Innlent

Biskup veitir ný tónlistarverðlaun

Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup.

Ný tónlistarverðlaun verða veitt á morgun. Þá mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, veita Liljuna, tónlistarverðlaun kirkjunnar, í fyrsta sinn.

Afhendingin mun fara fram við upphaf Sálmafossins í Hallgrímskirkju klukkan 15 en Sálmafossinn er hluti af Menningarnótt.

Liljan er viðurkenning til kirkjutónlistarfólks sem skarað hefur fram úr á sínu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×