Innlent

Geir og Inga Jóna til Írlands

MYND/Vilhelm

Geir H. Haarde forsætisráðherra sækir Íra heim í næstu viku ásamt eiginkonu sinni Ingu Jónu Þórðardóttur. Eftir því sem írskir miðlar greina frá er þetta opinber heimsókn og mun Geir hitta bæði Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands og Mary McAleese, forseta landsins.

Þá verður efnt til móttöku til heiðurs Geir og Ingu Jónu á Þjóðminjasafni Írlands þann 13. september. Stutt er síðan Geir heimsótti Skotland með 50 félögum úr Rótarýklúbbnum Miðborgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×