Innlent

Fundur sjálfstæðismanna hafinn

MYND/365

Fundur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna hófst í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skemmstu. Á fundinum munu flokksmenn reyna að leita sátta í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur.

Mikil ólga hefur verið innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna síðan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, og Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, tilkynntu í síðustu viku um samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy.

Almennt er talið að staða borgarstjóra innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks hafi veikst verulega. Ekki er þó talið að flokksmenn muni krefjast þess að hann segi af sér heldur verði reynt að leita sátta í málinu. Líklegt þykir Orkuveita Reykjavíkur verði dregin út úr Reykjavík Energy Invest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×