Fleiri fréttir

Jón kaus í Kópavogi

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrsti maður á lista í Reykjavík norður, mætti snemma á kjörstað og greiddi sitt atkvæði. Jón er búsettur í Kópavogi og greiddi því atkvæði í Kópavogsskóla.

Tveir á slysadeildir eftir líkamsárásir

Lögregla á Suðurnesjum var kölluð til á Veitingastaðinn Twix undir morgun þar sem maður lá meðvitundarlaus eftir líkamsáras. Maðurinn mun hafa lent í átökum við annan með þessum afleiðingum. Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild með áverka í andliti. Líðan hans er eftir atvikum.

Unglingar í samræmdum fögnuðum

Lögreglan á Akureyri hafði afskipti af stórum hóp unglinga sem hafði safnast saman í Kjarnaskógi til að fagna lokum samræmdu prófanna. Tæplega 150 unglingar fögnuðu þar friðsamlega í slyddu og kulda. Lögreglan hafði fengið pata af samkomunni og var með virkt eftirlit á svæðinu. Um 20 foreldrar mættu á staðinn og aðstoðuðu lögreglu við eftirlit.

Kosningar til Alþingis hafnar

Kjörstaðir opnuðu um allt land núna klukkan níu og á kjörskrá eru 221.368 manns. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn að þessu sinni, 110.399 karlar og 110.969 konur.

Gæslan keypti búnað til að slökkva gróðurelda

Landhelgisgæslan hefur fengið búnað til að nota í þyrlum Landhelgisgæslunnar sem er sérstaklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um er að ræða sérhannaða fötu sem notuð er í þessum tilgangi. Hún rúmar alls 2000 lítra af vatni.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir meintum nauðgara

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framlengja gæsluvarðhald yfir 18 ára karlmanni sem er grunaður um að hafa nauðgað stúlku á salerni á hóteli í Reykjavík. Gæsluvarðhaldið mun þó ekki standa lengur en til 20. júní. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars.

Gæsluvarðhald framlengt í hnífsstungumáli

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur játað að hafa stungið annan mann í brjóstkassa og kvið með hnífi. Gæsluvarðhaldið var framlengt til 6. júní en beðið er niðurstöðu úr lyfja- og áfengisprófum.

Veður hefur ekki áhrif á kjörfylgi Sjálfstæðisflokks

Veður á kjördag hefur áhrif á úrslit kosninganna hjá Framsóknarflokknum og Vinstriflokkunum en ekki Sjálfstæðisflokknum. Þetta sýna niðurstaður rannsóknar sem Sigurðar Þ. Ragnarsson veðurfræðingur hefur gert. Öfugt við það sem margir halda hefur veðrið ekki áhrif á heildarkjörsókn.

Risessa á ferð um miðborgina

Átta metra há og tignarleg risessa hægði á umferð í miðborginni í dag. Tafirnar verða ekki minni á morgun þegar berserkurinn faðir hennar slæst í för.

MND sjúklingur fer heim eftir margra mánaða bið

Útlit er fyrir að 63 ára MND sjúklingur sem dvalið hefur á taugadeild Landspítalans hátt í 10 mánuði fái nú loks að dvelja heima hjá fjölskyldu sinni alla daga vikunnar. Kópavogsbær hefur útvegað honum fulla heimahjúkrun, en fjölskylda hans hefur sóst eftir að fá slíka þjónustu í fleiri mánuði.

Jónas áfram formaður

Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Talsmenn flokkanna allir bjartsýnir

Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru allir bjartsýnir á úrslit kosninganna á morgun. Síðustu klukkustundirnar er lögð áhersla á að ganga maður á mann, gefa blöðrur, forstpinna og annan varning merktum flokkunum.

Vegagerðinni gert skylt að mæla mengun við Gjábakkaveg

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar frá því í maí 2006 varðandi mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Telur ráðherra að vegurinn muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif. Vegagerðinni er þó gert skylt að gera mælingar á ákomu loftaðborinnar köfnunarefnismengunar áður en framkvæmdir hefjast.

Rætt um framtíð ratsjárkerfis í dag

Íslensk yfirvöld héldu í dag áfram viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð ratsjár- og loftvarnarkerfisins á landinu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fóru viðræðurnar fram í Reykjavík og var áfram var rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram.

Dæmd fyrir að draga sér fé

Kona var í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik upp á nærri 300 þúsund krónur.

Metþátttaka í utankjörstaða- atkvæðagreiðslu

Mjög góð kjörsókn hefur verið í utankjörstaðaatkvæðagreiðslum í Reykjavík og á Akureyri. Nú þegar hafa mun fleiri kosið en á sama tíma í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum.

Hafravatnsvegur lokaður við Vesturlandsveg

Aðkoman að Hafravatnsvegi verður lokuð við Hringtorgi á Vesturlandsvegi frá og með mánudeginum og til 12. júní. Þetta er vegna framkvæmda við gatnagerð og veitulagnir eftir því sem segir á vef framkvæmdasviðs borgarinnar.

Erlendir verkamenn fái upplýsingar um réttindi sín

Tryggja verður að erlendir verkamenn á Íslandi fái nægar upplýsingar um réttindi sín og skyldur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu starfshóps á vegum félagsmálaráðherra sem fjallaði um málefni útlendinga á íslenskum vinnumarkaði. Í skýrslunni eru lagðar fram fjölmargar tillögur hvernig bæta megi starfskjör útlendinga hér á landi og yfirsýn stjórnvalda yfir málaflokknum.

Dæmdur fyrir að vera með dóp í fangaklefa

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag fanga á Litla-Hrauni í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa haft í tvígang fíkniefni í klefa sínum. Fangaverðir fundu efnin við leit í klefanum.

Hljóðfæri úr drasli vesturlandabúa á Listahátíð

Hljómsveitin Konono N°1 heldur tónleika í porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Hljómsveitin er frá Kinshasa í Kongo og hlaut verðlaun sem besti nýliðinn í heimstónlist hjá breska ríkisútvarpinu BBC í fyrra. Þeir spila einnig á nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta.

Hálfs árs fangelsi fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmynda

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi dag karlmann í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu mikils fjölda barnaklámmmynda. Alls fundust rúmlega 6500 ljósmyndir og nærri 180 hreyfimyndir með barnaklámi í tölvum mannsins og hörðum diski við skoðun lögreglu.

Krían komin á Nesið

Krían er komin vestast á Seltjarnarnesið. Vegfarandi sem var í göngutúr þar í morgun og hafði samband við fréttastofu sagðist hafa orðið var við hana og að hún hefði kallað á sig.

Hvað gerir kjörseðil ógildan

Kjósendur rita stundum tákn eða skilaboð á kjörseðla þegar þeir kjósa í kosningum. Allt slíkt ógildir kjörseðilinn. Hægt er að strika frambjóðendur út af listum, en einungis af þeim lista sem kjósandi setur X við. Ef fiktað er í öðrum listum verður seðillinn ógildur.

Menn víða sammála Eiríki á Vesturlöndum

Víða á Vesturlöndum eru menn sammála Eiríki Haukssyni söngvara um að austurblokkin svonefnda hafi með sér óeðlilegt samstarf við atkvæðagreiðlu í Júróvision keppninni. Eiríkur lýsti því við mafíu og sagði að að lög frá Mið- og Vestur-Evrópu ættu ekki lengur möguleika í keppninni.

Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum

Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir.

Karlmaður slasast í bílveltu

Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist þegar bíll sem hann ók valt við bæinn Vindhæli á Skagastrandarvegi um hálf sjöleytið í morgun. Bíllinn er talinn gjörónýtur.

Risessan lögð af stað

Átta metra dúkkan Risessa fór á flakk um götur borgarinnar um nú í morgun að viðstöddum miklum fjölda áhorfenda. Risessan er hluti af stórsýningu franska götuleikhússins Royal de Luxe sem standa mun í dag og á morgun

Uggvænleg tíðindi fyrir neytendur

Almennar hækkanir á mat- og drykkjavörum í síðasta mánuði eru uggvænleg tíðindi fyrir neytendur að sögn talsmanns neytenda. Hann segir nauðsynlegt að veita verslunum varanlegt aðhald til þess að koma í veg fyrir að þær hirði ávinning neytenda af skattalækkununum.

Opnað fyrir rafræna kjörskrá í Reykjavík

Opnað hefur verið fyrir rafrænan aðgang að kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi alþingiskosninga. Í skránni geta kjósendur aflað sér upplýsinga um ýmislegt í tengslum við kosningarnar.

Hvað er erfðamengun?

Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali.

Eiríkur vill tvær keppnir

Eiríkur Hauksson sagði í kvöld að hann vildi að Júróvisjón yrði skipt upp í tvær keppnir, eina fyrir þjóðir Vestur-Evrópu og aðra fyrir þjóðir Austur-Evrópu. Hann sagði að úrslitin í kvöld hefðu sýnt fram á að þarna hefði Austur-evrópska mafían verið að verki og aðeins greitt nágrönnum sínum atkvæði. Hann sagðist jafnframt hafa orðið mjög svekktur eftir að úrslitin urðu ljós en hvorki undrandi né tapsár.

Vara við hruni úr íshelli í Sólheimajökli

Lögreglan á Hvolsvelli og Slysavarnafélagið Landsbjörg vara við hruni úr íshelli sem er í Sólheimajökli. Íshellirinn í Sólheimajökli breytist á hverjum degi, mikið hrun er úr honum og hættulegt að fara um hann. Greinilegar sprungur eru komnar og víða er ísinn all þunnur, að sögn lögreglunnar.

Eldur kom upp í bát á Viðeyjarsundi

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í skemmtibát laust fyrir kl. 19 í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og tveir björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar lögðu af stað en skipverjum á skemmtibátnum tókst að slökkva eldinn áður en þeir komu á vettvang.

Fiskistofa rannsakar játningar um svindl

Fiskistofustjóri mun rannsaka mál fyrrverandi útgerðarmanns sem játaði í gær á netinu stórfellt kvótasvindl. Maðurinn hélt því fram að sambærilegt svindl hefði verið stundað um allt land. Landssamband útgerðarmanna telur ótækt að stimpla alla útgerðarmenn sem glæpamenn.

Fyrrverandi ríkisskattstjóri gefur ríkisstjórn falleinkunn

Indriði H Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattsstjóri segir óumdeilt að skattar einstaklinga hafa hækkað á síðustu tveimur áratugum og skattbyrði aukist. Hann segir að boðaðar skattalækkanir á síðustu árum hafi ekki skilað sér og varar við gylliboðum um frekari lækkanir í kosningabaráttunni.

Fulltrúar Yahoo funduðu með forsætisráðherra

Fimm manna sendinefnd á vegum netfyrirtækisins Yahoo er stödd hér á landi til að kanna möguleika á því að fyrirtækið setji upp netþjónabú á Íslandi. Þeir áttu fund með forsætisráðherra í morgun.

Eiríkur rokkaði í Helsinki

Eiríkur Hauksson og föruneyti luku rétt í þessu við flutning á framlagi Íslendinga til Eurovision þetta árið, „Valentine Lost“ við góðar undirtektir. Norskir áhorfendur tóku vel undir með Eiríki enda hefur hann búið í Noregi í fjölda ára. Atkvæðagreiðsla verður síðar í kvöld. Eiríkur hefur sjálfur sagt að hann telji að það séu helmingslíkur á því að við komumst í lokakeppnina. Keppnin er haldin í Helsinki í Finnlandi þetta árið.

Dómur yfir Jónasi sá þyngsti sinnar tegundar

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Garðarsson, fyrrverandi formann Sjómannafélags Reykjavíkur, í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Dómurinn er sá þyngsti sinnar tegundar.

410 ökumenn teknir á Hringbraut á einum sólarhring

410 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 km leyfilegan hámarkshraða á Hringbraut í Reykjavík í gær og í dag eða á einum sólarhring. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél en hinir brotlegu óku að jafnaði á tæplega 75 km hraða.

Heimild til hönnunar verknámshúss fengin

Á fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurlands sem haldinn var 9. maí var lögð fram heimild Menntamálaráðuneytisins um að hafist verði handa við hönnun viðbyggingar við verknámshúsið Hamar. Viðbygging við verknámshúsið hefur verið lengi í undirbúningi enda ljóst að með henni verður hægt að efla og bæta enn frekar verk- og starfsnám við Fjölbrautaskólann.

Sjá næstu 50 fréttir