Innlent

Litháar gripnir við búðarhnupl í gær

Öryggisverðir gripu þrjá Litháa, sem voru að hnupla í Hagkaupum í Smáralind í gær, en tveir til viðbótar sluppu.

Þeir gáfu sig svo fram þegar þeir sáu að lögregla var að fjarlægja vini þeirra. Mennirnir hafa ekki atvinnuréttindi hér og geta ekkert tjáð sig nema á móðurmáli sínu. Að loknum yfirheyrslum, með aðstoð túlks, var þeim sleppt í gærkvöldi og málið sent ákæruvaldinu.

Níu landar þeirra eru nú í gæsluvarðhaldi vegna búðahnupls og fjórir til viðbótar í farbanni. Tveir til viðbótar hafa verið handteknir en sleppt vegna skorts á sönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×