Innlent

Horfur á slagviðri þegar friðarsúlan verður tendruð

Þegar hafa verið gerðar tilraunir með friðarsúluna og hvernig hún lýsir upp himininn.
Þegar hafa verið gerðar tilraunir með friðarsúluna og hvernig hún lýsir upp himininn. MYND/Valur Hrafn Einarsson

Búast má við að það verði lágskýjað, hvasst og jafnvel rigning annað kvöld þegar Yoko Ono tendrar friðarsúluna í Viðey með formlegum hætti.

„Það verður austanátt, svona 8-9 metrar á sekúndu og líklega rignir þótt enn sé nokkur óvissa þar um,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á fréttastofu Stöðvar 2. Hann segir enn fremur að skýjahæð verði 30-40 metrar sem þýðir að það verður lágskýjað. „Það er þannig í austanáttum skýlir Esjan en ég á von á að það bæti nokkuð í vindinn þegar líður á kvöldið.“

Eins og fram hefur komið verður friðarsúlan tendruð í minningu Johns Lennons sem hefði orðið 67 ára á morgun. Friðarsúlan mun svo loga til 8. desember en það er dánardægur Lennons sem féll fyrir morðingahend

Hvalaskoðun Reykjavíkur mun hefja sérstakar siglingar í tengslum við friðarsúluna, en farnar verða tvær ferðir í Viðey annað kvöld, kl. 21.30 og 22.30 frá Skarfabakka í Sundahöfn. Þá er ráðgert að sigla í Viðey á hverju kvöldi kl. 20 eða eins og veður leyfir.

Stefnt er að því að friðarsúlan lýsi upp himinninn þessa tvo mánuði ár hvert. Einnig verður kveikt á ljósinu á gamlársdag, á jafndægri að vori þegar ljósið mun loga í viku og á sérstökum hátíðardögum sem Yoko Ono og Reykjavíkurborg koma sér saman um eftir því sem segir á vef borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×