Innlent

Fjórir alvarlega slasaðir eftir slys á Reykjanesbraut í morgun

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. MYND/Víkurfréttir

Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir áreksturinn á Reykjanesbraut til móts við Vogaafleggjara í morgun.

Alls slösuðust fimm þegar tveir fólksbílar skullu saman og voru þeir fluttir á slysadeild. Fyrstu fréttir bentu til að þeir væru ekki illa slasaðir en rannsókn á sjúkrahúsi leiddi í ljós alvarlega áverka. Tveir farþeganna eru í aðgerð og kona mun vera á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×