Telur fjölgun heimilislækna brýna nauðsyn 9. apríl 2008 16:03 Sigurður Guðmundsson landlæknir. „Það hefur gengið mjög illa að manna læknastöðurnar þarna undanfarin ár sem er mjög bagalegt," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir um erfiðleika Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands sem fjallað hefur verið um á síðu Vísis í dag. „Ekki hefur tekist að ráða fólk til langframa og það er ekkert einfalt svar við því hvernig á því stendur. Fólk vill síður en áður vinna þá miklu vaktavinnu sem fylgir þessum störfum, það gerir meiri kröfur til fría en oft er kostur á ef staðir eru litlir. Því hefur verið mætt með sameiningu heilbrigðisumdæma, ný drög heilbrigðisráðherra gera ráð fyrir sjö heilbrigðisumdæmum þar sem reynt er að sameina vaktsvæði. Vegna legu Hornafjarðar er hins vegar erfitt að manna vaktir á því svæði frá einhverjum öðrum stað," sagði Sigurður. Fjölgun heimilislækna brýn nauðsyn Hann telur fjölgun heimilislækna brýna nauðsyn og eins þurfi að auka möguleika til framhaldsnáms á landsbyggðinni. „Verið er að búa til sérstakar námsstöður í heimilislækningum fyrir unga lækna víða um land og við viljum reyna að fjölga þessum stöðum, bæði til að búa til fleiri heimilislækna og fleiri lækna sem hafa reynslu og áhuga á því að vinna á landsbyggðinni. Eins var rætt á málþinginu [um dreifbýlislækningar 3. apríl] að efla kennslu í heimilislækningum í læknadeildinni og ýmis tækifæri eru þarna úti sem við getum nýtt okkur." Telur landlæknir að lausn gæti falist í endurvakning héraðsskyldu lækna? „Mitt stutta svar er já," svarar Sigurður. „Mér finnst koma til greina að koma á skyldudvöl unglækna í héraði. Sumir hafa litið svo á að þetta fæli menn frá því að vinna á landsbyggðinni síðar meir en ég er ekki sammála því. Ég held að því meira sem við gerum af því að kynna fólki aðstæður og vinnulag á landsbyggðinni þeim mun líklegra sé að það öðlist áhuga á að starfa þar. Einnig þurfum við að efla tengsl landsbyggðarlækninga við háskóla og þar horfum við fyrst og fremst til Háskólans á Akureyri. Fyrir allmörgum árum vorum við komin alllangt í að ræða prógram í heimilislækningum á landsbyggðinni en þær eru frábrugðnar að því leyti að þá hafa menn ekki alltaf spítala við hliðina á sér. Þetta gekk því miður ekki eftir en hugmyndin er jafngóð fyrir það og þetta langar okkur að reyna aftur og það með Háskólann á Akureyri sem bakbein. Styrkir til að laða lækna út á land? Þar er auðvitað ekki læknadeild en við höfum meira hugsað okkur þetta sem framhaldsnám. Einnig finnst mér koma til greina að koma upp námsstyrkjakerfi sem virkaði þannig að þeir sem fengju styrki skuldbyndu sig til að vinna vissan árafjölda á landsbyggðinni í framhaldinu. Þetta er gert t.d. í Bandaríkjunum með góðum árangri," sagði Sigurður. Hann kvaðst vera sammála Óttari Ármannssyni, formanni Félags lækna á landsbyggðinni, sem rætt var við í Fréttablaðinu á mánudag, um yfirvofandi fækkun lækna úti á landi. „Það er skortur á læknum á landsbyggðinni og hann virðist fara vaxandi núna. En við höfum tækifæri til að mæta þessu og þar horfi ég fyrst og fremst til þess að höfða til áhuga ungra lækna á að fara í heimilislækningar hérna heima. Þetta er krani sem við höfum ekki skrúfað frá til fulls. Það er enginn stórvandi á ferðinni núna en hann getur orðið það," sagði Sigurður að lokum. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Það hefur gengið mjög illa að manna læknastöðurnar þarna undanfarin ár sem er mjög bagalegt," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir um erfiðleika Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands sem fjallað hefur verið um á síðu Vísis í dag. „Ekki hefur tekist að ráða fólk til langframa og það er ekkert einfalt svar við því hvernig á því stendur. Fólk vill síður en áður vinna þá miklu vaktavinnu sem fylgir þessum störfum, það gerir meiri kröfur til fría en oft er kostur á ef staðir eru litlir. Því hefur verið mætt með sameiningu heilbrigðisumdæma, ný drög heilbrigðisráðherra gera ráð fyrir sjö heilbrigðisumdæmum þar sem reynt er að sameina vaktsvæði. Vegna legu Hornafjarðar er hins vegar erfitt að manna vaktir á því svæði frá einhverjum öðrum stað," sagði Sigurður. Fjölgun heimilislækna brýn nauðsyn Hann telur fjölgun heimilislækna brýna nauðsyn og eins þurfi að auka möguleika til framhaldsnáms á landsbyggðinni. „Verið er að búa til sérstakar námsstöður í heimilislækningum fyrir unga lækna víða um land og við viljum reyna að fjölga þessum stöðum, bæði til að búa til fleiri heimilislækna og fleiri lækna sem hafa reynslu og áhuga á því að vinna á landsbyggðinni. Eins var rætt á málþinginu [um dreifbýlislækningar 3. apríl] að efla kennslu í heimilislækningum í læknadeildinni og ýmis tækifæri eru þarna úti sem við getum nýtt okkur." Telur landlæknir að lausn gæti falist í endurvakning héraðsskyldu lækna? „Mitt stutta svar er já," svarar Sigurður. „Mér finnst koma til greina að koma á skyldudvöl unglækna í héraði. Sumir hafa litið svo á að þetta fæli menn frá því að vinna á landsbyggðinni síðar meir en ég er ekki sammála því. Ég held að því meira sem við gerum af því að kynna fólki aðstæður og vinnulag á landsbyggðinni þeim mun líklegra sé að það öðlist áhuga á að starfa þar. Einnig þurfum við að efla tengsl landsbyggðarlækninga við háskóla og þar horfum við fyrst og fremst til Háskólans á Akureyri. Fyrir allmörgum árum vorum við komin alllangt í að ræða prógram í heimilislækningum á landsbyggðinni en þær eru frábrugðnar að því leyti að þá hafa menn ekki alltaf spítala við hliðina á sér. Þetta gekk því miður ekki eftir en hugmyndin er jafngóð fyrir það og þetta langar okkur að reyna aftur og það með Háskólann á Akureyri sem bakbein. Styrkir til að laða lækna út á land? Þar er auðvitað ekki læknadeild en við höfum meira hugsað okkur þetta sem framhaldsnám. Einnig finnst mér koma til greina að koma upp námsstyrkjakerfi sem virkaði þannig að þeir sem fengju styrki skuldbyndu sig til að vinna vissan árafjölda á landsbyggðinni í framhaldinu. Þetta er gert t.d. í Bandaríkjunum með góðum árangri," sagði Sigurður. Hann kvaðst vera sammála Óttari Ármannssyni, formanni Félags lækna á landsbyggðinni, sem rætt var við í Fréttablaðinu á mánudag, um yfirvofandi fækkun lækna úti á landi. „Það er skortur á læknum á landsbyggðinni og hann virðist fara vaxandi núna. En við höfum tækifæri til að mæta þessu og þar horfi ég fyrst og fremst til þess að höfða til áhuga ungra lækna á að fara í heimilislækningar hérna heima. Þetta er krani sem við höfum ekki skrúfað frá til fulls. Það er enginn stórvandi á ferðinni núna en hann getur orðið það," sagði Sigurður að lokum.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira