Innlent

Rafmagnsbruni á Nesvöllum

Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu.
Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu. MYND/Víkurfréttir

Eldur kom upp í rafmagnstöflu í nýju fjölbýlishúsi sem er í byggingu fyrir eldri borgara á Nesvöllum í Reykjanesbæ nú síðdegis. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja, kom upp bilun í rafmagnstöflu við götuinntak með þeim afleiðingum að rafmagn sló ekki út, heldur brunnu lagnir.

Sigmundur sagði að slíkir eldar væru varasamir, þar sem rafmagn hafi ekki slegið út. Þá væri reykurinn frá slíkum bruna baneitraður. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ráða niðurlögum eldsins og af því loknu var húsið reykræst. Tjón var ekki mikið, þar sem fátt annað var til að brenna í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×