Fleiri fréttir Ásláksástarævintýrinu lokið í Héraðsdómi Í dag fór fram seinnihluti aðalmeðferðar í máli flugstjórans og stúlkunnar frá Venesúela. Nokkur vitni gátu ekki mætt á mánudaginn þegar aðalmeðferðin fór fram og því þurfti að boða aftur til þinghalds seinnipartinn í dag. 22.11.2007 15:46 Valtýr Sigurðsson ráðinn ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, hefur verið ráðinn í embætti ríkissaksóknara. Valtýr segist kveðja Fangelsismálastofnun með miklum söknuði. "Þetta er búið að vera alveg einstakur tími hér. Það er leitun að öðru eins fagfólki og hér starfar," segir hann. 22.11.2007 15:37 Aukinn áhersla á fíkniefnabrotamál skilar árangri „Lögreglan hefur lagt aukna áherslu á fíkniefnabrotamál," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fíkniefnabrotamálum fjölgaði um 25% á árinu 2006. 22.11.2007 15:10 Hótaði öryggisverði með insúlínsprautu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningar- og fíkniefnabrot. 22.11.2007 15:07 Baðst fyrirgefningar á vopnuðu ráni í Mávahlíð "Hann ætlar aldrei að gera þetta aftur," segir Þórður Björnsson verslunarmaður í Sunnubúðinni í Mávahlíð en einn þeirra þriggja sem rændu búð hans á sunnudag, vopnaðir kylfu og öxi, kom á fund hans í dag til að biðjast fyrirgefningar á gjörðum sínum. 22.11.2007 14:55 Færri börn fá nafn við skírn í þjóðkirkju Börnum sem fengu nafn við skírn í þjóðkirkju fækkaði um þrettán prósentustig á tímabilinu 1996-2005. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 22.11.2007 14:43 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. 22.11.2007 14:33 Samþykkt að leggjast gegn nektardansi í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag umsögn sem legið hefur fyrir í nokkrar vikur um að veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem verði ekki veitt leyfi til nektardans. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. 22.11.2007 14:06 Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar segja upp samningi við TR Allir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Reykjavíkursvæðinu nema einn, eða 19 talsins, hafa sagt sig frá samninga við Tryggingastofnun ríkisins vegna óánægju með samskipti við stofnunina. 22.11.2007 13:52 Fíkniefnabrotum fjölgaði um 25% á milli ára Árið 2006 voru 9.666 hegningarlagabrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er um 20% aukning frá árinu á undan þegar 7.742 brot voru skráð. 22.11.2007 12:58 Eðlilegt að fá undanþágu á mengunarkvóta flugvéla Samgönguráðherra telur eðlilegt að Íslendingar reyni að fá undanþágu frá reglugerð Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar. Að öðrum kosti gætu íslensk flugfélög neyðst til að draga verulega úr flugumferð. 22.11.2007 12:15 Fáir komast í gegnum greiðslumat bankanna Sárafáir komast lengur í gegn um nálarauga greiðlumats bankanna vegna húsnæðislána eftir að þeir hertu skilyrði fyrir lánveitingum til muna. Er ástandinu líkt við að bankarnir séu nánast hættir að lána til íbúðakaupa. 22.11.2007 12:07 Svifryk hátt yfir heilsuverndarmörkum Svifryk í Reykjavík mælist nú hátt yfir heilsuverndarmörkum og mælist umhverfissvið borgarinnar til þess að þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða astma haldi sig fjarri fjölförnum umferðargötum. 22.11.2007 12:00 Sprautufíklar hreinsa nálar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum Starfsmenn sem vinna við þrif í verslunarmiðstöðvum hafa orðið varir við að fíkniefnaneytendur hafi stungið nálum upp í klósettrúllur á almenningssalernum. Þannig hafi þeir hreinsað þær og skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum. 22.11.2007 11:46 Þingmenn úthluta peningum úr tómum sjóði Þrátt fyrir að halli sé á rekstri fæðingaorlofssjóðs vilja allir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi, nema Frjálslyndi flokkurinn, lengja fæðingarorlofið. 22.11.2007 11:42 Gengið að tilboði Red Vulcan í Orkuveitu Filippseyja Yfirvöld á Fillipseyjum ákváðu í morgun að taka tilboði hóps undir forystu filippseyska fyrirtækisins First Gen í 60 prósenta hlut í Orkuveitu Filippseyja, PNOC-EDC. Þetta kemur fram í netmiðlum á Filippseyjum. 22.11.2007 11:33 Bíða þess að komast inn á Breiðasund til veiða Nokkur síldveiðiskip bíða þess nú að birti af degi til að geta haldið til veiða inni á Breiðasundi rétt við Stykkishólm eftir að Áskell EA fékk þar 600 tonn af góðri síld í tveimur köstum í gær. 22.11.2007 10:03 Kannað hvort hægt sé að reisa nýtt sjúkrahús á hagkvæmari hátt Ný nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana á að kanna hvort hægt verði að reisa nýtt háskólasjúkrahús með hagkvæmari hætti en núverandi áætlanir miðast við. 22.11.2007 09:30 Eingöngu konur í borgarráði í dag Við upphaf borgarráðsfundar í dag er borgarráð Reykjavíkur eingöngu skipað konum. 22.11.2007 08:45 Brotist inn í Bónus vídeó Brotist var inn í Bónus vídeó við Lóuhóla í nótt, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar. Vitni sá ungan mann hlaupa af vettvangi. 22.11.2007 08:39 Símadóni truflaði neyðarlínuna Lögreglan handtók ölvaðan mann á heimili sínu í Reykjavík í nótt eftir að hann hafði hringt að minnstakosti hundrað sinnum í Neyðarlínuna og borið þar upp ýmis erindi. 22.11.2007 07:16 REI og GGE fannst tilboð First Gen allt of hátt REI og Geysir Green Energy voru ekki með í tilboði í orkuveitu Filipseyja. Ástæða þess mun vera sú að verðhugmyndir Íslendinganna voru allt aðrar en samstarfsaðilans First Gen. Samkomulag mun hafa verið gert á meðal fyrirtækjanna þess efnis, að kæmu menn sér ekki saman um verðið gæti sá sem vildi bjóða hærra gert það, án aðildar hinna. 21.11.2007 19:54 Ekið á hreindýr á Fljótsdalsheiði Umferðareftirlitsmenn Vegagerðarinnar voru á ferð í morgun á Fljótsdalsheiði og komu þá að þar sem ekið hafði verið á tvö hreindýr. 21.11.2007 23:01 Blæs á ásakanir um vanþekkingu Matsfyrirtækið Standard og Poors's segir Ísland það land sem það fylgist hvað mest með og blæs þannig á fullyrðingar íslenskra ráðamanna, sem gagnrýnt hafa nýtt mat fyrirtækisins sem birt var í gær. 21.11.2007 19:11 Netumferð dregst saman eftir að vefsíðunni torrent.is var lokað Netumferð á Íslandi hefur dregist saman um allt að sjötíu og fimm prósent eftir að vefsíðunni torrent.is var lokað á mánudaginn. Framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttahafa á Íslandi, hefur fengið fjöldan allan af skilaboðum þar sem honum er óskað alls ills. 21.11.2007 19:07 Íslendingar gætu þurft að draga verulega úr flugumferð Íslensk flugfélög gætu þurft að draga verulega úr flugumferð ef tillögur Evrópusambandsins um takmörkun á útblæstri flugvéla ná fram að ganga. Flugmálastjóri segir tillögurnar vera ósanngjarnar gagnvart Íslendingum og að þær gangi illa upp. 21.11.2007 18:58 Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana. 21.11.2007 18:45 Hjálpsemi vina og nágranna verið ómetanleg Bóndinn á Stærra Árskógi segir að hvatning og hjálpsemi vina og nágranna hafi reynst honum ómetanleg. Stuðningur fólksins hafi bjargað honum frá því að gefast upp. 21.11.2007 18:25 Telur að Þróunarfélagi hafi verið heimilt skv. lögum að selja eignir Stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir að félaginu sé heimilt samkvæmt lögum að selja fasteignir á Keflavíkurflugvelli og að það hafi verið gert að undangegnum auglýsingum. Um 80 prósent af fasteignum á svæðinu hafa þegar verið seld fyrir rúmlega 15 milljarða króna. 21.11.2007 17:05 Brutust inn og stálu níu svalafernum á Siglufirði Þrír piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir þjófnað í dag. Piltarnir brutust inn í skíðaskála Skíðafélags Siglufjarðar í Skarðsdal á Siglufirði og stálu þaðan 8 talstöðvum af gerðinni Topcom með hleðslutækjum, vefmyndavél, tveimur Peavy hátölurum fyrir kallkerfi, ADSL afruglara með fjarstýringu, drifreim fyrir snjósleða, tvennum skíðagleraugum og níu svalafernum. 21.11.2007 16:48 Aflvana bátur dró akkeri í átt að landi Verið er að draga bát sem varð aflvana úti fyrir Geldingarnesi fyrr í dag til hafnar. 21.11.2007 16:27 Erlendum ferðamönnum fjölgar um 15 prósent milli ára Erlendum ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgaði um rúmlega 15 prósent á fyrstu tíu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiða tölur Ferðamálastofu í ljós. 21.11.2007 16:16 Bílvelta á Breiðholtsbraut Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið valt á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels um tvöleytið í dag. Ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. Að sögn slökkviliðsins var einn bíll frá þeim sendur á staðinn til að hreinsa olíu sem lak úr bílnum. 21.11.2007 16:08 REI og GGE áttu hæsta tilboðið Reykjavik Energy Invest, Geysir Green Energy og samstarfsaðili þeirra First Gen Corporation átti hæsta tilboð í sextíu prósenta hlut filippseyska ríkisins í stærsta jarðavarmafyrirtæki Filippseyja, PNOC-EDC. Eftir því sem fram kemur í filippseyskum fréttamiðlum hljóðaði tilboðið upp á 58,5 milljarða pesóa eða rúma 84 milljarða íslenskra króna. 21.11.2007 16:05 MSN-perri dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sært blygðurnarsemi 17 ára pilts með því að klæmast við hann á MSN-spjallrásinni í september og október í fyrra. 21.11.2007 15:20 Opinberum sjóðum ekki treystandi „Björgólfur hefði tekið jafn vel í hugmynd um framleiðslu dagskrárefnis ef hún hefði komið frá Ara Edwald forstjóra 365," segir Ásgeir Friðgeirsson. 21.11.2007 14:57 Lagt til að 24 ára reglan verði afnumin Paul Nikolov, varaþingmaður Vinstri - grænna og fyrsti innflytjandinn sem tekur sæti á þingi, mælti í dag á Alþingi fyrir frumvarpi að breytingum á lögum um réttarstöðu útlendinga. 21.11.2007 14:46 Hollendingar sigldu stolinni skútu til Hornafjarðar „Um er að ræða þjófnað á skútu frá Þýskalandi sem siglt var hingað til lands,“ segir lögreglan á Hornafirði en skúta hefur verið kyrrsett í Hornafjarðarhöfn. 21.11.2007 13:58 Nefnd skoði möguleika á auknu eftirliti með loftförum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að kanna með hvaða hætti er hægt að efla eftirlit með lofförum sem lenda hér á landi. 21.11.2007 13:39 Næturlendingum fjölgar um 80 prósent á fimm árum Nærri áttatíuprósent fleiri flugvélar lentu eða tóku á loft á Reykjavíkurflugvelli að næturlagi í fyrra en árið 2001. 21.11.2007 13:21 Brýnt að taka á vanda á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir brýnt að taka á vanda þeirra sem standa hvað höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Hann vill tryggja stöðu leigjenda og fjölga íbúðum hjá Félagsbústöðum. 21.11.2007 13:17 Segir Pólverjana boðaða á fundinn á fölskum forsendum „Það voru engin læti af minni hálfu. Við vorum bara að árétta það að starfsmenn okkar væru ekki í stéttarfélaginu,“segir Benedikt Sveinsson framkvæmdastjóri Stál í stál en honum var hent út af fundi sem félag vélstjóra og málmtæknimanna hélt með pólskum starfsmönnum fyrirtækisins í gær. 12 Pólverjar vinna hjá Stál í stál en af þeim eru aðeins fjórir stálsmiðir. 21.11.2007 13:11 Hart deilt í umræðum um forvarnir Umræða um forvarnarmál á Alþingi varð að heiftúðlegri deilu milli heilbrigðisráðherra annars vegar og þingmanna Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna hins vegar. 21.11.2007 13:07 Fimm dýrustu lóðir höfuðborgarsvæðisins kosta 425 milljónir Mjög hefur færst í vöxt að auðfólk kaupi einbýlishús á flottum lóðum, rífi þau og byggi ný glæsihýsi. Á undanförnum tveimur árum hafa fimm slíkar lóðir, þrjár á Seltjarnarnesi og tvær í Fossvoginum, gengið kaupum og sölum fyrir 425 milljónir. Þetta eru dýrustu einbýlishúsalóðir höfuðborgarinnar. 21.11.2007 12:31 Jarðhitasvæði ekki skemmd eftir skjálfta Jarðhitasvæði Selfyssinga virðist ekkert hafa skemmst í skjálftahrinunni sem hófst á Selfossi í gærkvöldi. Jarðvísindamenn telja hana ekki vera forboða frekari jarðhræringa. 21.11.2007 12:21 Sjá næstu 50 fréttir
Ásláksástarævintýrinu lokið í Héraðsdómi Í dag fór fram seinnihluti aðalmeðferðar í máli flugstjórans og stúlkunnar frá Venesúela. Nokkur vitni gátu ekki mætt á mánudaginn þegar aðalmeðferðin fór fram og því þurfti að boða aftur til þinghalds seinnipartinn í dag. 22.11.2007 15:46
Valtýr Sigurðsson ráðinn ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, hefur verið ráðinn í embætti ríkissaksóknara. Valtýr segist kveðja Fangelsismálastofnun með miklum söknuði. "Þetta er búið að vera alveg einstakur tími hér. Það er leitun að öðru eins fagfólki og hér starfar," segir hann. 22.11.2007 15:37
Aukinn áhersla á fíkniefnabrotamál skilar árangri „Lögreglan hefur lagt aukna áherslu á fíkniefnabrotamál," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fíkniefnabrotamálum fjölgaði um 25% á árinu 2006. 22.11.2007 15:10
Hótaði öryggisverði með insúlínsprautu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningar- og fíkniefnabrot. 22.11.2007 15:07
Baðst fyrirgefningar á vopnuðu ráni í Mávahlíð "Hann ætlar aldrei að gera þetta aftur," segir Þórður Björnsson verslunarmaður í Sunnubúðinni í Mávahlíð en einn þeirra þriggja sem rændu búð hans á sunnudag, vopnaðir kylfu og öxi, kom á fund hans í dag til að biðjast fyrirgefningar á gjörðum sínum. 22.11.2007 14:55
Færri börn fá nafn við skírn í þjóðkirkju Börnum sem fengu nafn við skírn í þjóðkirkju fækkaði um þrettán prósentustig á tímabilinu 1996-2005. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 22.11.2007 14:43
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. 22.11.2007 14:33
Samþykkt að leggjast gegn nektardansi í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag umsögn sem legið hefur fyrir í nokkrar vikur um að veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem verði ekki veitt leyfi til nektardans. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. 22.11.2007 14:06
Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar segja upp samningi við TR Allir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Reykjavíkursvæðinu nema einn, eða 19 talsins, hafa sagt sig frá samninga við Tryggingastofnun ríkisins vegna óánægju með samskipti við stofnunina. 22.11.2007 13:52
Fíkniefnabrotum fjölgaði um 25% á milli ára Árið 2006 voru 9.666 hegningarlagabrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er um 20% aukning frá árinu á undan þegar 7.742 brot voru skráð. 22.11.2007 12:58
Eðlilegt að fá undanþágu á mengunarkvóta flugvéla Samgönguráðherra telur eðlilegt að Íslendingar reyni að fá undanþágu frá reglugerð Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar. Að öðrum kosti gætu íslensk flugfélög neyðst til að draga verulega úr flugumferð. 22.11.2007 12:15
Fáir komast í gegnum greiðslumat bankanna Sárafáir komast lengur í gegn um nálarauga greiðlumats bankanna vegna húsnæðislána eftir að þeir hertu skilyrði fyrir lánveitingum til muna. Er ástandinu líkt við að bankarnir séu nánast hættir að lána til íbúðakaupa. 22.11.2007 12:07
Svifryk hátt yfir heilsuverndarmörkum Svifryk í Reykjavík mælist nú hátt yfir heilsuverndarmörkum og mælist umhverfissvið borgarinnar til þess að þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða astma haldi sig fjarri fjölförnum umferðargötum. 22.11.2007 12:00
Sprautufíklar hreinsa nálar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum Starfsmenn sem vinna við þrif í verslunarmiðstöðvum hafa orðið varir við að fíkniefnaneytendur hafi stungið nálum upp í klósettrúllur á almenningssalernum. Þannig hafi þeir hreinsað þær og skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum. 22.11.2007 11:46
Þingmenn úthluta peningum úr tómum sjóði Þrátt fyrir að halli sé á rekstri fæðingaorlofssjóðs vilja allir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi, nema Frjálslyndi flokkurinn, lengja fæðingarorlofið. 22.11.2007 11:42
Gengið að tilboði Red Vulcan í Orkuveitu Filippseyja Yfirvöld á Fillipseyjum ákváðu í morgun að taka tilboði hóps undir forystu filippseyska fyrirtækisins First Gen í 60 prósenta hlut í Orkuveitu Filippseyja, PNOC-EDC. Þetta kemur fram í netmiðlum á Filippseyjum. 22.11.2007 11:33
Bíða þess að komast inn á Breiðasund til veiða Nokkur síldveiðiskip bíða þess nú að birti af degi til að geta haldið til veiða inni á Breiðasundi rétt við Stykkishólm eftir að Áskell EA fékk þar 600 tonn af góðri síld í tveimur köstum í gær. 22.11.2007 10:03
Kannað hvort hægt sé að reisa nýtt sjúkrahús á hagkvæmari hátt Ný nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana á að kanna hvort hægt verði að reisa nýtt háskólasjúkrahús með hagkvæmari hætti en núverandi áætlanir miðast við. 22.11.2007 09:30
Eingöngu konur í borgarráði í dag Við upphaf borgarráðsfundar í dag er borgarráð Reykjavíkur eingöngu skipað konum. 22.11.2007 08:45
Brotist inn í Bónus vídeó Brotist var inn í Bónus vídeó við Lóuhóla í nótt, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar. Vitni sá ungan mann hlaupa af vettvangi. 22.11.2007 08:39
Símadóni truflaði neyðarlínuna Lögreglan handtók ölvaðan mann á heimili sínu í Reykjavík í nótt eftir að hann hafði hringt að minnstakosti hundrað sinnum í Neyðarlínuna og borið þar upp ýmis erindi. 22.11.2007 07:16
REI og GGE fannst tilboð First Gen allt of hátt REI og Geysir Green Energy voru ekki með í tilboði í orkuveitu Filipseyja. Ástæða þess mun vera sú að verðhugmyndir Íslendinganna voru allt aðrar en samstarfsaðilans First Gen. Samkomulag mun hafa verið gert á meðal fyrirtækjanna þess efnis, að kæmu menn sér ekki saman um verðið gæti sá sem vildi bjóða hærra gert það, án aðildar hinna. 21.11.2007 19:54
Ekið á hreindýr á Fljótsdalsheiði Umferðareftirlitsmenn Vegagerðarinnar voru á ferð í morgun á Fljótsdalsheiði og komu þá að þar sem ekið hafði verið á tvö hreindýr. 21.11.2007 23:01
Blæs á ásakanir um vanþekkingu Matsfyrirtækið Standard og Poors's segir Ísland það land sem það fylgist hvað mest með og blæs þannig á fullyrðingar íslenskra ráðamanna, sem gagnrýnt hafa nýtt mat fyrirtækisins sem birt var í gær. 21.11.2007 19:11
Netumferð dregst saman eftir að vefsíðunni torrent.is var lokað Netumferð á Íslandi hefur dregist saman um allt að sjötíu og fimm prósent eftir að vefsíðunni torrent.is var lokað á mánudaginn. Framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttahafa á Íslandi, hefur fengið fjöldan allan af skilaboðum þar sem honum er óskað alls ills. 21.11.2007 19:07
Íslendingar gætu þurft að draga verulega úr flugumferð Íslensk flugfélög gætu þurft að draga verulega úr flugumferð ef tillögur Evrópusambandsins um takmörkun á útblæstri flugvéla ná fram að ganga. Flugmálastjóri segir tillögurnar vera ósanngjarnar gagnvart Íslendingum og að þær gangi illa upp. 21.11.2007 18:58
Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana. 21.11.2007 18:45
Hjálpsemi vina og nágranna verið ómetanleg Bóndinn á Stærra Árskógi segir að hvatning og hjálpsemi vina og nágranna hafi reynst honum ómetanleg. Stuðningur fólksins hafi bjargað honum frá því að gefast upp. 21.11.2007 18:25
Telur að Þróunarfélagi hafi verið heimilt skv. lögum að selja eignir Stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir að félaginu sé heimilt samkvæmt lögum að selja fasteignir á Keflavíkurflugvelli og að það hafi verið gert að undangegnum auglýsingum. Um 80 prósent af fasteignum á svæðinu hafa þegar verið seld fyrir rúmlega 15 milljarða króna. 21.11.2007 17:05
Brutust inn og stálu níu svalafernum á Siglufirði Þrír piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands vestra fyrir þjófnað í dag. Piltarnir brutust inn í skíðaskála Skíðafélags Siglufjarðar í Skarðsdal á Siglufirði og stálu þaðan 8 talstöðvum af gerðinni Topcom með hleðslutækjum, vefmyndavél, tveimur Peavy hátölurum fyrir kallkerfi, ADSL afruglara með fjarstýringu, drifreim fyrir snjósleða, tvennum skíðagleraugum og níu svalafernum. 21.11.2007 16:48
Aflvana bátur dró akkeri í átt að landi Verið er að draga bát sem varð aflvana úti fyrir Geldingarnesi fyrr í dag til hafnar. 21.11.2007 16:27
Erlendum ferðamönnum fjölgar um 15 prósent milli ára Erlendum ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgaði um rúmlega 15 prósent á fyrstu tíu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiða tölur Ferðamálastofu í ljós. 21.11.2007 16:16
Bílvelta á Breiðholtsbraut Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið valt á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Skógarsels um tvöleytið í dag. Ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega. Að sögn slökkviliðsins var einn bíll frá þeim sendur á staðinn til að hreinsa olíu sem lak úr bílnum. 21.11.2007 16:08
REI og GGE áttu hæsta tilboðið Reykjavik Energy Invest, Geysir Green Energy og samstarfsaðili þeirra First Gen Corporation átti hæsta tilboð í sextíu prósenta hlut filippseyska ríkisins í stærsta jarðavarmafyrirtæki Filippseyja, PNOC-EDC. Eftir því sem fram kemur í filippseyskum fréttamiðlum hljóðaði tilboðið upp á 58,5 milljarða pesóa eða rúma 84 milljarða íslenskra króna. 21.11.2007 16:05
MSN-perri dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sært blygðurnarsemi 17 ára pilts með því að klæmast við hann á MSN-spjallrásinni í september og október í fyrra. 21.11.2007 15:20
Opinberum sjóðum ekki treystandi „Björgólfur hefði tekið jafn vel í hugmynd um framleiðslu dagskrárefnis ef hún hefði komið frá Ara Edwald forstjóra 365," segir Ásgeir Friðgeirsson. 21.11.2007 14:57
Lagt til að 24 ára reglan verði afnumin Paul Nikolov, varaþingmaður Vinstri - grænna og fyrsti innflytjandinn sem tekur sæti á þingi, mælti í dag á Alþingi fyrir frumvarpi að breytingum á lögum um réttarstöðu útlendinga. 21.11.2007 14:46
Hollendingar sigldu stolinni skútu til Hornafjarðar „Um er að ræða þjófnað á skútu frá Þýskalandi sem siglt var hingað til lands,“ segir lögreglan á Hornafirði en skúta hefur verið kyrrsett í Hornafjarðarhöfn. 21.11.2007 13:58
Nefnd skoði möguleika á auknu eftirliti með loftförum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að kanna með hvaða hætti er hægt að efla eftirlit með lofförum sem lenda hér á landi. 21.11.2007 13:39
Næturlendingum fjölgar um 80 prósent á fimm árum Nærri áttatíuprósent fleiri flugvélar lentu eða tóku á loft á Reykjavíkurflugvelli að næturlagi í fyrra en árið 2001. 21.11.2007 13:21
Brýnt að taka á vanda á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir brýnt að taka á vanda þeirra sem standa hvað höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Hann vill tryggja stöðu leigjenda og fjölga íbúðum hjá Félagsbústöðum. 21.11.2007 13:17
Segir Pólverjana boðaða á fundinn á fölskum forsendum „Það voru engin læti af minni hálfu. Við vorum bara að árétta það að starfsmenn okkar væru ekki í stéttarfélaginu,“segir Benedikt Sveinsson framkvæmdastjóri Stál í stál en honum var hent út af fundi sem félag vélstjóra og málmtæknimanna hélt með pólskum starfsmönnum fyrirtækisins í gær. 12 Pólverjar vinna hjá Stál í stál en af þeim eru aðeins fjórir stálsmiðir. 21.11.2007 13:11
Hart deilt í umræðum um forvarnir Umræða um forvarnarmál á Alþingi varð að heiftúðlegri deilu milli heilbrigðisráðherra annars vegar og þingmanna Framsóknarflokksins og Vinstri - grænna hins vegar. 21.11.2007 13:07
Fimm dýrustu lóðir höfuðborgarsvæðisins kosta 425 milljónir Mjög hefur færst í vöxt að auðfólk kaupi einbýlishús á flottum lóðum, rífi þau og byggi ný glæsihýsi. Á undanförnum tveimur árum hafa fimm slíkar lóðir, þrjár á Seltjarnarnesi og tvær í Fossvoginum, gengið kaupum og sölum fyrir 425 milljónir. Þetta eru dýrustu einbýlishúsalóðir höfuðborgarinnar. 21.11.2007 12:31
Jarðhitasvæði ekki skemmd eftir skjálfta Jarðhitasvæði Selfyssinga virðist ekkert hafa skemmst í skjálftahrinunni sem hófst á Selfossi í gærkvöldi. Jarðvísindamenn telja hana ekki vera forboða frekari jarðhræringa. 21.11.2007 12:21