Innlent

Síminn og Vodafone tilkynni hækkanir fyrir fram

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Síminn og Vodafone hafa fallist á tilmæli talsmanns neytenda þess efnis að tilkynna framvegis öllum viðskiptavinum sínum fyrir fram um verðhækkanir og aðrar breytingar á skilmálum sem eru neytendum í óhag.

Neytendur eiga að hafa eins mánaðar frest til að bregðast við frá því að tilkynning er birt. Fram að þessu hafa breytingar á borð við þær sem hér er fjallað um verið kunngjörðar með fréttum og upplýsingum á vefsíðum fyrirtækjanna auk tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofnunar en með þeim hætti er óvíst að upplýsingarnar skili sér til neytenda fyrr en hækkun skellur á.

Megingrundvöllur tilmælanna er að þegar fyrirtæki taka einhliða ákvarðanir um hækkanir og aðrar íþyngjandi breytingar í tvíhliða viðskiptasambandi sé það lágmarkskrafa að slíkar breytingar séu tilkynntar neytendum beinlínis og með hæfilegum fyrirvara. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×