Innlent

Lögðu vörubílum í aðrein að lögreglustöð

MYND/Lillý

Heldur hefur fjölgað við lögreglustöðina við Hverfisgötu þangað sem Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, mætti til skýrslutöku í morgun.

Hafa vörubílstjórar lokað aðreininni fyrir bíla við lögreglustöðina. Sturla mætti einn til skýrslutöku skömmu fyrir klukkan níu í morgun en laust eftir klukkan níu komu nokkrir vörubílstjórar gangandi og þrír akandi og lögðu fyrir utan lögreglustöðina. Eru þeir nú um tíu talsins fyrir utan stöðina.

Lögreglumönnum fjölgaði í kjölfarið fyrir utan stöðina og skömmu síðar óku vörubílstjórarnir á brott. Lögregla virðist hafa verið undirbúin fyrir aðgerðir bílstjóra því á bilinu 10-15 lögreglumenn eru nú utan dyra í og við Hverfisgötuna, ýmist fótgangandi eða á bílum í nærliggjandi götum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×