Innlent

Búin að setja sig samband við Útlendingastofnun á Ítalíu

Útlendingastofnun hefur þegar sett sig í samband við systurstofnun sína á Ítalíu til þess að undirbúa flutning Paul Ramses til Íslands að sögn Hauks Guðmundssonar forstjóra Útlendingastofnunar. Dóms-og kirkjumálaráðuneytið úrskurðaði fyrr í dag að umsókn Paul Ramses ætti að taka til efnislegrar umfjöllunar hjá Útlendingastofnun hér á landi.

„Við erum þegar búin að setja okkur í samband við systurstofnun okkar á Ítalíu og ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hann komist sem fyrst til Íslands," segir Haukur. Að hans sögn getur Paul Ramses dvalið hér á landi á meðan fjallað er um umsókn hans hjá Útlendingastofnun.

Aðspurður segist Haukur vera ánægður með úrskurð ráðuneytisins þar sem ráðuneytið er sammála niðurstöðu Útlendingastofnunar eins og málið lá fyrir stofnuninni. Haukur bendir á að sú ákvörðun að fjalla eigi aftur um mál Paul Ramses á Íslandi byggi á nýjum upplýsingum um málið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×