Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar flýja álag á spítölunum Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut í allt að fjóra sólarhringa vegna skorts á öðrum úrræðum. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem þar hefur starfaði í á sjötta ár en hefur nú sagt upp störfum eftir að hafa fengið nóg af því erfiða ástandi sem ríkir á bráðadeildinni. 26.6.2007 19:11 Biðlistum Greiningastöðvarinnar eytt á tveimur árum Eftir tvö ár verður búið að eyða biðlistum barna hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hefja aðgerðir til að tryggja styttri biðtíma eftir greiningu en hann er nú allt að þrjú ár. 26.6.2007 19:05 Þjóðhagslega hagkvæmt að draga úr þorskveiðum Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þjóðhagslega hagkvæmt að draga verulega úr þorskveiðum á næsta ári. Minni þorskveiði mun koma harðast niður á Vestfirðingum, þar sem þorskveiðar vega mikið í atvinnumálum heimamanna. 26.6.2007 18:56 Rafmagnsbruni á Nesvöllum Eldur kom upp í rafmagnstöflu í nýju fjölbýlishúsi sem er í byggingu fyrir eldri borgara á Nesvöllum í Reykjanesbæ nú síðdegis. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, kom upp bilun í rafmagnstöflu við götuinntak með þeim afleiðingum lagnir brunnu. 26.6.2007 18:49 Landsvirkjun sögð hóta og múta sveitarstjórn Flóahrepps Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun Þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag. Landsvirkjun vísar þessum ásökunum alfarið á bug og segir viðræðum við hreppsnefndina ekki hafa verið lokið . 26.6.2007 18:34 Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það málefni Landsvirkjunar hvernig ósk Alcan um endurnýjun raforkusamnings verður svarað og telur ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að því. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum. 26.6.2007 18:30 Löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á strætisvagnaþjónustu Ákveðið hefur verið að hefja viðræður um að ríkið taki þátt í kostnaði við rekstur Strætó bs. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Strætó segir löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á þjónustu strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Eðlilegt sé að ríkið taki þátt í kostnaði við almenningssamgöngur. 26.6.2007 18:27 Á fimmta þúsund manns í göngu gegn umferðarslysum Góð þáttaka er í göngum sem farnar eru til þess að mótmæla umferðarslysum. Gengið er í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Hátt á þriðja þúsund manns taka þátt í göngunni í Reykjavík og á Akureyri telur lögregla að um 250 manns hafi tekið þátt. 26.6.2007 17:35 Beit lögreglumann í lærið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón og bíta hann í lærið. Atvikið átti sér stað fyrir skemmtistaðinn Áttuna í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. 26.6.2007 17:17 Staðan í heiminum hefur ekki batnað með tilliti til fuglaflensu Áhættumat vegna hugsanlegrar fuglaflensu hér á landi er óbreytt og staðan í heiminum hefur ekki batnað. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem unnin hefur verið hér á landi í tengslum við áætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. 26.6.2007 16:51 Fimm aukaferðir verði farnar á næstu tveimur vikum Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur óskað eftir því við Vegagerðina og Eimskip, sem rekur Herjólf, að skipið sigli þær fimm aukaferðir sem kveðið er á um í gildandi samningum á næstu tveimur vikum. Næstu tvær vikur verði svo nýttar til þess að ná samkomulagi um 20 aukaferðir sem ríkisstjórnin hafi lofað í vor. 26.6.2007 16:39 Skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Hann var ákræður fyrir að falsað undirskrift bróður síns á yfirlýsingu vegna veðskuldabréfs tengdu bíl. 26.6.2007 16:05 Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum stofnuð Samningur um stofnun rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum við Kennaraháskóla Íslands var undirritaður í gær. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hanna Ragnarsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands. Í stjórn rannsóknastofunnar eru auk Hönnu, Elsa Sigríður Jónsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands og Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. 26.6.2007 15:47 Verðbólgumarkmið næst ekki fyrr en í lok árs 2009, segir Glitnir Greiningardeild Glitnis býst ekki við að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu fyrr en undir lok árs 2009. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga lækki úr fjórum prósentum í 3,3 á milli júní og júlí og fari svo undir þrjú prósent í ágúst en hækki svo aftur fram á vor. 26.6.2007 15:40 Ráðherra hvetur fólk til þátttöku í göngu gegn umferðarslysum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fagnar frumkvæði hjúkrunarfræðinganna Bríetar Birgisdóttur, Önnu I. Arnarsdóttur og Soffíu Eiríksdóttur sem skipulagt hafa göngu gegn alvarlegum umferðarslysum í dag. Hann hvetur fólk til þátttöku. 26.6.2007 15:16 FME hefur sambærileg úrræði og á þróuðustu mörkuðum Evrópu Fjármálaeftirlitið hefur sambærileg úrræði til að framfylgja reglum á verðbréfamarkaði og tíðkast á þróuðust fjármálamörkuðum Evrópu. Þetta kemur fram í könnunum sem Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum gerði á síðasta ári. 26.6.2007 14:49 Umferðarslys á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar Umferðarslys varð á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar nú á þriðja tímanum og eru lögregla og sjúkrabíll komin á vettvang. Samkvæmt fyrstu fregnum er einn sagður slasaður en ekki liggur fyrir hvort hann er alvarlega slasaður eða ekki. 26.6.2007 14:37 Hyggjast leysa vanda Greiningarstöðvarinnar á tveimur árum Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um að ráðast í átaksverkefni til þess að vinna á biðlistum hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. 26.6.2007 14:18 Myglusveppir í tíunda hverju kryddsýni Myglusveppir greindust í tíu prósentum sýna sem tekin voru úr kryddum sem seld eru í verslunum hér á landi. Þetta leiddi eftirlitsverkefni Heilbrigðiseftirlitsins og Umhverfisstofnunar í ljós. 26.6.2007 13:39 Rækjuvinnsla hefst aftur í Bolungarvík Þann 9. júlí næstkomandi mun Bakkavík hf. hefja rækjuvinnslu að nýju í Bolungarvík. 48 starfsmönnum rækjuvinnslunar var sagt upp í lok apríl. Bakkavík hefur nú keypt 500 tonn af frosinni rækju frá Færeyjum og Kanada. 26.6.2007 13:28 Þróuðu aðferð til erfðagreiningar á þorski Prokaria hefur tekist að þróa aðferð til erfðagreiningar á þorski og fleiri fisktegundum. Aðferðina á að nota við upprunagreiningu eða vegna hugsanlegra vörusvika. Einnig er hægt að nota aðferðina á lax og rekja ferðir hans allt frá Atlantshafinu til árinnar þar sem hann klaktist út. 26.6.2007 12:49 Aðalvandinn að fá ekki of mikinn afla Mjög góð veiði er nú úr Norsk-íslenska síldarstofninum skammt austur af landinu og er aðalvandi skipstjórnarmanna að fá ekki of mikinn afla miðað við vinnslugetuna um borð. 26.6.2007 12:45 Skutlurnar á hringferðalagi Það verður tilkomumikil sjón á hringveginum næstu vikuna því nú laust fyrir hádegið lagði eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, Skutlurnar, í hringferðalag eftir þjóðvegi eitt. 26.6.2007 12:30 Farþegar Hafsúlunnar voru ekki óttaslegnir Ferðamenn sem voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni urðu nær ekkert skelkaðir þegar eldur kom þar upp í gær og virtust hafa gaman að því þegar björgunarsveitir Landsbjargar og þyrla landhelsigæslunnar komu á staðinn. 75 manns voru um borð í bátnum en engan sakaði. 26.6.2007 12:15 Kemur á óvart hversu dýr hver ferð er Ekkert bólar enn á aukaferðum Herjólfs á milli lands og Eyja sem samgönguráðherra lofaði í vor að teknar yrðu upp á álagstímum. Samgönguráðherra segir hafa komið á óvart hversu dýr hver ferð er. 26.6.2007 12:15 Hitafundur með íbúum Flóahrepps í gær Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja urriðafossvirkjun á aðalskipulag svæðisins. Oddviti hreppsins segir Landsvirkjun hafa boðið ýmis atriði sem vert hafi verið að skoða. Hitafundur var haldinn með íbúum hreppsins í gær. 26.6.2007 12:08 Nico Rosberg keyrir Williams-bílinn í dag Tuttugu manna teymi vann að því hörðum höndum að setja saman Williams formúlubíl í vetrargarðinum í Smáralindinni í gær. Þýski formúluökumaðurinn Nico Rosberg hyggst svo keyra bílinn síðdegis í dag fyrir gesti og gangandi. 26.6.2007 12:03 Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sér enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér af því hvernig Landsvirkjun svarar ósk Alcan um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík. Ráðherrann segir þetta mál fyrirtækjanna. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum. 26.6.2007 11:58 Fjórtán mánaða fangelsi fyrir lífshættulega líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára karlmann í 14 mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Rauða ljóninu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi í júní í fyrra. 26.6.2007 11:51 Ófullkominn bruni í gasísskáp olli tjaldvagnaslysi Ófullkominn bruni í gasísskáp varð til þess að eldri hjón misstu meðvitund í tjaldvagni sínum í Djúpadal í Barðastrandarsýslu í upphafi mánaðarins. Þetta er niðurstaða í rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins. 26.6.2007 11:27 Ölfusárbrú lokuð í kvöld Ölfusárbrú verður lokað í kvöld frá klukkan 21 til tvö í nótt vegna framkvæmda við hringtorgið við brúna á Selfossi. Vegagerðin bendir vegfarendum á Hringveginum á að fara um Ölfusárósabrú á Eyrarbakkavegi meðan á lokun stendur. 26.6.2007 11:03 Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglukonu Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu. Maðurinn réðst gegn konunni í anddyri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík í lok árs 2005 og kýldi hana í brjóstkassann þannig að hún marðist. 26.6.2007 10:48 Gengið gegn umferðarslysum á þremur stöðum Gengið verður gegn umferðarslysum á þremur stöðum á landinu í dag og hefjast göngurnar klukkan 17. Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum standa fyrir göngu í Reykjavík þar sem gengið verður frá sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hringbraut og að þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi. 26.6.2007 10:22 Dreng bjargað í Sundlaug Akureyrar Líðan sex ára gamals drengs sem bjargað var frá drukknun í Sundlaug Akureyrar í dag er stöðug. Hann er kominn til meðvitundar og verður á gjörgæslu í nótt til eftirlits, að sögn vakthafandi læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 25.6.2007 21:35 Tvíburum fjölgar með fleiri tæknifrjóvgunum Tvíburafæðingum hefur fjölgað hér á landi síðustu áratugi. Ástæða þessa eru tæknifrjóvganir og hækkandi aldur frumbyrja. 25.6.2007 21:01 Mosaeldur kviknaði út frá sígarettustubbi Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem kviknaði við þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Eldurinn náði ekki að breiða mikið úr sér og aðeins eru um 12 til 14 fermetrar brunnir. Lögreglan á Hvolsvelli segir að hins vegar hefði getað farið verr en slóði sem varð á vegi eldsins og lítil gola sáu til þess að hann náði ekki að breiða úr sér. 25.6.2007 19:57 Ísbjörn, ugla, fálki og örn í Bolungarvík Ísbjörn, ugla, fálki og örn eru meðal þess sem hægt er að sjá á endurbættu Náttúrugripasafni Vestfjarða í Bolungarvík sem opnað var um helgina. 25.6.2007 19:27 Fomúlubíll í Smáralind Formúlubíllinn sem Nico Rosberg ekur við Smáralind á morgun, þriðjudag, er kominn til Íslands og hefur verið settur upp í Vetrargarði Smáralindar. Í tilkynningu kemur fram að bílnum, sem vegur um 600 kg, fylgi 20 manna starfslið ásamt tæplega 8 tonnum af búnaði. Þetta er 2007 útgáfa Williams sem notuð er í tilraunaakstri Williams liðsins á brautum um allan heim. 25.6.2007 19:13 Skerðing þorkskvóta getur jafngilt lokun frystihúsa Verði að öllu farið að tillögu Hafró um skerðingu þorskvótans getur það jafngilt því að loka þurfi fimmtán til tuttugu frystihúsum. Þetta er mat Starfsgreinasambandsins en fulltrúar þeirra funduðu með sjávarútvegsráðherra í dag. 25.6.2007 19:05 Bylting í heyskap Bændur á Suðurlandi eru sumir farnir að ráða verktaka í heyskapinn. Mikill sparnaður, segir bóndinn á Heiði í Biskupstungum. 25.6.2007 19:05 Fjölgun hjólhýsa og stærri bílafloti hér á landi eru merki um velmegun Stærri bílafloti, fjölgun hjólhýsa og tjaldvagna og betri vegir eru allt merki um aukna velmegun í íslensku samfélagi segir prófessor í félagsfræði. Lögreglan í Reykjavík segir umferðarteppuna á þjóðveginum í gær sjaldan hafa verið eins mikla. Stóraukinn fjöldi hjólhýsa og tjaldvagna á vegunum sé meginástæðan. 25.6.2007 19:03 Sökkva Hagavatni Sökkva ætti leirunum við Hagavatn til draga mjög úr moldroki eins og verið hefur í þurrkum á Suðurlandi aðundanförnu, að mati landverndarsérfræðings hjá Landgræslu ríkisins. Hann segir að rík þjóð eins og Íslendingar ætti að vera leiðandi í uppgræðslu á landi. 25.6.2007 18:57 Alcan bíður svars frá Landsvirkjun Væntanlegt svar Landsvirkjunar við ósk Alcan um framlengingu raforkusamnings gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum og verður þannig prófsteinn á stjóriðjustefnu nýrrar ríkisstjórnar. Forstjóri Alcan vonar að stjórnmálamenn reyni ekki að bregða fæti fyrir áform fyrirtækisins. 25.6.2007 18:53 Enn á gjörgæslu eftir árás á heimili sínu Lithái á fertugsaldri er enn á gjörgæslu eftir árás á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins. 25.6.2007 18:45 Eldur slökktur um borð í Hafsúlunni Eldur kom upp í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni rétt fyrir klukkan hálf sex. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tókst skipverjum að ráða niðurlögum eldsins og er báturinn kominn til hafnar. 75 manns voru um borð í bátnum úti fyrir Lundey í Skerjafirði þegar eldurinn kviknaði. 25.6.2007 17:34 Sjá næstu 50 fréttir
Hjúkrunarfræðingar flýja álag á spítölunum Dæmi eru um að sjúklingar þurfi að dvelja á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut í allt að fjóra sólarhringa vegna skorts á öðrum úrræðum. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem þar hefur starfaði í á sjötta ár en hefur nú sagt upp störfum eftir að hafa fengið nóg af því erfiða ástandi sem ríkir á bráðadeildinni. 26.6.2007 19:11
Biðlistum Greiningastöðvarinnar eytt á tveimur árum Eftir tvö ár verður búið að eyða biðlistum barna hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að hefja aðgerðir til að tryggja styttri biðtíma eftir greiningu en hann er nú allt að þrjú ár. 26.6.2007 19:05
Þjóðhagslega hagkvæmt að draga úr þorskveiðum Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þjóðhagslega hagkvæmt að draga verulega úr þorskveiðum á næsta ári. Minni þorskveiði mun koma harðast niður á Vestfirðingum, þar sem þorskveiðar vega mikið í atvinnumálum heimamanna. 26.6.2007 18:56
Rafmagnsbruni á Nesvöllum Eldur kom upp í rafmagnstöflu í nýju fjölbýlishúsi sem er í byggingu fyrir eldri borgara á Nesvöllum í Reykjanesbæ nú síðdegis. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, kom upp bilun í rafmagnstöflu við götuinntak með þeim afleiðingum lagnir brunnu. 26.6.2007 18:49
Landsvirkjun sögð hóta og múta sveitarstjórn Flóahrepps Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun Þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag. Landsvirkjun vísar þessum ásökunum alfarið á bug og segir viðræðum við hreppsnefndina ekki hafa verið lokið . 26.6.2007 18:34
Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það málefni Landsvirkjunar hvernig ósk Alcan um endurnýjun raforkusamnings verður svarað og telur ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að því. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum. 26.6.2007 18:30
Löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á strætisvagnaþjónustu Ákveðið hefur verið að hefja viðræður um að ríkið taki þátt í kostnaði við rekstur Strætó bs. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í stjórn Strætó segir löngu komið að sársaukamörkum í skerðingu á þjónustu strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Eðlilegt sé að ríkið taki þátt í kostnaði við almenningssamgöngur. 26.6.2007 18:27
Á fimmta þúsund manns í göngu gegn umferðarslysum Góð þáttaka er í göngum sem farnar eru til þess að mótmæla umferðarslysum. Gengið er í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi. Hátt á þriðja þúsund manns taka þátt í göngunni í Reykjavík og á Akureyri telur lögregla að um 250 manns hafi tekið þátt. 26.6.2007 17:35
Beit lögreglumann í lærið Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón og bíta hann í lærið. Atvikið átti sér stað fyrir skemmtistaðinn Áttuna í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. 26.6.2007 17:17
Staðan í heiminum hefur ekki batnað með tilliti til fuglaflensu Áhættumat vegna hugsanlegrar fuglaflensu hér á landi er óbreytt og staðan í heiminum hefur ekki batnað. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem unnin hefur verið hér á landi í tengslum við áætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. 26.6.2007 16:51
Fimm aukaferðir verði farnar á næstu tveimur vikum Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur óskað eftir því við Vegagerðina og Eimskip, sem rekur Herjólf, að skipið sigli þær fimm aukaferðir sem kveðið er á um í gildandi samningum á næstu tveimur vikum. Næstu tvær vikur verði svo nýttar til þess að ná samkomulagi um 20 aukaferðir sem ríkisstjórnin hafi lofað í vor. 26.6.2007 16:39
Skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Hann var ákræður fyrir að falsað undirskrift bróður síns á yfirlýsingu vegna veðskuldabréfs tengdu bíl. 26.6.2007 16:05
Rannsóknastofa í fjölmenningarfræðum stofnuð Samningur um stofnun rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum við Kennaraháskóla Íslands var undirritaður í gær. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Hanna Ragnarsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands. Í stjórn rannsóknastofunnar eru auk Hönnu, Elsa Sigríður Jónsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands og Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. 26.6.2007 15:47
Verðbólgumarkmið næst ekki fyrr en í lok árs 2009, segir Glitnir Greiningardeild Glitnis býst ekki við að Seðlabankinn nái verðbólgumarkmiði sínu fyrr en undir lok árs 2009. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga lækki úr fjórum prósentum í 3,3 á milli júní og júlí og fari svo undir þrjú prósent í ágúst en hækki svo aftur fram á vor. 26.6.2007 15:40
Ráðherra hvetur fólk til þátttöku í göngu gegn umferðarslysum Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra fagnar frumkvæði hjúkrunarfræðinganna Bríetar Birgisdóttur, Önnu I. Arnarsdóttur og Soffíu Eiríksdóttur sem skipulagt hafa göngu gegn alvarlegum umferðarslysum í dag. Hann hvetur fólk til þátttöku. 26.6.2007 15:16
FME hefur sambærileg úrræði og á þróuðustu mörkuðum Evrópu Fjármálaeftirlitið hefur sambærileg úrræði til að framfylgja reglum á verðbréfamarkaði og tíðkast á þróuðust fjármálamörkuðum Evrópu. Þetta kemur fram í könnunum sem Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum gerði á síðasta ári. 26.6.2007 14:49
Umferðarslys á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar Umferðarslys varð á mótum Sæbrautar og Laugarnesvegar nú á þriðja tímanum og eru lögregla og sjúkrabíll komin á vettvang. Samkvæmt fyrstu fregnum er einn sagður slasaður en ekki liggur fyrir hvort hann er alvarlega slasaður eða ekki. 26.6.2007 14:37
Hyggjast leysa vanda Greiningarstöðvarinnar á tveimur árum Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um að ráðast í átaksverkefni til þess að vinna á biðlistum hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. 26.6.2007 14:18
Myglusveppir í tíunda hverju kryddsýni Myglusveppir greindust í tíu prósentum sýna sem tekin voru úr kryddum sem seld eru í verslunum hér á landi. Þetta leiddi eftirlitsverkefni Heilbrigðiseftirlitsins og Umhverfisstofnunar í ljós. 26.6.2007 13:39
Rækjuvinnsla hefst aftur í Bolungarvík Þann 9. júlí næstkomandi mun Bakkavík hf. hefja rækjuvinnslu að nýju í Bolungarvík. 48 starfsmönnum rækjuvinnslunar var sagt upp í lok apríl. Bakkavík hefur nú keypt 500 tonn af frosinni rækju frá Færeyjum og Kanada. 26.6.2007 13:28
Þróuðu aðferð til erfðagreiningar á þorski Prokaria hefur tekist að þróa aðferð til erfðagreiningar á þorski og fleiri fisktegundum. Aðferðina á að nota við upprunagreiningu eða vegna hugsanlegra vörusvika. Einnig er hægt að nota aðferðina á lax og rekja ferðir hans allt frá Atlantshafinu til árinnar þar sem hann klaktist út. 26.6.2007 12:49
Aðalvandinn að fá ekki of mikinn afla Mjög góð veiði er nú úr Norsk-íslenska síldarstofninum skammt austur af landinu og er aðalvandi skipstjórnarmanna að fá ekki of mikinn afla miðað við vinnslugetuna um borð. 26.6.2007 12:45
Skutlurnar á hringferðalagi Það verður tilkomumikil sjón á hringveginum næstu vikuna því nú laust fyrir hádegið lagði eini kvenbifhjólaklúbbur landsins, Skutlurnar, í hringferðalag eftir þjóðvegi eitt. 26.6.2007 12:30
Farþegar Hafsúlunnar voru ekki óttaslegnir Ferðamenn sem voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni urðu nær ekkert skelkaðir þegar eldur kom þar upp í gær og virtust hafa gaman að því þegar björgunarsveitir Landsbjargar og þyrla landhelsigæslunnar komu á staðinn. 75 manns voru um borð í bátnum en engan sakaði. 26.6.2007 12:15
Kemur á óvart hversu dýr hver ferð er Ekkert bólar enn á aukaferðum Herjólfs á milli lands og Eyja sem samgönguráðherra lofaði í vor að teknar yrðu upp á álagstímum. Samgönguráðherra segir hafa komið á óvart hversu dýr hver ferð er. 26.6.2007 12:15
Hitafundur með íbúum Flóahrepps í gær Talsmaður samtaka áhugafólks um verndun þjórsárvera segir Landsvirkjun hafa bæði hótað og mútað sveitastjórn Flóahrepps til að endurskoða þá ákvörðun að setja urriðafossvirkjun á aðalskipulag svæðisins. Oddviti hreppsins segir Landsvirkjun hafa boðið ýmis atriði sem vert hafi verið að skoða. Hitafundur var haldinn með íbúum hreppsins í gær. 26.6.2007 12:08
Nico Rosberg keyrir Williams-bílinn í dag Tuttugu manna teymi vann að því hörðum höndum að setja saman Williams formúlubíl í vetrargarðinum í Smáralindinni í gær. Þýski formúluökumaðurinn Nico Rosberg hyggst svo keyra bílinn síðdegis í dag fyrir gesti og gangandi. 26.6.2007 12:03
Svar til Alcan ekki mál ríkisstjórnar Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sér enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér af því hvernig Landsvirkjun svarar ósk Alcan um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík. Ráðherrann segir þetta mál fyrirtækjanna. Svarið gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum. 26.6.2007 11:58
Fjórtán mánaða fangelsi fyrir lífshættulega líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára karlmann í 14 mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Rauða ljóninu á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi í júní í fyrra. 26.6.2007 11:51
Ófullkominn bruni í gasísskáp olli tjaldvagnaslysi Ófullkominn bruni í gasísskáp varð til þess að eldri hjón misstu meðvitund í tjaldvagni sínum í Djúpadal í Barðastrandarsýslu í upphafi mánaðarins. Þetta er niðurstaða í rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum og Vinnueftirlitsins. 26.6.2007 11:27
Ölfusárbrú lokuð í kvöld Ölfusárbrú verður lokað í kvöld frá klukkan 21 til tvö í nótt vegna framkvæmda við hringtorgið við brúna á Selfossi. Vegagerðin bendir vegfarendum á Hringveginum á að fara um Ölfusárósabrú á Eyrarbakkavegi meðan á lokun stendur. 26.6.2007 11:03
Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglukonu Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á lögreglukonu. Maðurinn réðst gegn konunni í anddyri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík í lok árs 2005 og kýldi hana í brjóstkassann þannig að hún marðist. 26.6.2007 10:48
Gengið gegn umferðarslysum á þremur stöðum Gengið verður gegn umferðarslysum á þremur stöðum á landinu í dag og hefjast göngurnar klukkan 17. Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum standa fyrir göngu í Reykjavík þar sem gengið verður frá sjúkrabílamóttöku Landspítalans við Hringbraut og að þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi. 26.6.2007 10:22
Dreng bjargað í Sundlaug Akureyrar Líðan sex ára gamals drengs sem bjargað var frá drukknun í Sundlaug Akureyrar í dag er stöðug. Hann er kominn til meðvitundar og verður á gjörgæslu í nótt til eftirlits, að sögn vakthafandi læknis á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 25.6.2007 21:35
Tvíburum fjölgar með fleiri tæknifrjóvgunum Tvíburafæðingum hefur fjölgað hér á landi síðustu áratugi. Ástæða þessa eru tæknifrjóvganir og hækkandi aldur frumbyrja. 25.6.2007 21:01
Mosaeldur kviknaði út frá sígarettustubbi Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem kviknaði við þjóðveginn vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Eldurinn náði ekki að breiða mikið úr sér og aðeins eru um 12 til 14 fermetrar brunnir. Lögreglan á Hvolsvelli segir að hins vegar hefði getað farið verr en slóði sem varð á vegi eldsins og lítil gola sáu til þess að hann náði ekki að breiða úr sér. 25.6.2007 19:57
Ísbjörn, ugla, fálki og örn í Bolungarvík Ísbjörn, ugla, fálki og örn eru meðal þess sem hægt er að sjá á endurbættu Náttúrugripasafni Vestfjarða í Bolungarvík sem opnað var um helgina. 25.6.2007 19:27
Fomúlubíll í Smáralind Formúlubíllinn sem Nico Rosberg ekur við Smáralind á morgun, þriðjudag, er kominn til Íslands og hefur verið settur upp í Vetrargarði Smáralindar. Í tilkynningu kemur fram að bílnum, sem vegur um 600 kg, fylgi 20 manna starfslið ásamt tæplega 8 tonnum af búnaði. Þetta er 2007 útgáfa Williams sem notuð er í tilraunaakstri Williams liðsins á brautum um allan heim. 25.6.2007 19:13
Skerðing þorkskvóta getur jafngilt lokun frystihúsa Verði að öllu farið að tillögu Hafró um skerðingu þorskvótans getur það jafngilt því að loka þurfi fimmtán til tuttugu frystihúsum. Þetta er mat Starfsgreinasambandsins en fulltrúar þeirra funduðu með sjávarútvegsráðherra í dag. 25.6.2007 19:05
Bylting í heyskap Bændur á Suðurlandi eru sumir farnir að ráða verktaka í heyskapinn. Mikill sparnaður, segir bóndinn á Heiði í Biskupstungum. 25.6.2007 19:05
Fjölgun hjólhýsa og stærri bílafloti hér á landi eru merki um velmegun Stærri bílafloti, fjölgun hjólhýsa og tjaldvagna og betri vegir eru allt merki um aukna velmegun í íslensku samfélagi segir prófessor í félagsfræði. Lögreglan í Reykjavík segir umferðarteppuna á þjóðveginum í gær sjaldan hafa verið eins mikla. Stóraukinn fjöldi hjólhýsa og tjaldvagna á vegunum sé meginástæðan. 25.6.2007 19:03
Sökkva Hagavatni Sökkva ætti leirunum við Hagavatn til draga mjög úr moldroki eins og verið hefur í þurrkum á Suðurlandi aðundanförnu, að mati landverndarsérfræðings hjá Landgræslu ríkisins. Hann segir að rík þjóð eins og Íslendingar ætti að vera leiðandi í uppgræðslu á landi. 25.6.2007 18:57
Alcan bíður svars frá Landsvirkjun Væntanlegt svar Landsvirkjunar við ósk Alcan um framlengingu raforkusamnings gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu á næstu árum og verður þannig prófsteinn á stjóriðjustefnu nýrrar ríkisstjórnar. Forstjóri Alcan vonar að stjórnmálamenn reyni ekki að bregða fæti fyrir áform fyrirtækisins. 25.6.2007 18:53
Enn á gjörgæslu eftir árás á heimili sínu Lithái á fertugsaldri er enn á gjörgæslu eftir árás á heimili hans í Bökkunum í Breiðholti aðfararnótt sunnudags. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins. 25.6.2007 18:45
Eldur slökktur um borð í Hafsúlunni Eldur kom upp í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni rétt fyrir klukkan hálf sex. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tókst skipverjum að ráða niðurlögum eldsins og er báturinn kominn til hafnar. 75 manns voru um borð í bátnum úti fyrir Lundey í Skerjafirði þegar eldurinn kviknaði. 25.6.2007 17:34