Fleiri fréttir

Ólafur og Dorrit láta nágrannadeilu ekki stoppa sig

Ólafur Ragnar Grímsson forseti setur embættisskyldur sínar framar persónulegum hagsmunum. Þrátt fyrir að hann standi í hatrömmum nágrannadeilum við Þorstein Jónsson, stjórnarformann Glitnis, og reyndar fleiri út af fyrirhuguðum bílskúrs- og skjólveggjabyggingum við Laufásveg þá stoppaði það ekki hann og Dorrit Moussaieff í að vera heiðursgestir Glitnis í boði sem bankinn hélt í Rockefeller Center í New York í gærkvöld.

Umferðaröngþveiti á Miklubraut

Miklar umferðartafir eru á Miklubrautinni þessa stundina. Verið er að malbika austurleið frá Lönguhlíð að Kringlumýrabraut. Því hefur verið sett tvístefna á umferðargötuna þar sem alla jafna er umferð í vesturátt. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er búist við að verkinu verði lokið fyrir síðdegistraffík, eða á milli klukkan 15 og 16.

Geir og Inga Jóna til Írlands

Geir H. Haarde forsætisráðherra sækir Íra heim í næstu viku ásamt eiginkonu sinni Ingu Jónu Þórðardóttur. Eftir því sem írskir miðlar greina frá er þetta opinber heimsókn og mun Geir hitta bæði Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands og Mary McAleese, forseta landsins.

Viðskiptaráðherra væntanlega á Volvo

Viðskiptaráðuneytið mun að öllum líkindum fjárfesta í forláta Volvo XC90 jeppa en eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 á dögunum ók viðskiptaráðherra um á óvistvænasta bílnum í ráðherraflotanum. Volvoinn er með díselvél og töluvert vistvænni en bensínhákurinn sem ráðherrann hefur ferðast í að undanförnu.

Ber ekki að sundurliða símreikninga að eigin frumkvæði

Símanum ber ekki að sundurliða reikninga áskrifenda sinna í talsímaþjónustu að eigin frumkvæði samkvæmt niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar. Hins vegar ber fyrirtækinu að sundurliða reikninga ef viðskipavinur biður um það og þarf viðskiptavinurinn ekki að greiða fyrir það.

Pirrar mig þegar ungt fólk svarar mér á ensku

Það pirrar mig þegar ungt fólk í afgreiðslustörfum svarar mér á ensku, segir hollensk kona sem hefur lært íslensku þau þrjú ár sem hún hefur búið á landinu. Að hennar mati er lykillinn að því að nýbúar læri íslensku að byrjað sé snemma á því að tala eingöngu íslensku við þá.

Verð á grásleppuhrognum rýkur upp

Verð á grásleppuhrognum hefur rokið upp að undanförnu vegna lélegrar vertíðar við Grænland og Nýfundnaland. Þá var lítið veitt hér við land vegna áhugaleysis út af verðlagningunni.

Action man í hremmingum á Austurlandi

Hreindýraveiðimenn úr Veiðifélaginu Sósunni rákust á Roger Johnson eða Action man í suddaveðri á leið frá Egilsstöðum til Hafnar í Hornafirði. Hann hugðist ná þar rútu til Reykjavíkur. "Roger var kaldur og blautur og alveg búinn að vera. Beiðni hans um aðstoð var vel tekið. Hjóli hans var hent upp á kerru og honum ekið til Reykjavíkur," segir Jónas Sturla Sverrisson, einn liðsmanna í Sósunni.

Sölumenn SS mættu ferskir til vinnu í morgun

Útisölumenn hjá Sláturfélagi Suðurlands, sem flestir tilkynntu sig veika í gær, mættu hressir til vinnu í morgun. Eins og greint var frá í gær herma heimildir Vísis að um verkfall hafi verið að ræða. Forstjóri SS segir engin eftirmál verða að atvikinu, málin hafi verið rædd í morgun.

Frestar því að gefa út tilmæli vegna FIT-kostnaðar

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur í bili hætt við að gefa út formleg tilmæli til banka og sparisjóða vegna svokallaðs FIT-kostnaðar og hyggst bíða niðurstöðu starfshóps sem viðskiptaráðherra skipaði til þess að fara yfir gjaldtöku bankanna.

Ökumaður slapp ómeiddur þegar vörubíll valt

Vörubíll valt á hliðina rétt austan við Hala í Suðursveit á miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Höfn í Hornafirði fór bíllinn út af veginum í vindhviðu og fór síðan á hliðina eftir að hann stöðvaði. Ökumann sakaði ekki en hann var einn í bifreiðinni.

Farþegum um Leifsstöð fjölgar um nærri tíu prósent milli ára

Um 671 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fystu átta mánuðum ársins samanborðið 613 þúsund farþega á sama tíma í fyrra. Nemur aukningin níu og hálfu prósenti á milli ára eftir því sem segir í Hagvísum Hagstofunnar.

Héraðsdómur fellst á heilaskaðavörn í nauðgunarmáli

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í morgun að kvaddir verði til matsmenn til að meta sakhæfi Jóns Péturssonar, margdæmds nauðgara. Jón var í apríl síðastliðnum dæmdur í fimm ára fangelsi í Hæstarétti fyrir hrottfengin brot gegn tveimur konum og í júní fékk hann annan fimm ára dóm fyrir að hafa nauðgað og misþyrmt á annan hátt fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Gistinóttum fjölgaði um sex prósent í júlí

Gistinóttum á hótelum í júlí síðastliðnum fjölgaði um sex prósent frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þær voru um 189 þúsund í júlí í ár en um 1778 þúsund í sama mánuði árið 2006. Fjölgunin var hlutfallslega mest á Norðurlandi þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 12 prósent, úr 19.400 í 21.700 milli ára.

Vilja selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitunnar

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði lögðu til á bæjarstjórnarfundi í gær að hlutur bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja verði seldur Orkuveitu Reykjavíkur. Eignarhlutur Hafnarfjarðar í hitaveitunni er tæpir átta milljarðar króna og vilja bæjarfulltrúarnir að andvirði sölunnar verði varið til greiðslu á skuldum bæjarins og skapa svigrúm til að lækka útsvar og fasteignaskatta í Hafnarfirði. Tillagan hlaut ekki afgreiðslu á fundinum í gær.-

Tvær konur slösuðust í bílslysi

Tvær konur slösuðust, þegar tveir bílar rákust á á Reykjanesbraut ofan við Njarðvík um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. Barn sem var í barnastól í öðrum bílnum, slapp ómeitt. Konurnar voru fluttar á sjúkrahús, en reyndust ekki alvarlega slasaðar.-

Eldur kviknaði í sumarbústað

Eldur kviknaði í sumarbústað í Vaðlaheiði , gengt Akureyri, í gærkvöldi. Mikill eldur var í bústaðnum þegar slökkvilið kom á vettvang. Þótt greiðlega gengi að slá á mesta eldinn, tók um þrjár klukkustundir að ráða endanlega niurlögum hans þar sem glæður voru á milli þilja og þurfti að rífa mikið til að komast að þeim. Bústaðurinn, sem er nýlegur, er stór skemmdur ef ekki ónýtur. Við fyrstu sýn virðist hann hafa kviknað út frá eldavél, en fólk var í bústaðnum í gærdag.-

Endurmeta löggæsluþörf í miðborginni

Samþykkt var á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi tillaga Samfylkingarinnar um endurmat á löggæsluþörf í miðborginni. Samkvæmt tillögunni verður leitast við að meta löggæslu, sem snýr að almenningi, með áherslu á sýnilega löggæslu.

Drengirnir tveir fundnir

Tveir fimmtán ára piltar, sem struku af meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal á sunnudag, fundust á gangi í Breiðholti í gærkvöldi. Þeir voru þreyttir og slæptir og vour þeir vistaðir að Stuðlum í nótt. Þeir stálu bíl í grennd við meðferðarheimilið og óku honum til Akureyrar, en ekki liggur fyrir hvernig þeir komust áfram til Reykjavíkur.-

Keyrt á rollu á Laugarvatnsvegi

Keyrt var á rollu á Laugarvatnsvegi um klukkan hálf tíu í kvöld. Ökumann sakaði ekki en rollan drapst við ákeyrsluna. Að sögn lögreglu eru slys af þessu tagi nokkuð algeng á þessum árstíma.

Eldur í sumarbústað í Vaðlaheiði

Slökkvilið Akureyrar var kallað út laust eftir klukkan sjö í kvöld eftir að eldur kviknaði í sumarbústað við Geldingsá í Vaðlaheiði. Bústaðurinn stóð í björtu báli þegar slökkvilið bar að garði. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Árekstur á Reykjanesbraut

Tveir bílar rákust saman á Reykjanesbraut fyrir ofan Njarðvík rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Báðir ökumenn voru fluttir á sjúkrahús en þeir ekki alvarlega slasaðir.

Bílvelta á Biskupshálsi

Bílvelta varð á hringveginum á Biskupshálsi um klukkan hálf þrjú í dag. Engan sakaði í veltunni.

Búið að finna strokupilta

Piltarnir tveir sem struku frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal á sunnudaginn fundust í íbúð í efra Breiðholti rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Það var íbúi sem gerði lögreglunni viðvart eftir að hann bar kennsl á drengina. Bifreiðin sem þeir stálu fannst skömmu síðar á Akureyri.

Vilja ganga sem fyrst frá sölu Hitaveitu Suðurnesja

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í dag að fresta tilllögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að bærinn seldi hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitu Reykjavíkur. Oddviti sjálfstæðismanna segir brýnt að bærinn gangi sem fyrst frá sölunni.

Eldur í ruslatunnugeymslu í Vesturbænum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan átta í kvöld eftir að tilkynning barst um eld í ruslatunnugeymslu í íbúðarblokk í Vesturbænum. Það var vegfarandi sem gerði slökkviliðinu viðvart.

Vilja að kjör aldraðra og öryrkja séu leiðrétt

Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytunum hefur í dag borist fjöldi tölvupósta þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika. Tilefni póstsendinganna er veikindi tveggja kvenna með ólæknandi krabbamein sem búa við tekjuskerðingu vegna veikinda sinna.

Framboð til Öryggisráðs kynnt

Rúmlega 40% þjóðarinnar styðja framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en um þriðjungur er andstæður því. Fundarherferð í samvinnu við alla háskóla landsins hefst í vikunni þar sem alþjóðamál og framboðið verða kynnt.

Varað við skriðuföllum í Óshlíð

Vegna mikillar úrkomu og hættu á skriðuföllum er fólk varað við að vera á ferðinni um Óshlíð að ástæðulausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Unglingur slasaðist þegar mótorkrosshjól skullu saman

Tveir fjórtán ára drengir lentu í árekstri á mótorkrosshjólum í Vestmannaeyjabæ í dag með þeim afleiðingum að annar þeirra slasaðist á fæti. Töluvert hefur borið á því að unglingar og börn aki réttindalaus um á mótorkross- eða fjórhjólum samkvæmt Umferðarstofu.

Meiri umferðarteppur í borginni en nokkru sinni

Meiri umferðateppur eru nú í borginni kvölds og morgna en nokkru sinni fyrr. Allir ætla sér að mæta á hárréttum tíma eftir að skólarnir hófu störf að nýju eftir sumarfrí. Þetta virðist sprungið gatnakerfið ekki þola.

Auglýsingin er nútímatrúboð

Ný auglýsing Símans, þar sem síðasta kvöldmátíðin er endurgerð, er smekklaus að mati biskups Íslands. Á biskupsstofu er spurt hvort ekkert sé heilagt lengur. Jón Gnarr, höfundur auglýsingarinnar, segir um nútímatrúboð að ræða.

Meira en helmingur tekna Íslandspósts á samkeppnismarkaði

Íslandspóstur gengur langt út fyrir verksvið sitt í samkeppni við einkafyrirtæki, segja talsmenn Hans Petersen hf. Forstjóri Íslandspósts segir að rúmur helmingur tekna Íslandpósts komi frá starfsemi á samkeppnismarkaði.

Sex réttindalausir ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex réttindalausa ökumenn um síðustu helgi. Einn karlmaður á sextugsaldri var tekinn í Hafnarfirði. Sá sagðist hafa gleymt ökuskírteininu heima en við nánari athugun kom í ljós að búið var að svipta manninn ökuleyfi ævilangt.

MS ósátt við Siggi's skyr

Mjólkursamsalan íhugar að kæra íslenskan skyrframleiðanda í New York fyrir að selja vöru sína undir nafninu Siggi's skyr. Samsalan kveðst eiga einkaleyfi á vörumerkinu skyri.

Friðargæsluliði heim frá Írak

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að kalla íslenska friðargæsluliða heim frá Írak þar sem Íslendingar vilji ekki taka þátt í stríðsrekstri þar.

Skólanemar streyma í strætó

Farþegum Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fjórðung á þessu hausti - þökk sé fríkortinu sem sveitarfélögin ákváðu að gefa framhalds- og háskólanemum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Strætó.

Bláskógabyggð veðursælasta sveitarfélagið

Bláskógabyggð var veðursælasta sveitarfélagið í sumar samkvæmt veðurleik veðurstofu Stöðvar 2 og Vísis. Borgarbyggð var í öðru sæti en Rangárþing Eystra í því þriðja.

Strokupilta enn leitað

Ekkert hefur enn spurst til piltanna tveggja sem struku frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal að kvöldi síðastliðins sunnudags. Talið er líklegt að piltarnir hafi stolið bíl og keyrt til Reykjavíkur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Barnaverndaryfirvöld hefur nú tekið formlega við málinu af lögreglunni á Húsavík.

Eldur í parhúsi í Breiðholti

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eld í parhúsi í Breiðholti laust eftir klukkan fimm í dag. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði.

Sjá næstu 50 fréttir