Innlent

Sinubruni við Akureyri í nótt

MYND/Guðmundur

Slökkviliðið á Akureyri var um hálf tvö leytið í nótt kallað út vegna sinubruna við sumarhúsabyggð í Pétursborg rétt norðan við bæinn. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var eldurinn farinn að nálgast eitt húsanna en koma tókst í veg fyrir að hann næði í það. Nokkuð greiðlega gekk að slökkva eldinn en allstórt svæði brann. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeld sem sumarhúsagestir voru með.

Um fjögurleytið var slökkviliðið á Akureyri svo aftur kallað út vegna elds í skúr við borholu við Þelamörk í Eyjafjarðarsveit. Þar er Norðurorka með borholur fyrir heitt vatn. Vaktmaður á svæðinu tók eftir eldinum og var að mestu búinn að slökkva hann þegar slökkviliðið kom á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×