Innlent

Talsmenn flokkanna allir bjartsýnir

Talsmenn stjórnmálaflokkanna eru allir bjartsýnir á úrslit kosninganna á morgun. Síðustu klukkustundirnar er lögð áhersla á að ganga maður á mann, gefa blöðrur, forstpinna og annan varning merktum flokkunum.

Það eru rúmlega 87 þúsund kjósendur á kjörskrá í Reykjavík. Í ráðhúsinu er kosið í tíu kjördeildum og þar var allt tilbúið fyrir kjósendur þegar þeir mæta á kjörstað klukkan´níu í fyrramálið.

Og þannig er það líka annars staðar á landinu. En kjósendur í Reykjavík nutu góða veðursins í miðborginni í dag og tóku útsendurum stjórnmálaflokkanna yfirleitt vel, en þeir reyna nú að nýta síðustu klukkustundirnar fyrir kosningar sem best.

Stöð tvö fór á kosningaskrifstofur allra flokkanna í dag og hægt er að sjá viðtöl við talsmenn þeirra með því að skoða þessa frétt á VefTV á visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×