Innlent

Eftirlaunalög enn afvelta

Endurskoðun eftirlaunalaganna umdeildu er enn jafn afvelta hjá ríkisstjórninni segir formaður Vinstri grænna, en málið var rætt á fundi formanna stjórnarflokkanna í dag. Hann segir sumarið ekki hafa verið notað til að laga málið eins og til stóð.

Forsætisráðherra sagði við þinglok í vor að sumarið yrði notað til undirbúnings breytinga á umdeildum eftirlaunalögum, þannig að Alþingi geti fjallað um málið í vetur. Formenn stjórnarflokkanna hittust í forsætisráðuneytinu í dag þar sem ýmis mál voru rædd, meðal annars eftirlaunalögin.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, minnir á að stutt sé í að þing komi saman og hann skilur ekki af hverju frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, sem setið hefur fast í allsherjarnefnd fáist ekki afgreitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×