Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Hann var ákræður fyrir að falsað undirskrift bróður síns á yfirlýsingu vegna veðskuldabréfs tengdu bíl.

Efnislega fól yfirlýsingin það í sér að bróðir mannsins kæmi í stað annars manns sem skuldari samkvæmt skuldabréfinu. Maðurinn bar því við að hann hefði vantað umrædda bifreið vegna vinnu sinnar en þar sem hann hafi sjálfur verið stórskuldugur hafi hann ákveðið að nota nafn bróður síns.

Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, meðal annars auðgunarbrot og skjalafals. Hann hefur hlotið dóm bæði hér á landi og í Danmörku. Var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×