur betur freistandi fyrir fólk á öllum aldri. Hljómsveitirnar Nýdönsk, Jet Black Joe, Magnús og Jóhann, Hjaltalín, BloodGroup og Fjallabræður koma fram. Tónleikunum lýkur svo klukkan hálfellefu, í tæka tíð fyrir flugeldasýninguna. 23.8.2008 20:04
Hanna Birna borgarstjóri heimsótti utanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri setti þrettándu Menningarnótt Reykjavíkur klukkan 13 á Óðinstorgi í dag. Fjölmenni var þar saman komið og lét fólk rigninguna ekkert á sig fá og klæddi sig eftir veðri. 23.8.2008 18:01
Þjóðhátíð í Vodafone höllinni að verða klár Lokaundirbúningur fyrir uppsetningu á risatjaldi fyrir áhorfendur, sem hyggjast mæta í Vodafone höllina í fyrramálið að horfa á landsleik Íslendinga og Frakka á Ólympíuleikunum í Kína, stendur nú yfir. 23.8.2008 21:03
Minkur úr Grafarholti heldur á vit forfeðra sinna Íbúar við Grænlandsleið 1 vöknuðu upp við það í nótt að minkur var að reyna að troða sér inn um bréfalúguna. Hann var fældur á brott en íbúar urðu aftur varir við hann í morgun og upphófst mikill eltingarleikur um alla götuna. Hann náðist á endanum. 23.8.2008 19:41
Latabæjarhlauparar geta tryggt 1500 vestur- afrískum börnum menntun Hátt í 3.700 börn tóku þátt í Latabæjarhlaupi Glitnis sem haldið var á svæðinu fyrir framan Háskóla Íslands í dag. Þátttökugjöld runnu óskipt til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, 23.8.2008 18:20
Þrír teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut Þrír ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í dag. Einn á 92 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinni er 50 23.8.2008 17:23
Hlutu tónlistarverðlaun Þjóðkirkjunnar Þeir Haukur Guðlaugsson, Jón Stefánsson og Marteinn Hunger Friðriksson urðu í dag fyrstir til að hljóta Liljuna, ný tónlistarverðlaun Þjóðkirkjunnar. Verðlaunin eru veitt fyrir ómetanlegt starf í þágu kirkjutónlistar á Íslandi. 23.8.2008 17:14
Vinstri græn skora á ríkisstjórnina að semja við ljósmæður Á stjórnarfundi Vinstri grænna í gær var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að ganga til samninga við ljósmæður. 23.8.2008 14:00
Lottópotturinn gekk ekki út í kvöld Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og er potturinn því tvöfaldur næsta laugardag. Þrír heppnir voru með 100 þúsund í Jókernum, eftir því sem fram kemur á vef Íslenskrar getspár. 23.8.2008 20:27
Láta líflátshótun ekkert á sig fá Eyjamenn virðast taka því með stóískri ró þótt nokkrum mönnum sem tengjast ÍBV hafi borist líflátshótun eftir að liðið tapaði fyrir KA í fyrstu deild í íslensku knattspyrnunni. 23.8.2008 18:44
Bannað að selja bjór á Laugavegi Lögreglan hafði áðan afskipti af veitingamönnum sem hugðust selja léttvín og bjór í veitingatjaldi fyrir veitingahúsið Vín og skel við Laugaveg. 23.8.2008 14:56
Strákarnir okkar á forsíðu New York Times Forsíðumyndin á New York Times í dag er af íslenska handboltalandsliðinu að fagna sigrinum ótrúlega á Spánverjum í gær. New York Times er eitt virtasta dagblað í heimi og Vísir er nokkuð viss um að handknattleiksmenn hafi aldrei prýtt forsíðu þess áður. 23.8.2008 13:38
Leikmönnum ÍBV hótað lífláti í tölvupósti frá Tyrklandi Nokkrir menn tengdir ÍBV í Vestmannaeyjum eru enn að klóra sér í hausnum eftir tölvupóst sem þeim barst alla leið frá Tyrklandi fyrir helgina. 23.8.2008 11:53
Menningarnótt sett á Óðinstorgi - Sölva Ford syngur Setning 13. Menningarnæturinnar fer fram í dag kl. 13:00 á Óðinstorgi. 23.8.2008 11:21
1500 fréttamenn væntanlegir til þess að skoða nýjan Golf Margir vegfarendur á Suðurlandsvegi ráku upp stór augu í morgun þegar þeir sáu mikla blílalest stefna til Reykjavíkur. Í bílalestinni voru bílaflutningavörubílar hlaðnir af Volkswagen ökutækjum. 23.8.2008 10:59
Hafnarfjarðarbær sýnir leikinn á risaskjá Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að bjóða bæjarbúum og öðrum handboltaáhugamönnum að fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn á risaskjá í íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. 23.8.2008 09:44
Maraþonið er hafið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu lögðu af stað klukkan níu í morgun frá Lækjargötu, í fyrirtaks hlaupaveðri. 10719 eru skráðir til leiks en af þeim hlaupa 639 heilt maraþon. 23.8.2008 09:28
Alvarlegt umferðarslys á Laugavatnsvegi Alvarlegt umferðarslys varð klukkan hálf sjö á Laugavatnsvegi. Fólksbíl var ekið út af veginum og valt. Farþegi sem ekki var í bílbelti kastaðist út úr bílnum og hlaut alvarlega áverka. Hann var sóttur með þyrlu og fluttur til Reykjavíkur. Ökumaðurinn var í öryggisbelt og hlaut minni áverka. Hann er ekki grunaðu um ölvun við akstur. 23.8.2008 09:26
Mikill erill í miðbænum Mikill erill var í miðbænum í gær að sögn lögreglu. Nokkuð var um útköll vegna ölvunnar og óláta á skemmtistöðum en sex gistu fangageymslur vegna þessa. Engar kærur hafa þo borist lögreglu enn. 23.8.2008 09:15
Geir þarf að standa við orð sín Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir Geir H. Haarde og segir að hann hafi ekki staðið við orð sín um að flýta vinnu við heildstætt umhverfismat vegna álversframkvæmda á Bakka. 22.8.2008 22:15
Neikvæð viðbrögð frá Brussel við hugmynd Björns Evrópunefndin hyggst fara yfir hugmyndir Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um upptöku evru á grundvelli samningnum um hið evrópska efnhagssvæði. Nefndin fundaði í dag í fyrsta sinn frá því að Björn setti fram sínar hugmyndir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar og annar tveimur formönnum nefndarinnar, segir að hugmynd Björns hafi fengið neikvæð viðbrögð frá Brussel. 22.8.2008 20:14
Ólafur Ragnar: Höldum þjóðhátíð Forseti Íslands trúir ekki öðru en að þjóðin haldi þjóðhátíð um helgina í tilefni af velgengni íslenska handboltaliðsins og fullyrt hafi verið við sig að þetta muni vekja mesta athygli á Ólympíuleikunum, fyrir utan afrek einstakra manna. Forsætisráðherra segir að vel verði tekið á móti liðinu þegar það kemur heim. Haukur Holm ræddi við menn í sigurvímu í dag. 22.8.2008 19:00
Bruni í sumarhúsi í Ásgarðslandi Slökkviliði og lögreglu á Selfossi var fyrr í kvöld tilkynnt um eld í Ásgarðslandi sem er sumarbústaðahverfi í nágrenni Selfoss. Að minnsta kosti tveir bílar frá slökkviliðinu fóru á staðinn. Eldurinn kom upp í sumarhúsi sem er í byggingu. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og nú er verið að reykræsta húsið. 22.8.2008 20:35
Eftirlaunalög enn afvelta Endurskoðun eftirlaunalaganna umdeildu er enn jafn afvelta hjá ríkisstjórninni segir formaður Vinstri grænna, en málið var rætt á fundi formanna stjórnarflokkanna í dag. Hann segir sumarið ekki hafa verið notað til að laga málið eins og til stóð. 22.8.2008 19:30
Erlendir fjölmiðlar fjalla um íslenska liðið Íslenska handboltalandsliðið og stuðningsmenn þess hafa vakið verðskuldaða athygli á Ólympíuleikunum og hafa erlendir fjölmiðlar fjallað um báða hópa. 22.8.2008 18:45
Íbúðalánasjóður verður ekki heildsölubanki Húseigendur sem eiga tvær eignir og geta ekki selt aðra fá að fresta greiðslum af lánum frá Íbúðalánasjóði. Félagsmálaráðherra segir ekki standa til að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka sem ekki láni til almennings. 22.8.2008 18:40
Umhverfisviðurkenningar í Kópavogi afhentar Umhverfisviðurkenningar umhverfisráðs og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar voru afhentar síðdegis í gær og fór athöfnin fram í forrými Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs. 22.8.2008 17:44
Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 22.8.2008 16:28
Jónína Bjartmarz: Stemningin í höllinni var ólýsanleg Jónína Bjartmarz: fyrrverandi umhverfisráðherra, var á leik Íslendinga og Spánverja í dag. Hún segir að stemningin hafi verið ólýsanleg. 22.8.2008 16:24
Ramses hlakkar til að sameinast fjölskyldunni Paul Ramses er mjög ánægður með úrskurð dóms-og kirkjumálaráðuneytisins um að mál hans muni aftur verða tekið til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun. 22.8.2008 15:58
Silfurverðlaunhafinn frá Melbourne fagnar árangri Strákanna okkar „Ég hef beðið eftir þessu lengi,“ segir silfurverðlaunahafinn frá Melbourne 1956, Vilhjálmur Einarsson skólameistari. 22.8.2008 15:02
Sjálfsafgreiðsla í Krónunni Nú þurfa menn ekki lengur að bíða í löngum biðröðum eftir afgreiðslu, alla vega í verslun Krónunnar á Bíldshöfða, þar sem menn afgreiða sig sjálfir. 22.8.2008 19:15
Færeyingar halda líka með strákunum okkar 50 þúsund Færeyingar munu fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn kemur. Þetta segir Georg Eystan sem sendi þetta fallega skeyti til Íslands eftir sigur okkur á Spánverkum. 22.8.2008 15:42
Ungt fólk fær árskort Borgarleikhússins með helmingsafslætti Borgarleikhúsið hefur gert tímamótasamning við Spron sem gerir því kleift að bjóða ungi fólki, 25 ára og yngri, árskort í leikhúsið með 50% afslætti. Námsmenn munu einnig njóta sömu fríðinda. Skrifað verður undir samninginn í dag klukkan 16 er segir í fréttatilkynningu. 22.8.2008 15:00
Biskup veitir ný tónlistarverðlaun Ný tónlistarverðlaun verða veitt á morgun. Þá mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, veita Liljuna, tónlistarverðlaun kirkjunnar, í fyrsta sinn. 22.8.2008 14:55
Leikurinn um gullið mögulega sýndur á Miklatúni Nú er í athugun hvort hægt sé að sýna úrslitaleikinn á milli Íslands og Frakklands á risaskjá í Miklatúni. 22.8.2008 14:46
Búin að setja sig samband við Útlendingastofnun á Ítalíu Útlendingastofnun hefur þegar sett sig í samband við systurstofnun sína á Ítalíu til þess að undirbúa flutning Paul Ramses til Íslands. 22.8.2008 14:20
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22.8.2008 13:22
Fundu fíkniefni í Norrænu Við komu ferjunnar Norrænu í gær til Seyðisfjarðar í gær fundu fíkniefnaleitarhundar tollgæslunnar töluvert magn af ýmsum tegundum fíkniefna í bifreið tveggja þýskra ferðamanna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hundarnir hafi „merkt“ bílinn og fundið fljótlega hluta efnanna og vísuðu ferðalangarnir þá á það sem enn var ófundið. 22.8.2008 13:12
Háskólinn á Akureyri innritar ekki nemendur í tölvunarfræði í ár Ekki verða innritaðir nemendur á fyrsta ár í tölvunarfræði við skólann í ár, veturinn 2008 til 2009. Verður öllum sex kennurum við tölvunarfræði sagt upp störfum. Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti þetta á fundi sínum í gær. 22.8.2008 13:04
Björn Ingi og Vilhjálmur hefðu átt að greiða skatt af veiðiferðinni Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefðu átt að greiða skatt vegna veiðiferðarinnar sem þeir fóru ásamt Hauki Leóssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í ágúst í fyrra. Þetta er mat skattalögfræðings sem Vísir ræddi við. 22.8.2008 12:36
Umferðarþungi stendur í stað milli ára Umferðarþungi í Reykjavík eykst ekki milli ára ólíkt því sem tíðkast hefur undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og má lesa um í tölum Bjargar Helgadóttur sem hefur umsjón með umferðarmælingunum og hefur borið saman annatíma í umferðinni sumarið 2008 og sumarið 2007. 22.8.2008 11:52
Mjög ánægð að fá Paul Ramses aftur Rosemary Athieno, kona Paul Ramses er mjög ánægð að taka eigi umsókn eiginmanns hennar aftur fyrir á Íslandi. „ Ég er mjög, mjög glöð," segir Rosemary sem var nýbúin að heyra fréttirnar frá Katrínu Theódórsdóttur, lögmanni Ramses. Hún var hins vegar ekki enn búin að heyra frá eiginmanni sínum. 22.8.2008 11:47
Krimmi á flótta festist í gaddavír Karl á fertugsaldri var handtekinn í Háaleitishverfi í gærkvöld en sá var með ýmsar tegundir af fíkniefnum í fórum sínum. Maðurinn reyndi að komast undan þegar lögreglan kom á vettvang og tók til fótanna en var hlaupinn uppi af fótfráum laganna vörðum. 22.8.2008 11:47