Innlent

Rætt um framtíð ratsjárkerfis í dag

MYND/GVA

Íslensk yfirvöld héldu í dag áfram viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð ratsjár- og loftvarnarkerfisins á landinu. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fóru viðræðurnar fram í Reykjavík og var áfram var rætt um fyrirkomulag og fjármögnun á kerfinu og miðaði viðræðum vel áfram. Næsti viðræðufundur er fyrirætlaður fljótlega jafnhliða því sem sérfræðingar ríkjanna vinna að framgangi málsins á sérstökum vinnufundum, líkt og verið hefur á undanförnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×