Innlent

Strákarnir okkar á forsíðu New York Times

Forsíðumyndin á New York Times í dag er af íslenska handboltalandsliðinu að fagna sigrinum ótrúlega á Spánverjum í gær. New York Times er eitt virtasta dagblað í heimi og Vísir er nokkuð viss um að handknattleiksmenn hafi aldrei prýtt forsíðu þess áður.

Inn í hinu virta dagblaði er svo að finna langa umfjöllun um leikinn í gær. Skýrt er út fyrir lesendum um hvað handbolti snýst áður en Ólafur forseti og Ólafur fyrirliði útskýra hvaða þýðingu sigurinn hefur fyrir þjóðina.

Forsíðuna á NY Times má sjá hér

Umfjöllun blaðsins má sjá hér












Fleiri fréttir

Sjá meira


×