Vegagerðin ætlar að aðskilja akreinar á Reykjanesbrautinni 9. apríl 2008 13:25 Vegagerðin hefur ákveðið að aðskilja akstursstefnur á Reykjanesbrautinni þar sem enn á eftir að tvöfalda. Rauð og hvít gátskilti verða sett upp á allra næstu dögum. þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Mikið hefur verið rætt um slysahættu vegna ónógra merkinga á brautinni í kjölfar þess að Jarðvélar sögðu sig frá verkinu í lok síðasta árs. Síðast í morgun varð alvarlegt umferðarslys á svæðinu. „Frá því að Jarðvélar ehf sögðu sig frá tvöföldun Reykjanesbrautarinnar í desember síðastliðnum hefur Vegagerðin unnið að því að bæta merkingar og auka umferðaröryggi við framhjáhlaup á framkvæmdasvæðinu," segir í tilkynningunni, en hún fer hér á eftir: „Þrátt fyrir verulegar merkingar á svæðinu hefur Vegagerðin nú ákveðið að aðskilja aksturstefnurnar með föstum rauðum og hvítum gátskiltum á milli akreina. Þetta verður gert á allra næstu dögum. Einnig mun strax fyrir helgina verða bætt við stærri skiltum til að vekja aukna athygli á því að ekið sé á tvístefnuakreinum. Þetta hefur þá í för með sér að á löngum kafla mun framúrakstur ekki vera mögulegur, vegfarendur verða einnig að vera viðbúnir því að með tilkomu gátskiltanna á miðju vegarins mun ökuhraði líklega minnka og ferðatími lengjast. Fáar framkvæmdir hafa fengið jafn mikla athygli og þessi undanfarna mánuði. Vegagerðin hefur ítrekað varað vegfarendur við hættunni sem stafar af framkvæmdunum og framhjáhlaupunum. Ekki stóð til að framhjáhlaupin yrðu opin þetta lengi og heldur ekki að þau væru svona mörg opin í einu en verktakinn stóð ekki við kröfur Vegagerðarinnar í þessum efnum. Tíðarfarið í vetur hefur heldur ekki hjálpað til. Aðstæður þarna eru afar óvenjulegar og endurtaka sig vonandi ekki aftur. Vegagerðin mun eigi að síður taka til skoðunar að nauðsynlegt getur reynst að aðskilja aksturstefnur algerlega í öllum framhjáhlaupum. Í gær voru opnuð tilboð í þá vinnu sem eftir er og hefjast þegar samningar við lægstbjóðanda Adakris uab.og Toppverktaka ehf sem munu taka 2-3 vikur. Framkæmdir ættu að geta haldið áfram fljótlega eftir það. Vegagerðin ítrekar þau tilmæli til vegfarenda að aka varlega á framkvæmdasvæðum og aka ætíð í samræmi við aðstæður." Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að aðskilja akstursstefnur á Reykjanesbrautinni þar sem enn á eftir að tvöfalda. Rauð og hvít gátskilti verða sett upp á allra næstu dögum. þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Mikið hefur verið rætt um slysahættu vegna ónógra merkinga á brautinni í kjölfar þess að Jarðvélar sögðu sig frá verkinu í lok síðasta árs. Síðast í morgun varð alvarlegt umferðarslys á svæðinu. „Frá því að Jarðvélar ehf sögðu sig frá tvöföldun Reykjanesbrautarinnar í desember síðastliðnum hefur Vegagerðin unnið að því að bæta merkingar og auka umferðaröryggi við framhjáhlaup á framkvæmdasvæðinu," segir í tilkynningunni, en hún fer hér á eftir: „Þrátt fyrir verulegar merkingar á svæðinu hefur Vegagerðin nú ákveðið að aðskilja aksturstefnurnar með föstum rauðum og hvítum gátskiltum á milli akreina. Þetta verður gert á allra næstu dögum. Einnig mun strax fyrir helgina verða bætt við stærri skiltum til að vekja aukna athygli á því að ekið sé á tvístefnuakreinum. Þetta hefur þá í för með sér að á löngum kafla mun framúrakstur ekki vera mögulegur, vegfarendur verða einnig að vera viðbúnir því að með tilkomu gátskiltanna á miðju vegarins mun ökuhraði líklega minnka og ferðatími lengjast. Fáar framkvæmdir hafa fengið jafn mikla athygli og þessi undanfarna mánuði. Vegagerðin hefur ítrekað varað vegfarendur við hættunni sem stafar af framkvæmdunum og framhjáhlaupunum. Ekki stóð til að framhjáhlaupin yrðu opin þetta lengi og heldur ekki að þau væru svona mörg opin í einu en verktakinn stóð ekki við kröfur Vegagerðarinnar í þessum efnum. Tíðarfarið í vetur hefur heldur ekki hjálpað til. Aðstæður þarna eru afar óvenjulegar og endurtaka sig vonandi ekki aftur. Vegagerðin mun eigi að síður taka til skoðunar að nauðsynlegt getur reynst að aðskilja aksturstefnur algerlega í öllum framhjáhlaupum. Í gær voru opnuð tilboð í þá vinnu sem eftir er og hefjast þegar samningar við lægstbjóðanda Adakris uab.og Toppverktaka ehf sem munu taka 2-3 vikur. Framkæmdir ættu að geta haldið áfram fljótlega eftir það. Vegagerðin ítrekar þau tilmæli til vegfarenda að aka varlega á framkvæmdasvæðum og aka ætíð í samræmi við aðstæður."
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira