Innlent

Ógnuðu fólki og þverbrutu umferðarreglur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi konu og karl á þrítugsaldri eftir að karlmaðurinn hafði ógnað starfsmönnum í Laugardalshöll með hnífi. Þar fóru fram tónleikar Bubba Morthens.

Parið ók í burtu á bíl og keyrði meðal annars yfir á rauðu ljósi og á aðrar kyrrstæðar bifreiðar. Loks óku þau gegn akstursstefnu í Meðalholti þar sem þau voru handtekin. Þau verða yfirheyrð seinna í dag.

Þá var einn karlmaður handtekinn í miðbænum um klukkan hálf sex í morgun eftir að hann hafði lamið annan mann í andlitið.

Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls fengu sex að gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×