Innlent

Amfetamínsmyglari í þriggja vikna gæsluvarðhald

Rúmlega tvítugur íslenskur karlmaður var síðdegis í gær úrskurðaður í allt að þriggja vikna gæsluvarðhald eftir að tollverðir fundu þrjú kíló af amfetamíni í farangri hans við komuna til landsins í fyrradag.

Hann var að koma frá París. Efnið hafði hann falið undir fölskum botni á ferðatösku, en hann hefur áður gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina.

Það sem af er árinu hefur lögreglan og tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagt hald á sjö og hálft kíló af fíkniefnum iog eru nú sex manns í gæsluvarðhaldi vegna rannsókna á þeim málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×