Fleiri fréttir Hægt að vera góður Evrópubúi utan ESB Forsætisráðherra hrósar Evrópusambandinu vegna aðgerða í umhverfismálum en ítrekar um leið þá afstöðu af hægt sé að vera góður Evrópubúi utan sambandsins. 9.10.2007 12:27 Glitnir hvorki játar né neitar að bankinn hafi áhuga á REI-hlut Oddviti Samfylkingarinnar í borginni furðar sig á því að meirihlutinn hafi stofnað til brunaútsölu á eignarhlut Orkuveitunnar í REI í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Glitnis hvorki játar því né neitar að bankinn hafi þegar lýst áhuga á að kaupa hlut Orkuveitunnar í REI. 9.10.2007 12:11 Næstbest að búa á Íslandi Ísland er í öðru sæti á lista bandaríska tímaritsins Reader's Digest yfir þær þjóðir þar sem best þykir að búa. Listinn er byggður á könnun bandaríska umhverfishagfræðingsins Matthew Kahn sem náði til 141 lands. 9.10.2007 12:09 Toppskarfur í útrýmingarhættu við Íslandsstrendur Toppskarfur við Íslandsstrendur stefnir í útrýmingarhættu og flestir aðrir sjófuglar á norðurslóðum eru á hröðu undanhaldi. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um fuglalíf á norðurslóðum. 9.10.2007 12:00 Þrír varamenn taka sæti á Alþingi í dag Þrír varamenn taka sæti á Alþingi í dag þar á meðal Guðmundur Steingrímsson sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðmundur segist ætla láta að sér kveða á þeim tíma sem hann mun sitja á þingi. 9.10.2007 11:53 Enn von um Paul McCartney í Viðey Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð í Viðey þegar klukkuna vantar átta mínútur í átta í kvöld í beinni útsendingu á Stöð tvö. Mikil spenna ríkir um það hvort Sir Paul McCartney birtist óvænt og verði með þeim Ringo Starr, Sean Lennon og Oliviu Harrison við athöfnina og heiðri þannig minningu John Lennons á fæðingardegi hans, en Lennon hefði orðið 67 ára í dag. 9.10.2007 11:52 HV vill fimm meistaranámsleiðir á fimm árum Fimm alþjóðlegar námsleiðir á meistarastigi, frumgreinanám í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og sumarnámskeið í íslensku fyrir erlenda skiptinema eru meðal hugmynda sem Háskólasetur Vestfjarða vinnur að til framtíðar. 9.10.2007 11:46 Ógöngur Vilhjálms borgarstjóra Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Á meðal umdeildra verkefna hans er að gera útigangsmenn að nágrönnum leikskólabarna og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20 milljónir króna á silfurfati. 9.10.2007 11:21 Hörð mótmæli VG á Akranesi Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akranesi hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem viðgengist hafa innan Orkuveitu Reykjavíkur og almenningur hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. 9.10.2007 10:05 Dönsk kvikmynd hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Danska kvikmyndin Listin að gráta í kór hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2007. Frá þessu var greint í dag. 9.10.2007 09:38 Útgjöld til félagsverndar aukast um 12 milljarða Heildarútgjöld til félagsverndar jukust um nærri sex prósent á milli áranna 2004 og 2005, eða úr 210 milljörðum í 222 milljarða. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós. 9.10.2007 09:14 Björn biðst undan því að vera bendlaður við REI Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, biðst undan því á bloggsíðu sinni að nafn hans sé „nefnt í tengslum við þessar uppákomur hjá OR og REI síðustu daga.“ Björn Ingi Hrafnsson benti á það í Kastljósi Ríkisútvarpsins að Björn hafi setið í stjórn Orkuveitunnar þegar ákvörðanir voru teknar um ENEX. 8.10.2007 23:14 Heimdellingar fagna sátt og samstöðu í borgarstjórn Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsir yfir ánægju með þá „sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Stjórn félagsins fagnar þeirri niðurstöðu að stefnt skuli að sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI. 8.10.2007 21:28 Pólitísk spilling einkennir REI málið Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki vera andsnúinn sameiningu REI og Geysis green energy eða útrás íslenskra orkufyrirtækja yfirleitt. Hann segist hins vegar gera athugasemdir við feril málsins sem einkennist af pólitískri spillingu að hans mati. Bjarni segir að sala ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja hafi verið mistök sem séu að reynast dýrkeypt. 8.10.2007 20:54 Íslendingar eiga að losa sig við jarðefnaeldsneytið Ef eitthvert land í heiminum ætti að geta skipt úr jarðeldsneyti fyrir aðra og betri kosti er það Ísland. Þetta segir prófessor við tækniháskólann í Colorado. 8.10.2007 19:36 Menningarhúsið á Akureyri klætt stuðlabergi Þrjú þúsund tonna stuðlabergsklæðning sem þekja mun menningarhúsið á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Svo gæti farið að stuðlabergið yrði að tískufyrirbrigði. 8.10.2007 19:32 Grunaðir um skjalabrot og brot á vinnulöggjöf Grunur leikur á að GT verktakar og Nordic Construction Line hafi gerst sek um skjalabrot og brot gegn vinnulöggjöfinni. Málið er komið inn á borð ríkislögreglustjóra. 8.10.2007 19:30 Gefum friðnum tækifæri Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð á morgun á afmælisdegi Johns Lennon. Bítillinn Ringo Starr verður viðstaddur sem og Olivia Harrison, ekkja bítilsins George Harrisons. Ekki er útilokað að Paul McCartney verði viðstaddur athöfnina. 8.10.2007 19:30 Ákvörðun Ólafs veltur á stuðningi þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að það hvort hann hafi stuðning þjóðarinnar til að sinna forsetaembættinu eins og hann hefur gert hingað til muni hafa áhrif á það hvort hann bjóði sig fram til endurkjörs á næsta ári. 8.10.2007 19:23 Björn Ingi undrast að Vilhjálmur hafi ekki vitað af kaupréttarsamningum Björn Ingi Hrafnsson, segir að það komi sér verulega á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af þeim kaupréttarsamningum sem gerðir voru í tengslum við sameiningu REI og Geysir green energy. Hann bendir á að Haukur Leóson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og stjórnarmaður í REI sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms. 8.10.2007 18:31 Dagur segir fráleitt að selja REI „Sú þrautalending borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að ætla að selja hlut Orkuveitunnar í Reykjavik Invest er fráleit. Hún felur í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu arum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni. 8.10.2007 17:47 Dorrit vísar fréttaflutningi DV á bug Dorrit Moussaieff fosetafrú segist vera særð og móðguð yfir fréttaflutningi DV í dag. Þar er sagt að Dorrit hafi verið ein af styrktaraðilum verðlauna sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi veitt viðtöku 23. september sl. 8.10.2007 16:55 Harður árekstur á Akureyri Harður árekstur varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Vallargerðis á Akureyri, rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Jeppi og fólksbifreið sem voru að koma úr gagnstæðri átt rákust saman. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var enginn fluttur á slysadeild en ökumaður fólksbílsins kenndi eymsla í hálsi. 8.10.2007 16:40 Sátt um að halda völdum í Reykjavík Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að sáttaniðurstaða sjálfstæðismanna í málefnum Reykjavik Energy Invest sé sátt um áframhaldandi völd í Ráðhúsinu í Reykjavík og að viðhalda völdum Framsóknarflokksins í borginni. 8.10.2007 16:27 Haukur kemur af fjöllum Haukur Leósson, fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, kom af fjöllum þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum við því að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hygðist láta hann víkja vegna málefna Reykjavik Energy Invest. 8.10.2007 16:07 Sýknaður af utanvegaakstri við smölun Héraðsdómur Norðurlands eystra sektaði í dag karlmann um áttatíu þúsund krónur fyrir að aka á óskráðu vélhjóli við smölun. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um utanvegarakstur. 8.10.2007 16:00 Björgólfur hafnar því að hafa þrýst á borgarstjóra vegna REI Björgólfur Guðmundsson hafnar því að hafa þrýst á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson um að flýta sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy 8.10.2007 15:47 Grunaður granni segist saklaus í Hringbrautarmálinu 38 ára gamall karlmaður hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna andláts manns á fimmtugsaldri á Hringbraut. Maðurinn lá í blóði sínu heima fyrir þegar lögreglan kom á vettvang á sunnudag og var úrskurðaður látinn í gærkvöld. Hinn grunaði, sem er nágranni þess látna, hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu. 8.10.2007 15:44 Orkuveita Reykjavíkur dregin út úr REI á næstu mánuðum Orkuveita Reykjavíkur verður dregin út úr Reykjavik Energy Invest á næstu mánuðum og Haukur Leósson hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. 8.10.2007 15:03 Sátt í sjónmáli hjá sjálfstæðismönnum Heimildir fréttastofu Vísis herma að sátt hafi náðst um málefni Reykjavík Energy Invest á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu. 8.10.2007 14:40 Gæsluvarðhaldskrafa lögð fram yfir Hringbrautarmanninum Lögreglan er nú að leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn fyrir líkamsárás í gær. 8.10.2007 14:32 Engin ný tilfelli af e.coli Engin ný tilfelli af E.coli bakteríusýkingu hafa komið upp en fimm hafa greinst með sýkinguna. Bakterían er mjög skæð og afar sjaldgæft er að hún greinist hér á landi. 8.10.2007 14:17 Ragnar Hall flytur mál Svandísar Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur tekið að sér að flytja mál Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa Vinstri - grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vegna eigendafundar Orkuveitunnar þar sem tilkynnt var um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy. 8.10.2007 14:09 Vilja björgunarþyrlu á Hornafirði Bæjarstjórn Hornafjarðar vill að björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Hornafirði. Bæjarstjórnin segir að Hornafjarðarflugvöllur sé mikilvægur hlekkur í björgunar- og öryggisþjónustu í landinu. 8.10.2007 13:57 Kreppuástand meðal sjófuglategunda í Norðurhöfum Kreppuástand ríkir meðal nokkurra sjófuglategunda á víðáttumiklu svæði í Norðurhöfum, þar meðal hjá fýl, ritu, kríu, langvíu og lunda. 8.10.2007 13:47 Langþreyttir á manneklu, álagi og lágum launum Aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum segir þá orðna langþreytta vegna manneklu, álags og lágra launa. Hún segir launastefnu hins opinbera í hjúkrunar- og umönnunarstörfum út í hött. 8.10.2007 13:15 Byrgisstúlka vinnur sjálfboðavinnu í sunnudagaskóla Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem vakti athygli í fyrravetur, þegar hún sakaði Guðmund Jónsson í Byrginu um níðingsverk, starfar nú í sjálfboðavinnu í sunnudagaskóla í Grafarvogskirkju. 8.10.2007 12:51 Ringo Starr kemur á morgun Ringo Starr og Olivia Harrison koma til landsins á morgun til að vera viðstödd tendrun friðarsúlunnar. Þau munu þó stoppa stutt hér á landi og fara heim að athöfn lokinni. Enn er ekki útilokað að Paul McCartney sjái sér fært að mæta. 8.10.2007 12:14 Fundur sjálfstæðismanna hafinn Fundur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hófst í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skemmstu. Á fundinum munu flokksmenn reyna að leita sátta í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur. 8.10.2007 12:13 Litháar gripnir við búðarhnupl í gær Öryggisverðir gripu þrjá Litháa, sem voru að hnupla í Hagkaupum í Smáralind í gær, en tveir til viðbótar sluppu. 8.10.2007 12:05 Orkuveitan selji hluti í REI upp að því marki sem hún setti í fyrirtækið Björn Ingi Hrafnsson ,formaður borgarráðs, vill að Orkuveita Reykjavíkur selji hluti í Reykjavik Energy Invest upp að því marki sem hún setti upphaflega í fyrirtækið. Hann segir að einnig sé ljóst að setja þurfi lög um aðskilnað veitustarfsemi frá samkeppnismarkaði. 8.10.2007 12:01 Horfur á slagviðri þegar friðarsúlan verður tendruð Búast má við að það verði lágskýjað, hvasst og jafnvel rigning annað kvöld þegar Yoko Ono tendrar friðarsúluna í Viðey með formlegum hætti. 8.10.2007 11:52 Vinnukrani rakst á Höfðabakkabrú Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan ellefu í morgun eftir að vinnukrani á vörubifreið rakst á Höfðabakkabrú. Svo virðist sem ökumaður vörubifreiðarinnar hafi ekki áttað sig á því að kraninn var enn uppi. 8.10.2007 11:47 Blaðið verður 24 stundir Nafni Blaðsins verður breytt frá og með morgundeginum og mun það framvegis heita 24 stundir. Fram kemur í tilkynningu frá Árvakri, sem rekur blaðið, að þetta sé hluti af sókn á dagblaðamarkaði sem hófst í sumar og verður nú fram haldið undir nýju nafni og með því að gera efni blaðsins enn aðgengilegra og skemmtilegra. 8.10.2007 11:34 Staðfest að Ringo og Olivia komi Nú hefur verið staðfest að Ringo Starr og Olivia Harrison ekkja Georgs Harrison munu koma til landsins og verða viðstödd í Viðey þegar friðarsúla Yoko Ono verður formlega tekin í notkun á morgun. Hinsvegar hefur Paul McCartney afboðað komu sína. 8.10.2007 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hægt að vera góður Evrópubúi utan ESB Forsætisráðherra hrósar Evrópusambandinu vegna aðgerða í umhverfismálum en ítrekar um leið þá afstöðu af hægt sé að vera góður Evrópubúi utan sambandsins. 9.10.2007 12:27
Glitnir hvorki játar né neitar að bankinn hafi áhuga á REI-hlut Oddviti Samfylkingarinnar í borginni furðar sig á því að meirihlutinn hafi stofnað til brunaútsölu á eignarhlut Orkuveitunnar í REI í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Glitnis hvorki játar því né neitar að bankinn hafi þegar lýst áhuga á að kaupa hlut Orkuveitunnar í REI. 9.10.2007 12:11
Næstbest að búa á Íslandi Ísland er í öðru sæti á lista bandaríska tímaritsins Reader's Digest yfir þær þjóðir þar sem best þykir að búa. Listinn er byggður á könnun bandaríska umhverfishagfræðingsins Matthew Kahn sem náði til 141 lands. 9.10.2007 12:09
Toppskarfur í útrýmingarhættu við Íslandsstrendur Toppskarfur við Íslandsstrendur stefnir í útrýmingarhættu og flestir aðrir sjófuglar á norðurslóðum eru á hröðu undanhaldi. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um fuglalíf á norðurslóðum. 9.10.2007 12:00
Þrír varamenn taka sæti á Alþingi í dag Þrír varamenn taka sæti á Alþingi í dag þar á meðal Guðmundur Steingrímsson sonur Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Guðmundur segist ætla láta að sér kveða á þeim tíma sem hann mun sitja á þingi. 9.10.2007 11:53
Enn von um Paul McCartney í Viðey Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð í Viðey þegar klukkuna vantar átta mínútur í átta í kvöld í beinni útsendingu á Stöð tvö. Mikil spenna ríkir um það hvort Sir Paul McCartney birtist óvænt og verði með þeim Ringo Starr, Sean Lennon og Oliviu Harrison við athöfnina og heiðri þannig minningu John Lennons á fæðingardegi hans, en Lennon hefði orðið 67 ára í dag. 9.10.2007 11:52
HV vill fimm meistaranámsleiðir á fimm árum Fimm alþjóðlegar námsleiðir á meistarastigi, frumgreinanám í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og sumarnámskeið í íslensku fyrir erlenda skiptinema eru meðal hugmynda sem Háskólasetur Vestfjarða vinnur að til framtíðar. 9.10.2007 11:46
Ógöngur Vilhjálms borgarstjóra Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson borgarstjóri hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti. Á meðal umdeildra verkefna hans er að gera útigangsmenn að nágrönnum leikskólabarna og gefa fjárhættuspilafyrirtæki 20 milljónir króna á silfurfati. 9.10.2007 11:21
Hörð mótmæli VG á Akranesi Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akranesi hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem viðgengist hafa innan Orkuveitu Reykjavíkur og almenningur hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur. 9.10.2007 10:05
Dönsk kvikmynd hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Danska kvikmyndin Listin að gráta í kór hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2007. Frá þessu var greint í dag. 9.10.2007 09:38
Útgjöld til félagsverndar aukast um 12 milljarða Heildarútgjöld til félagsverndar jukust um nærri sex prósent á milli áranna 2004 og 2005, eða úr 210 milljörðum í 222 milljarða. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós. 9.10.2007 09:14
Björn biðst undan því að vera bendlaður við REI Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, biðst undan því á bloggsíðu sinni að nafn hans sé „nefnt í tengslum við þessar uppákomur hjá OR og REI síðustu daga.“ Björn Ingi Hrafnsson benti á það í Kastljósi Ríkisútvarpsins að Björn hafi setið í stjórn Orkuveitunnar þegar ákvörðanir voru teknar um ENEX. 8.10.2007 23:14
Heimdellingar fagna sátt og samstöðu í borgarstjórn Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsir yfir ánægju með þá „sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Stjórn félagsins fagnar þeirri niðurstöðu að stefnt skuli að sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI. 8.10.2007 21:28
Pólitísk spilling einkennir REI málið Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki vera andsnúinn sameiningu REI og Geysis green energy eða útrás íslenskra orkufyrirtækja yfirleitt. Hann segist hins vegar gera athugasemdir við feril málsins sem einkennist af pólitískri spillingu að hans mati. Bjarni segir að sala ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja hafi verið mistök sem séu að reynast dýrkeypt. 8.10.2007 20:54
Íslendingar eiga að losa sig við jarðefnaeldsneytið Ef eitthvert land í heiminum ætti að geta skipt úr jarðeldsneyti fyrir aðra og betri kosti er það Ísland. Þetta segir prófessor við tækniháskólann í Colorado. 8.10.2007 19:36
Menningarhúsið á Akureyri klætt stuðlabergi Þrjú þúsund tonna stuðlabergsklæðning sem þekja mun menningarhúsið á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Svo gæti farið að stuðlabergið yrði að tískufyrirbrigði. 8.10.2007 19:32
Grunaðir um skjalabrot og brot á vinnulöggjöf Grunur leikur á að GT verktakar og Nordic Construction Line hafi gerst sek um skjalabrot og brot gegn vinnulöggjöfinni. Málið er komið inn á borð ríkislögreglustjóra. 8.10.2007 19:30
Gefum friðnum tækifæri Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð á morgun á afmælisdegi Johns Lennon. Bítillinn Ringo Starr verður viðstaddur sem og Olivia Harrison, ekkja bítilsins George Harrisons. Ekki er útilokað að Paul McCartney verði viðstaddur athöfnina. 8.10.2007 19:30
Ákvörðun Ólafs veltur á stuðningi þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að það hvort hann hafi stuðning þjóðarinnar til að sinna forsetaembættinu eins og hann hefur gert hingað til muni hafa áhrif á það hvort hann bjóði sig fram til endurkjörs á næsta ári. 8.10.2007 19:23
Björn Ingi undrast að Vilhjálmur hafi ekki vitað af kaupréttarsamningum Björn Ingi Hrafnsson, segir að það komi sér verulega á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af þeim kaupréttarsamningum sem gerðir voru í tengslum við sameiningu REI og Geysir green energy. Hann bendir á að Haukur Leóson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og stjórnarmaður í REI sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms. 8.10.2007 18:31
Dagur segir fráleitt að selja REI „Sú þrautalending borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að ætla að selja hlut Orkuveitunnar í Reykjavik Invest er fráleit. Hún felur í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu arum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni. 8.10.2007 17:47
Dorrit vísar fréttaflutningi DV á bug Dorrit Moussaieff fosetafrú segist vera særð og móðguð yfir fréttaflutningi DV í dag. Þar er sagt að Dorrit hafi verið ein af styrktaraðilum verðlauna sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi veitt viðtöku 23. september sl. 8.10.2007 16:55
Harður árekstur á Akureyri Harður árekstur varð á gatnamótum Þingvallastrætis og Vallargerðis á Akureyri, rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Jeppi og fólksbifreið sem voru að koma úr gagnstæðri átt rákust saman. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var enginn fluttur á slysadeild en ökumaður fólksbílsins kenndi eymsla í hálsi. 8.10.2007 16:40
Sátt um að halda völdum í Reykjavík Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að sáttaniðurstaða sjálfstæðismanna í málefnum Reykjavik Energy Invest sé sátt um áframhaldandi völd í Ráðhúsinu í Reykjavík og að viðhalda völdum Framsóknarflokksins í borginni. 8.10.2007 16:27
Haukur kemur af fjöllum Haukur Leósson, fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, kom af fjöllum þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum við því að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hygðist láta hann víkja vegna málefna Reykjavik Energy Invest. 8.10.2007 16:07
Sýknaður af utanvegaakstri við smölun Héraðsdómur Norðurlands eystra sektaði í dag karlmann um áttatíu þúsund krónur fyrir að aka á óskráðu vélhjóli við smölun. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um utanvegarakstur. 8.10.2007 16:00
Björgólfur hafnar því að hafa þrýst á borgarstjóra vegna REI Björgólfur Guðmundsson hafnar því að hafa þrýst á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson um að flýta sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy 8.10.2007 15:47
Grunaður granni segist saklaus í Hringbrautarmálinu 38 ára gamall karlmaður hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna andláts manns á fimmtugsaldri á Hringbraut. Maðurinn lá í blóði sínu heima fyrir þegar lögreglan kom á vettvang á sunnudag og var úrskurðaður látinn í gærkvöld. Hinn grunaði, sem er nágranni þess látna, hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu. 8.10.2007 15:44
Orkuveita Reykjavíkur dregin út úr REI á næstu mánuðum Orkuveita Reykjavíkur verður dregin út úr Reykjavik Energy Invest á næstu mánuðum og Haukur Leósson hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. 8.10.2007 15:03
Sátt í sjónmáli hjá sjálfstæðismönnum Heimildir fréttastofu Vísis herma að sátt hafi náðst um málefni Reykjavík Energy Invest á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu. 8.10.2007 14:40
Gæsluvarðhaldskrafa lögð fram yfir Hringbrautarmanninum Lögreglan er nú að leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manninum sem handtekinn fyrir líkamsárás í gær. 8.10.2007 14:32
Engin ný tilfelli af e.coli Engin ný tilfelli af E.coli bakteríusýkingu hafa komið upp en fimm hafa greinst með sýkinguna. Bakterían er mjög skæð og afar sjaldgæft er að hún greinist hér á landi. 8.10.2007 14:17
Ragnar Hall flytur mál Svandísar Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur tekið að sér að flytja mál Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa Vinstri - grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vegna eigendafundar Orkuveitunnar þar sem tilkynnt var um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysi Green Energy. 8.10.2007 14:09
Vilja björgunarþyrlu á Hornafirði Bæjarstjórn Hornafjarðar vill að björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Hornafirði. Bæjarstjórnin segir að Hornafjarðarflugvöllur sé mikilvægur hlekkur í björgunar- og öryggisþjónustu í landinu. 8.10.2007 13:57
Kreppuástand meðal sjófuglategunda í Norðurhöfum Kreppuástand ríkir meðal nokkurra sjófuglategunda á víðáttumiklu svæði í Norðurhöfum, þar meðal hjá fýl, ritu, kríu, langvíu og lunda. 8.10.2007 13:47
Langþreyttir á manneklu, álagi og lágum launum Aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum segir þá orðna langþreytta vegna manneklu, álags og lágra launa. Hún segir launastefnu hins opinbera í hjúkrunar- og umönnunarstörfum út í hött. 8.10.2007 13:15
Byrgisstúlka vinnur sjálfboðavinnu í sunnudagaskóla Ólöf Ósk Erlendsdóttir, sem vakti athygli í fyrravetur, þegar hún sakaði Guðmund Jónsson í Byrginu um níðingsverk, starfar nú í sjálfboðavinnu í sunnudagaskóla í Grafarvogskirkju. 8.10.2007 12:51
Ringo Starr kemur á morgun Ringo Starr og Olivia Harrison koma til landsins á morgun til að vera viðstödd tendrun friðarsúlunnar. Þau munu þó stoppa stutt hér á landi og fara heim að athöfn lokinni. Enn er ekki útilokað að Paul McCartney sjái sér fært að mæta. 8.10.2007 12:14
Fundur sjálfstæðismanna hafinn Fundur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hófst í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skemmstu. Á fundinum munu flokksmenn reyna að leita sátta í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur. 8.10.2007 12:13
Litháar gripnir við búðarhnupl í gær Öryggisverðir gripu þrjá Litháa, sem voru að hnupla í Hagkaupum í Smáralind í gær, en tveir til viðbótar sluppu. 8.10.2007 12:05
Orkuveitan selji hluti í REI upp að því marki sem hún setti í fyrirtækið Björn Ingi Hrafnsson ,formaður borgarráðs, vill að Orkuveita Reykjavíkur selji hluti í Reykjavik Energy Invest upp að því marki sem hún setti upphaflega í fyrirtækið. Hann segir að einnig sé ljóst að setja þurfi lög um aðskilnað veitustarfsemi frá samkeppnismarkaði. 8.10.2007 12:01
Horfur á slagviðri þegar friðarsúlan verður tendruð Búast má við að það verði lágskýjað, hvasst og jafnvel rigning annað kvöld þegar Yoko Ono tendrar friðarsúluna í Viðey með formlegum hætti. 8.10.2007 11:52
Vinnukrani rakst á Höfðabakkabrú Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan ellefu í morgun eftir að vinnukrani á vörubifreið rakst á Höfðabakkabrú. Svo virðist sem ökumaður vörubifreiðarinnar hafi ekki áttað sig á því að kraninn var enn uppi. 8.10.2007 11:47
Blaðið verður 24 stundir Nafni Blaðsins verður breytt frá og með morgundeginum og mun það framvegis heita 24 stundir. Fram kemur í tilkynningu frá Árvakri, sem rekur blaðið, að þetta sé hluti af sókn á dagblaðamarkaði sem hófst í sumar og verður nú fram haldið undir nýju nafni og með því að gera efni blaðsins enn aðgengilegra og skemmtilegra. 8.10.2007 11:34
Staðfest að Ringo og Olivia komi Nú hefur verið staðfest að Ringo Starr og Olivia Harrison ekkja Georgs Harrison munu koma til landsins og verða viðstödd í Viðey þegar friðarsúla Yoko Ono verður formlega tekin í notkun á morgun. Hinsvegar hefur Paul McCartney afboðað komu sína. 8.10.2007 11:30