Innlent

Umferðaröngþveiti á Miklubraut

Miklar umferðartafir eru á Miklubrautinni þessa stundina. Verið er að malbika austurleið frá Lönguhlíð að Kringlumýrabraut. Því hefur verið sett tvístefna á umferðargötuna þar sem alla jafna er umferð í vesturátt. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er búist við að verkinu verði lokið fyrir síðdegistraffík, eða á milli klukkan 15 og 16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×